Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Síða 4
Helgarblað 19.–22. júní 20154 Fréttir Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! SUBARU IMPREZA STI SPEC R 04/2008, ekinn 51 Þ.km, 6 gíra. Gríðarlega flott eintak! Verð 4.990.000. Raðnr.253713 NISSAN QASHQAI+2 SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, glertoppur, 7 manna. Verð 3.980.000. Raðnr.253442 KIA SORENTO EX LUXURY 2,5 02/2006, ekinn 163 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, lúga ofl. Verð 2.290.000 TILBOÐSVERÐ 1.990.000. Raðnr.253577 YAMAHA XV1900A 04/2008, ekið 19 Þ.km, fullt af flottum aukahlutum. Hjól í toppstandi! Verð 1.670.000. Raðnr.285918 TIL BO Ð ÓS KA ST HONDA CR-V 2010-2012 lítið ekinn óskast! Erum með kaupanda gegn staðgreiðslu. Hafið samband Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Stærstu sveitarfélögin gefa frí Flest stærstu sveitarfélög lands- ins gefa starfsmönnum sínum frí hluta úr degi hinn 19. júní í tilefni af 100 ára afmæli kos- ingaréttar kvenna til þess að fagna þessum merka áfanga í sögu þjóðarinnar. Það er við hæfi að allir starfsmenn sveitar- félaganna fái frí, starfsmenn af báðum kynjum, enda gleymist það oft að það voru ekki aðeins konur sem fengu kosningarétt árið 1915 heldur einnig fjár- hagslega illa staddir karlmenn og vinnumenn. Eðlilega geta ekki allar stofnanir sveitarfélag- anna lagt niður störf. Í flestum tilvikum ráða forstöðumenn út- færslunni á leyfinu þannig að tryggt sé að þjónusta er varð- ar öryggi og grunn- og neyðar- þjónustu við íbúa sé veitt. Bróðurpartur stærstu sveitar- félaganna gefur starfsmönn- um sínum frí frá kl. 12 á há- degi. Reykjavík, Akureyrarbær, Garðabær, Mosfellsbær, Sel- tjarnarnesbær og Árborg eru í þeim hópi. Hafnarfjörður og Kópavogur gefa starfsmönnum sínum frí frá kl. 13.00. „Það var mikil umræða um þetta innan bæjarstjórnar en svo var ákveðið samhljóða að veita ekki frí þennan dag. Bær- inn er fyrst og fremst þjónustu- fyrirtæki en einnig eru stórir og fjölmennir vinnustaðir hér í bæ sem gefa ekki frí og því töldum við að það kæmi sér illa fyrir marga bæjarbúa ef bærinn færi þá leið,“ segir Regína Ásvalds- dóttir, bæjarstjóri Akraneskaup- staðar. „Bærinn fagnar hins vegar deginum með fjölmörg- um öðrum viðburðum, til dæm- is sýningu um sögu hjúkrunar á Akranesi og Íslandi öllu. Við erum með tónleika ásamt súpu- boði í hádeginu fyrir alla bæj- arbúa og aftur kl. 17.00. Síðan erum við með móttöku klukkan 18.00 fyrir allar konur sem starfa hjá bænum,“ segir Regína. Stjórnvöld bregðast við „verðbólgu“ einkunna Nýtt námsmat er í undirbúningi þar sem þróun einkunna í 10. bekk er skoðuð M ennta- og menningar- málaráðuneytið hefur falið Námsmatsstofnun að skoða námsmat við lok grunnskóla. Hluti af því verður þróun einkunna 10. bekk- inga í grunnskólum landsins en þær hafa hækkað umtalsvert eftir að sam- ræmdu prófin voru aflögð á vorin í 10. bekk árið 2008. „Við munum skoða hvernig þróun- in hefur verið í þessum einkunnum og hvernig þær hafa verið samanbor- ið við samræmdu prófin,“ segir Arn- ór Guðmundsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar. „Menn hafa tekið eftir þessari þróun í einhver ár.“ Hann segir það áhyggjuefni að jafnræði sé hugsanlega ekki haft í heiðri þegar valið er inn í framhalds- skóla og að misræmi sé í einkunna- gjöf skóla. Samræmd próf á haustin skoðuð betur Samræmd próf hafa verið tekin á haustin í 10. bekk. Spurður hvort til greina komi að snúa aftur til sam- ræmdra prófa á vorin til að koma í veg fyrir „verðbólguna“ segir Arnór: „Það hefur verið litið svo á að það eigi ekki að nota samræmd próf á haustin sem lokamat í grunnskóla og að framhaldsskólar eigi ekki að líta á þær einkunnir. En það hlýtur að koma til skoðunar hvernig farið verð- ur með þau próf og hvort þau þurfi í ákveðnum greinum,“ segir hann. Skólastjóri Verslunarskóla Íslands og rektor Menntaskólans í Reykjavík sögðu í viðtali við DV á dögunum að einkunnir 10. bekkinga sem sækja um nám í skólunum hafi hækkað mikið undanfarin ár eftir að sam- ræmdu prófin voru lögð niður í 10. bekk á vorin. Báðir höfðu þeir áhyggj- ur af þróuninni og sagðist skólastjóri Versló stundum spyrja sig hvort eitt- hvað væri að marka einkunnirnar. Íhugar Verslunarskólinn að efna til inntökuprófa í skólann á næsta ári. Rektor MR sagðist vilja fá samræmd próf á nýjan leik til að auðveldara væri að velja nýnema í skólann. Aukin áhersla á gagnrýna hugsun Samhliða athuguninni á „verðbólgu“ einkunna er Námsmatsstofnun að skoða nýja útfærslu á samræmdu námsmati en matskvarði er í undir- búningi sem verður tilbúinn á næsta ári. Hann mun meta hæfni nem- enda þar sem fleiri þættir en þekk- ing í ákveðnum námsgreinum verða skoðaðir. Þar er helst horft til þátta á borð við samskipti, upplýsinga- tækni, greiningarhæfni og gagnrýna hugsun. Í inntökuprófum í Háskóla Ís- lands, svokölluðum A-prófum, er einmitt sífellt meira horft til hæfni á borð við rökfærslu og grein- ingarhæfni. Fjórar deildir innan há- skólans nota A-prófin til að taka inn nemendur næsta haust: Lagadeild, Hjúkrunarfræðideild, Hagfræði- deild og Læknadeild. Þær tvær síð- astnefndu nota einnig frekari próf til inntöku nema. Margir fara í verknám um tvítugt Arnór segir að í nýja námsmatinu sé skoðuð hæfni nemenda út frá breiðari grunni en áður. „Þú gætir til dæmis séð hverjir ættu frekar að fara í verknám en það eru tiltölulega fáir hér á landi sem fara í það. Tilhneig- ingin er sú að flestir fara í bóknám en svo detta menn kannski út úr því og fara í verknám um tvítugt. Það þarf að huga að þessu,“ segir hann. „Sam- hliða þessu er verið að skoða þessa samkeppni um skóla eins og Versló og MR. Hvernig er hægt að veita sem nákvæmastar upplýsingar um getu nemenda við lok grunnskóla.“ Að sögn Arnórs þarf Námsmats- stofnun að leiðbeina grunnskólum sem best um þetta nýja námsmat, auk þess sem gefa þurfi framhalds- skólum sem áreiðanlegastar upplýs- ingar um getu nemenda. Ein leiðin er sú að sveitarfélög og grunnskólar fylgist með því hvern- ig nemendum sínum vegnar í fram- haldsskólum til að sjá hvort einkunn- irnar sem þeir fá í 10. bekk séu í samræmi við getu þeirra í framhalds- skólum. Velji sér nám í stað skóla Mikill skortur hefur verið á iðnnem- um á Íslandi og reynir Námsmats- stofnun að bregðast við því. Um 11 til 12 prósent nemenda í 10. bekk á Íslandi fara í verknám beint eftir grunnskóla. Í Finnlandi er fjöldinn til dæmis vel yfir 50 prósentum. Arnór telur að oft séu nemend- ur frekar að velja sér skóla en nám sem hentar þeim og horfi þar frekar á þætti eins og félagslífið. Hann tel- ur að gefa þurfi nemendunum betri upplýsingar um hvar þeirra styrkleiki liggur og hvaða nám sé heppilegt fyrir þá. Meðal annars þurfi að vekja áhuga þeirra á verknámi. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Tilhneigingin er sú að flestir fara í bóknám en svo detta menn kannski út úr því og fara í verknám um tvítugt. Það þarf að huga að þessu. Arnór Guðmundsson Hæfni nemenda verður metin á annan hátt í nýju námsmati.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.