Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 10
10 Fréttir Helgarblað 19.–22. júní 2015 Kvennalínan frá erfðarétti til brjóstabyltingar Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Á rangur íslenskra kvenna þegar í jafnréttisbar- átt-unni er án efa eins- dæmi, þó betur megi ef duga skal. Á hundrað ára afmæli kosningaréttarins hugs- um við til baka og heiðrum bar- áttu-jaxlana sem ruddu brautina. Eftirfarandi tímalína er ekki tæmandi en hún sýnir vel hversu miklu hefur verið áorkað frá ár- inu 1850 þegar dætrum var veittur sami erfðaréttur og sonum og fram til brjóstabyltingarinnar á Austurvelli. Hver ný kynslóð horfir til baka og hugsar með sér: Var þetta í alvöru svona? og heldur vonandi sínu striki í jafnréttisbaráttunni. Þannig heldur byltingin áfram. Hæ hó og jibbí jei, það er kominn 19. júní! n Dætur, rauðsokkur, forseti og kosningaréttur Tímalína 1850 Dætrum veittur sami erfðaréttur og sonum. (Áður erfðu dætur einn þriðja hluta en synir tvo þriðju). 1907 Kvenréttinda- félag Íslands var stofnað af Bríeti Bjarnhéðins- dóttur og fleiri baráttukonum 27. janúar. 1911 Lög um menntun kvenna og rétt til embætta samþykkt á Alþingi. Konur fengu fullan rétt til menntunar og emb- ætta með þessum lögum. 1915 Ný stjórnarskrá fyrir Ísland staðfest af konungi 19. júní. Þar með fengu konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Aldurstakmarkið skyldi lækka um eitt ár næstu fimmtán árin þar til 25 ára aldri væri náð, en það var aldurstakmark kosningabærra karlmanna. Þetta ákvæði var fellt úr gildi árið 1920. Eftir það hafa konur og karlar notið sama réttar við kosningar til Alþingis. 1958 Sett jafnlaunalög. Sérstakir kvenna- taxtar skyldu hverfa úr samning- um verkalýðsfélaga næstu 6 árin. 1970 Auður Auðuns lögfræðingur varð fyrst kvenna ráðherra í ríkis- stjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra. 1970 Rauðsokkahreyfingin stofnuð 4. október. Rauðsokkar tóku þátt í 1. maí göngu verka- lýðsins þetta ár og vöktu mikla athygli. 1980 Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóð- kjörins forseta. Vigdís gegndi embætti til ársins 1996. 1983 Kvennalistinn var stofnaður. 2009 Jóhanna Sigurðar- dóttir varð for- sætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna. Ríkisstjórn skipuð jafnt konum og körl- um. 2015 100 ára afmæli kosninga- réttarins. 1861 Ógiftar konur, 25 ára og eldri, urðu myndugar (sjálfráða og fjárráða). Giftar konur voru áfram ómyndugar (til ársins 1900). 1863 Vilhelmína Lever, „versl- unarborgarinna“ á Akureyri, kaus í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri árið 1863 og aftur 1866. Kosninga- rétt höfðu samkvæmt lögum allir fullmyndugir menn. 1869 Skagfirskar húsmæður í Rípurhreppi komu saman á fund að Ási í Hegranesi þar sem þær ræddu mál er einkum snertu verkahring kvenna. Samkoman að Ási er fyrsta kvenfélag sem sögur fara af. Kvenfélag Rípurhrepps var formlega stofnað árið 1871. 1872 Nicoline Weywadt lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn 1871–1872, fyrst kvenna á Íslandi. Hún stundaði ljósmyndun í um þrjá- tíu ár á Djúpavogi og kom sér upp vinnuaðstöðu á Teigarhorni. 1874 Kvennaskólinn í Reykjavík stofnaður af Þóru Melsteð og eigin- manni hennar, Páli Melsteð, með fjár- stuðningi íslenskra og erlendra aðila. Skólinn var fyrsta menntastofnunin sem bauð konum upp á formlega menntun. Fleiri kvennaskólar voru stofnaðir næstu árin. 1876 Júlíana Jónsdóttir gaf fyrst kvenna út skáldrit hér á landi. Það var ljóðabókin Stúlka sem hún gaf út á eigin kostnað. 1880 Ásta Hallgrímsson söng fyrst kvenna einsöng opinberlega er hún söng við útför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. 1882 Ekkjur og aðrar ógiftar kon- ur sem stóðu fyrir búi eða áttu með sig sjálfar, fengu kosningarétt þegar kjósa átti í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum, svo fremi þær væru orðnar 25 ára og uppfylltu þau skilyrði sem lög kváðu á um. Kjörgengi fylgdi ekki þessum réttindum, sem náði til lítils hóps kvenna. Taka ber fram að vinnukon- ur töldust ekki til þessa hóps. 1885 Bríet Bjarnhéðinsdóttir fékk birta grein um kvenréttindi í Fjallkonunni 5. og 22. júní og varð þar með fyrst kvenna til að fá birta grein eftir sig í blaði hér á landi. 1887 Ágústa Svendsen hóf versl- unarrekstur, fyrst kvenna í Reykjavík, er hún opnaði hannyrðaverslun. 1887 Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt opinberan fyrirlestur 30. des- ember, fyrst kvenna, í Góðtempl- arahúsinu í Reykjavík. 1889 Camilla Torfason lauk stúdentsprófi fyrst kvenna, eftir því sem næst verður komist, frá Trier- menntaskólanum í Kaupmannahöfn. 1892 Ingibjörg H. Bjarnason lauk leikfimiprófi, fyrst Íslendinga, frá Poul Pet- ersens Institut í Kaupmanna- höfn. Ári síðar hóf hún dans- og leikfimikennslu í Reykjavík fyrir börn og ungar stúlkur. 1894 Hið íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík 26. janúar. Félagið var fyrsta kvenfélagið sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni. Helsta baráttumál kvenfélagsins var stofnun háskóla á Íslandi. 1895 Í janúar hófst útgáfa kvennablaðsins Framsóknar (1895–1901) á Seyðisfirði. Útgef- endur og ritstýrur voru Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaftadóttir. Í Reykjavík hófst útgáfa Kvennablaðsins (1895– 1919) í febrúar. Útgefandi og ritstýra var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. 1900 Sett lög um fjármál hjóna. Með þeim fékk gift kona yfirráð yfir eigin tekjum og eignum. 1904 Ný reglugerð fyrir Mennta- skólann í Reykjavík (Lærða skól- ann) heimilaði stúlkum aðgang að skólanum og nutu þær þar með sömu réttinda og piltar til náms við skólann. 1907 Kvenréttindafélag Íslands var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og fleiri baráttukonum 27. janúar. 1910 Ásta Kristín Árnadóttir lauk iðnmeistaraprófi í Kaupmannahöfn, fyrst Íslendinga. Ásta var jafnframt fyrsta íslenska konan sem lauk iðnnámi. 1910 Laufey Valdimarsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík með fyrstu einkunn, fyrst kvenna. 1911 Lög um menntun kvenna og rétt til embætta samþykkt á Alþingi. Konur fengu fullan rétt til menntunar og embætta með þessum lögum. 1912 Kristólína Guðmundsdóttir Kragh opnaði fyrstu hárgreiðslu- og snyrtistofuna hér á landi og rak hana til ársins 1946. Kristólína var fyrst kvenna til að læra hárgreiðslu, hárkollugerð og hand- og fótsnyrtingu. 1914 Knattspyrnufélagið Hvöt var stofnað á Ísafirði. Félagar voru flestar unglingsstúlkur í bænum og æfðu þær og léku knattspyrnu í tvö til þrjú ár. 1915 Ný stjórnarskrá fyrir Ísland staðfest af konungi 19. júní. Þar með fengu konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Aldurstakmarkið skyldi lækka um eitt ár næstu fimmtán árin þar til 25 ára aldri væri náð, en það var aldurstakmark kosningabærra karlmanna. Þetta ákvæði var fellt úr gildi árið 1920. Eftir það hafa konur og karlar notið sama réttar við kosningar til Alþingis. 1917 Útgáfa hófst á ársriti Sambands norðlenskra kvenna, Hlín, sem var ritstýrt af Halldóru Bjarnadóttur frá upphafi til 1961 (og 1967). 1917 Kristín Ólafsdóttir lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún var jafnframt fyrsta konan til að ljúka prófi frá Há- skóla Íslands. 1922 Ingibjörg H. Bjarnason hlaut kosningu til Alþingis, fyrst kvenna, af sérstökum kvennalista í landskosningu. 1925 Þetta ár kom út sjálfsævi- saga Ólafíu Jóhannsdóttur og var það í fyrsta sinn sem sjálfsævisaga konu var gefin út hér á landi. 1926 Björg Caritas Þorláks- son varði doktorsritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París. Björg var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi og jafnframt fyrst Norðurlandabúa til að ljúka slíku prófi frá Sorbonne-háskóla. Hún lauk doktorsnámi í lífeðlisfræði. 1928 Mæðra- styrks- nefnd stofnuð. 1850 Dætrum veittur sami erfða- réttur og sonum. (Áður erfðu dætur einn þriðja hluta en synir tvo þriðju). 1907 Sumarið 1907 fóru hafnfirskar verkakonur, sem unnu við fiskbreiðslu, í verkfall. Verkfallið stóð stutt yfir, dagstund eða svo, og uppskáru konurnar launahækkun. Þetta er, eftir því sem best er vitað, í fyrsta skipti sem konur fóru í verkfall hér á landi. 1908 Kvenréttindafélag Íslands og önnur kvenfélög í Reykjavík stóðu saman að kvennalista til framboðs við bæjarstjórnarkosningarnar. Víð- tæk samstaða náðist um framboð kvenna og náðu allar fjórar konurnar á listanum kjöri í bæjarstjórn. Þetta voru Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon og Þórunn Jónassen. 1935 Sett lög um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Fóstureyðingar voru heimilaðar í sérstökum tilfell- um og máttu læknar veita konum upplýsingar um þungunarvarnir. Læknar einir höfðu heimild til að hafa slíkar upplýsingar undir höndum. 1939 Konur kepptu í fyrsta sinn um Íslandsmeistaratitil í skíðaí- þróttum. Aðeins var keppt í svigi og varð Martha Árnadóttir Íslands- meistari. 1941 María Markan óperusöngkona var ráðin til Metrópolitan-óperunnar. 1945 Geirþrúður H. Bernhöft lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún lét ekki vígjast til prests.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.