Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11 1996 Rann- veig Rist ráðin forstjóri Íslenska álfélagsins hf. árið 1996 og tók hún við starfinu árið 1997. Það mun vera í fyrsta skipti sem kona gegnir starfi forstjóra hjá iðnfyrirtæki af þessari stærðargráðu á Íslandi. Helgarblað 19.–22. júní 2015 Tímalínan styðst við tímalínu Kvennasögusafns Íslands, með góðfúslegu leyfi frá safninu. Kvennalínan frá erfðarétti til brjóstabyltingar 1945 Jórunn Viðar lauk prófi í tónsmíðum, fyrst kvenna, frá The Juilli- ard School of Music í New York. 1946 Valgerður G. Þorsteins- dóttir tók sólópróf í flugi, fyrst kvenna. 1952 Ragnheiður Guðmunds- dóttir læknir var ráðin kennari við Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún kenndi lífeðlisfræði við tannlækna- deild til ársins 1961. 1957 Hulda Jakobs- dóttir varð bæjarstjóri í Kópavogi og gegndi því embætti til 1962. Hún var fyrst kvenna til að gegna bæjarstjóraembætti á Íslandi. 1958 Sett jafnlaunalög. Sérstakir kvennataxtar skyldu hverfa úr samningum verkalýðsfélaga næstu sex árin. 1960 Selma Jónsdóttir list- fræðingur varði doktorsritgerð við Háskóla Íslands, fyrst kvenna. 1961 Ragnhildur Helgadóttir gegnir fyrst kvenna em- bætti forseta neðri deildar Alþingis. 1969 Margrét G. Guðnadóttir skipuð prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands. Margrét varð þar með fyrst kvenna til að gegna embætti prófessors við háskólann. 1964 Sigríður Sig- urðardóttir handbolta- kona valinn íþróttamaður ársins. 1972 Auður Þorbergsdóttir skipuð borgardómari í Reykjavík, fyrst kvenna. 1973 Dóra Hlín Ingólfsdóttir og Katrín Þorkelsdóttir voru fyrstu konurnar sem klæddust einkennis- búningi lögreglumanna og gegndu almennum lögreglustörfum. Kven- lögregludeild hafði verið stofnuð innan lögreglunnar árið 1953 en þar var að mestu unnið að sérverkefnum í unglinga- og kvennamálum. 1974 Auður Eir Vil- hjálmsdóttir vígð til prests, fyrst kvenna. 1975 Kvennaár Sameinuðu þjóð- anna. Ýmislegt var gert til að vekja athygli á árinu; haldnir voru fundir um málefni kvenna, gefnar út bækur og skrifað í blöð og tímarit. Mesta athygli vakti þó 24. október 1975, þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu og flykktust á baráttufundi víðs vegar um landið. Í Reykjavík komu konur saman á Lækjartorgi þar sem haldnar voru ræður og fluttir baráttusöngvar. Talið er að 25–30.000 manns hafi verið þar samankomin, aðallega konur. 1975 Sett ný lög um getnað- arvarnir og fóstureyðingar. Heimild til fóstureyðingar var rýmkuð verulega og aðgangur að getnað- arvörnum auðveldaður. Skólum var gert skylt að veita nemendum kynfræðslu. 1976 Sett lög um jafnrétti kvenna og karla. Lögin áttu að stuðla að jafn- rétti og jafnri stöðu karla og kvenna. 1978 Guðrún Ólafsdóttir lauk sveinsprófi í rafvirkjun, fyrst kvenna. 1980 Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta. Vigdís gegndi embætti til ársins 1996. 1981 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stofnað. 1982 Kvennaframboðið í Reykjavík fékk tvær konur kjörnar í borgarstjórn og sömuleiðis voru tvær konur kjörnar af lista kvennafram- boðs í bæjarstjórn á Akureyri. 1982 Samtök um kvennaathvarf stofnuð; kvennaathvarf var opnað í Reykjavík. 1983 Kvennalistinn var stofnaður og bauð fram í þremur kjördæmum við alþingiskosningarnar. Þrjár konur voru kjörnar á þing fyrir Kvennalist- ann, Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir. 1983 Ragnhildur Helgadóttir er fyrsta konan sem gegnir embætti menntamálaráðherra. 1983 Salome Þorkelsdóttir gegnir embætti forseta efri deildar Alþingis fyrst kvenna. 1985 Ragnhildur Helgadóttir gegnir fyrst kvenna embætti heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra. 1986 Anna Sigurðardóttir, stofnandi og þáverandi forstöðumað- ur Kvennasögusafns Íslands, hlaut heiðursdoktorsnafnbót við heimspekideild Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Við sama tækifæri var Margrét Þórhildur Danadrottning gerð að heiðursdoktor við háskólann. 1987 Jóhanna Sig- urðardóttir er fyrst kvenna til að gegna embætti fé- lagsmálaráð- herra, en það gerði hún frá 1987–1994 og síðar frá 2007–2009. 1988 Berglind Ásgeirsdóttir varð fyrst kvenna til að gegna emb- ætti ráðuneytisstjóra er hún tók við því starfi í félagsmálaráðuneytinu. 1991 Sigríður Á. Snævarr tók við embætti sendiherra Íslands, fyrst kvenna, í Stokk- hólmi. 1991 Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona valin íþróttamaður ársins. 1992 Fríða Á. Sigurðardóttir hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir bókina Meðan nóttin líður. 1993 Kvennakirkjan stofnuð. 1994 Björk Guðmundsdóttir fær Brit-verðlaunin sem besti nýliðinn og besta alþjóðlega tónlistarkonan. 1995 Kristín Rós Hákonardóttir valin íþrótta- maður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra í fyrsta sinn. Hún var íþrótta- maður ársins í tólf ár, til ársins 2006. 1995 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu keppti á Evrópumeist- aramóti í fyrsta sinn. 1996 Nám í kvennafræðum (kynjafræði frá 1998) hófst við Háskóla Íslands. 1997 Helga Kress skipuð forseti heimspekideildar við Háskóla Íslands, fyrst kvenna til að gegna embætti deildarforseta við háskólann. 1998 Guðfinna Bjarnadóttir ráðin rektor Háskólans í Reykjavík, fyrst kvenna til að bera titil rektors. 1999 Siv Friðleifsdóttir gegnir embætti umhverfis- ráðherra fyrst kvenna. 2000 Vala Flosadóttir tryggði sér bronsverðlaun í stangarstökki með 4,50 m stökki. 2000 Björk Guðmundsdóttir hlaut verðlaun á Cannes-kvik- myndahátíðinni sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Dancer in the Dark. 2000 Vala Flosadóttir valin íþróttamaður ársins. 2003 Femínistafélag Íslands stofnað. 2005 Kristín Ingólfsdóttir skipuð rektor Háskóla Íslands, fyrst kvenna við HÍ. 2007 Margrét Lára Viðars- dóttir fótboltakona valin íþrótta- maður ársins. 2009 Jóhanna Sigurðar- dóttir varð forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna. Ríkisstjórn skipuð jafnt konum og körlum. 2010 Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum fer með sigur af hólmi á Evrópumeistaramóti í Svíþjóð. Ári síðar varði liðið titilinn. 2011 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti í fyrsta sinn. 2011 Oddný G. Harðardóttir gegnir embætti fjármálaráðherra fyrst kvenna. 1970 Auður Auðuns lögfræðingur varð fyrst kvenna ráðherra í ríkisstjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkjumálaráðherra. 1970 Fyrsti opinberi leikurinn í knattspyrnu kvenna fór fram árið 1970 þegar lið frá Keflavík og Reykjavík mættust í forleik að karla- landsleik Íslands og Noregs. 1970 Rauðsokkahreyfingin stofn- uð 4. október. Rauðsokkur tóku þátt í 1. maí-göngu verkalýðsins þetta ár og vöktu mikla athygli. 1988 Guðrún Helgadóttir varð forseti sameinaðs þings, fyrst kvenna. 1990 Stígamót stofnuð. 1991 Salome Þorkelsdóttir gegnir em-bætti forseta Alþingis fyrst kvenna. 2012 Íslenska kvennalandsliðið í fimleikum valið lið ársins af samtök- um íþróttafréttamanna, fyrst liða. 2012 Sr. Agnes Sigurðardóttir kjörin biskup Íslands, fyrst íslenskra kvenna. 2013 Hanna Birna Kristjáns- dóttir er fyrsta konan sem gegndi embætti innanríkisráðherra. 2015 Bryndís Hlöðversdóttir er fyrsta konan til að gegna embætti ríkissáttasemjara. 1999 Valgerður Sverrisdóttir gegnir embætti iðnaðar- og við- skiptaráðherra fyrst íslenskra kvenna. 1991 Rannsóknastofa í kvenna- fræðum tók formlega til starfa við Háskóla Íslands. 2015 Hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. 2015 Íslenskar konur nota samfé- lagsmiðla til að sporna gegn misrétti og varpa ljósi á kynferðislegt ofbeldi. Myllumerkin #þöggun, #konurtala, #túrvæðingin #sexdagsleikinn eru allsráðandi á samfélagsmiðlum. #Freethenipple dagurinn, þar sem konur bera brjóst sín til að benda á að brjóst eru ekki kynfæri, vekur heimsathygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.