Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 19.–22. júní 20156 Fréttir Smart föt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 Fyrirlestrar um mannabein Fræðimenn í Þjóðminjasafni Íslands F élag fornleifafræðinga, Mannfræðifélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir tveimur fyrirlestrum um mannabeinafræði laugar- daginn 20. júní klukkan 14 í fyrirlestra- sal Þjóðminjasafns Íslands. Báðir fyrirlesararnir eru leiðandi á sínu sviði. Tim Thompson, prófess- or við Teesside-háskólann á Englandi, fjallar um hvernig fornleifafræði og mannfræði eru notuð við rannsóknir á morðmálum. Dr. Rebecca Gowland frá Durham- háskólanum á Englandi mun fjalla í hinum fyrirlestrinum um rannsókn- ir á mannabeinum barna í tengsl- um við heilsufar þeirra meðan á iðn- byltingunni stóð í Bretlandi á 19. og 20. öld. Hún hefur meðal annars leiðbeint doktorsnemum við Háskóla Íslands. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og er aðgangur ókeypis. n freyr@dv.is Þrír stjórnendur hættir í Tækniskóla Íslands n Tveimur var sagt upp og sá þriðji sagði starfi sínu lausu n Skólum fækkað T veimur stjórnendum hefur verið sagt upp störfum í Tækniskóla Íslands í hag- ræðingarskyni og einn til viðbótar hefur sagt starfi sínu lausu. Að sögn Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans, tengj- ast þessar breytingar ekki fyrirhug- aðri sameiningu Tækniskólans og Iðnskóla Hafnarfjarðar, heldur er um að ræða breytingar á stjórn- endateyminu sem voru ákveðnar í vetur vegna sameiningar skóla inn- an Tækniskólans. Hönnunar- og handverksskólinn mun sameinast Hársnyrtiskólanum og var Sigríði Ágústsdóttur, skóla- stjóra fyrrnefnda skólans, sagt upp. Auk þess renna Fjölmenningar- og Tæknimenntaskólinn saman. Ás- laug Maack Pétursdóttur, skóla- stjóri Endurmenntunarskólans, missti starfið í þeirri hagræðingu og Guðmundur Hreinsson, skólastjóri Byggingatækniskólans, sagði starfi sínu lausu. Nemendum fækkar „Þetta hefur verið í umræðunni innan stjórnar frá því um áramótin og tengist ekki Hafnarfirði,“ segir Jón. „Nemendum í framhaldsskóla- kerfinu er að fækka því árgangarnir sem koma upp eru minni en áður. Ráðuneytið [mennta- og menn- ingarmála] hefur fækkað þeim heimildum sem við höfum og við þurfum að bregðast við því og mæta þeirri fækkun sem hefur orðið í nemendaígildum,“ segir hann en á síðustu tveimur árum hefur nem- endaígildum fækkað um í kringum 150 við skólann. Sameinast 1. ágúst DV greindi fyrst frá því í lok mars að vinnuhópur á vegum menntamála- ráðuneytisins væri að vinna svo- kallaða fýsileikaathugun á því hvort sameina ætti Tækniskóla Íslands og Iðnskólann í Hafnarfirði. Hópurinn skilaði af sér greinargerð um málið þar sem lagt var til að sameiningin yrði að veruleika. Athugunin fór fram að frum- kvæði stjórnar Tækniskólans. Stefnt er að því að sameinaður skóli undir merkjum Tækniskólans hefji störf 1. ágúst og bendir ekk- ert til annars en að sú verði raunin, þrátt fyrir að skólarnir hafi ekki enn verið sameinaðir á formlegan hátt. Bíður eftir framhaldslífi Ársæll Guðmundsson, sem hefur starfað sem skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði en var „lánaður“ í eitt ár í mennta- og menningarmála- ráðuneytið, mun missa vinnuna. Kennarar við skólann munu aftur á móti allir starfa áfram við nýja skól- ann. Undanfarin ár hefur verið fækk- að um sjö til átta stöðugildi við skól- ann og nemendum hefur fækkað um á annað hundrað. „Það kemur bara í ljós þegar sameiningin verður gengin í garð hvaða framhaldslíf ég fæ,“ segir Ár- sæll, sem var hluti af hópi mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem gerði fýsileikakönnunina á sameiningu Tækniskólans og Iðn- skólans. n „Þetta hefur ver- ið í umræðunni innan stjórnar frá því um áramótin og tengist ekki Hafnarfirði. Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans Tíu vinsælustu skólarnir í heildina 1 Tækniskóli Íslands 2 Verslunarskóli Íslands 3 Menntaskólinn í Kópavogi 4 Verkmenntaskólinn á Akureyri 5 Verkmenntaskólinn á Akureyri 6 Borgarholts- skóli 7 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 8 Fjölbrautaskólinn í Ármúla 9 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 10 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Freyr Bjarnason freyr@dv.is Tækniskóli Íslands eftirsóttastur Tækniskóli Íslands er eftirsóttasti skóli landsins þegar allir aldurshópar nemenda eru teknir með í reikninginn. Alls sóttu 865 nemendur um skólann sem fyrsta val næsta haust en 558 sóttu um Verslunar- skólann sem fyrsta val. Tækniskólinn er ekki á meðal tíu vinsæl- ustu skólanna ef eingöngu er skoðaður fjöldi nýnema sem sækir þar um, eða 170 nemendur. Þar er Verslunarskólinn vinsælastur með 554 nemendur. En þegar skoðaður er fjöldi eldri nemenda sem sækir um skólann sem fyrsta val er Tækniskólinn langvinsælastur með 695 nemendur. Þriðji vinsælasti skólinn í heildina er Menntaskólinn í Kópavogi. Alls sóttu 498 nemendur um að komast inn í skól- ann í haust. Þar af voru 299 þeirra eldri nemendur og 199 nýnemar. Menntaskólinn í Hamrahlíð er í fjórða sæti með 465 umsækjendur. Næstflestir nýnemar sóttu um skólann sem fyrsta val, eða 336, á meðan 139 eldri nemendur sóttu um hann sem fyrsta val. Fimmti eftirsóttasti skólinn er Verk- menntaskólinn á Akureyri. Samtals sóttu 432 nemendur um skólann sem fyrsta val. Þar af voru 232 eldri nemendur og 200 nýnemar. Jón B. Stefánsson Skólameistari Tækni- skóla Íslands segir að nemendaígildum hafi fækkað um 150 undanfarin tvö ár. Ársæll Guðmundsson Mun missa starf sitt sem skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði. Tim Thompson Prófessorinn fjallar um tengsl fornleifa- og mannfræði við rann- sóknir á morðmálum. Slátrun geng- ur eðlilega Verkfalli starfsmanna hjá Mat- vælastofnun lauk með lagasetn- ingu síðustu helgi. Með endur- komu starfsmanna færist eftirlit með matvælaöryggi og dýravel- ferð, kjötframleiðsla og inn- og útflutningur matvæla, plantna, fóðurs, áburðar og annarra afurða í samt horf. Mikið mun mæða á inn- og útflutningsskrifstofu stofn- unarinnar, starfsfók hefur verið fært til í störfum og mannafli auk- inn við skrifstofuna til að flýta fyrir afgreiðslu sendinga til og frá landinu. Þeir innflytjendur sem bíða afgreiðslu með viðkvæma vöru eru beðnir um að ítreka er- indi sín og hafa samband við Mat- vælastofnun. Dýralæknar Mat- vælastofnunar mættu í sláturhús á mánudag og hefur slátrun gengið eðlilega frá þeim tíma. Reglu- bundið eftirlit með matvæla- öryggi, áburði, fóðri, plöntuheil- brigði og öðru, færist nú í eðlilegt horf. Farið er með mál samkvæmt forgangsröðun stofnunarinnar en óhjákvæmilegt er að töf verði á af- greiðslu mála. 900 manns með Norrænu Um það bil 900 manns komu til Seyðisfjarðar með Norrænu í vikunni en ferjan er komin á sumar tíma sinn á fimmtudögum. Rúmlega 450 ökutæki fóru í land. Kom ferjan í land um hálf níu í morgunsárið og var farin klukkan ellefu, nokkrum tímum síðar. Annasamt var við Seyðisfjarðarhöfn en skemmti- ferðaskipin Ocean Diamond og Azores voru þar einnig. Toll- afgreiðsla gekk afar vel þótt ferðin væri fjölmenn. Lögregluþjónar fylgdu eftir átaki til að sporna við utanvegaakstri og fræddu einkum ferðamenn sem ferðuðust á bílum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.