Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Qupperneq 17
Fréttir 17Helgarblað 19.–22. júní 2015 Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Láttu þér líða vel meccaspa.is Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 Tökum vel á móti hópum af öllum stærðum, einnig utan hefðbundins opnunartíma. Dekur í boði. Hvað er „Borderline- persónuleikaröskun“? Borderline persónuleikaröskun er sjúk- dómsástand á einhvers konar jaðarsvæði í geðsjúkdómakerfinu. Megineinkenni þessarar röskunar eru: n Óstöðugleiki í mannlegum samskiptum. n Óljós sjálfsmynd. n Stjórnlitlar tilfinningar. n Hvatvísi. n Sjálfseyðileggjandi hegðun, ss. stjórnlaus eyðsla, óhóflegt kynlíf, ofneysla áfengis og lyfja, ofát. n Sjálfsvígstilraunir og hótanir um slíkt. n Tilfinningasveiflur miklar. n Erfitt með að stjórna reiðitilfinn- ingu, kenna öðrum um, finnast aðrir á móti sér. n Háður öðrum, leitar eftir nánd en á erfitt með að nýta sér hana. „Sjúklingar sveiflast mjög hratt á milli stórra geðbrigða, úr reiði í gleði, gleði í depurð, en þetta er ekki eins og hjá geðhvarfasjúklingum þar sem sveiflurn- ar eru lengri og meira viðvarandi. Hjá persónuleikaröskuðum einstaklingi eru sveiflurnar mjög snöggar og þær valda því að hugsunin verður á köflum ansi órökrétt. Reiðiköst og hvatvísi gera samskipti við aðra oft mjög erfið og langvarandi innri vanlíðan með miklu vonleysi geta gert einstaklinginn ófæran um að eiga eðlilegt líf,“ sagði geðlæknirinn Halldóra Ólafs- dóttir um persónuleikaröskunina í viðtali við Læknablaðið. Þá sagði hún einnig að Borderline- persónuleikaröskun hafi lengi vel verið notuð sem hálfgerð ruslakista fyrir sjúk- linga sem þóttu erfiðir og illgreinanlegir. „Undirliggjandi orsakir geta verið margvíslegar og flóknar þó einkennin séu greinileg. Þetta er því sumpart eins konar regnhlífarhugtak og gagnið af greiningunni er fyrst og fremst praktískt varðandi meðferð. Það hefur komið í ljós að sjúklingar í þessu ástandi sækja mjög í geðþjónustuna og þeim virðist fara fjölg- andi. Við erum því að sjá birtingarform persónuleikaröskunar í æ meira mæli. Þessir sjúklingar hafa reynst heilbrigðis- og velferðarkerfinu dýrir, þar sem margir þeirra lenda á örorku, þeir eru oft mjög veikir og okkur hefur gengið illa að lækna þá.“ ir, sem sagt mánudaginn 6. apr- íl. Hann var þá staddur í World Class í Laugum. Við fórum þang- að saman og báðum hann að hitta okkur fyrir utan anddyrið,“ segir Hlín sem viðurkennir að hafa ver- ið mjög reið á þessum tímapunkti. „Við öskruðum á hann þarna til skiptis og hann sagði að ég hefði bara misskilið þetta allt saman. Það kom eiginlega engin niður- staða úr þessu samtali önnur en sú að ég lét hann vita að ég ætlaði að kæra hann,“ segir Hlín sem eft- ir þetta ráðfærði sig við bestu vin- konu sína, vinkonu sem stutt hef- ur við bakið á henni frá því þessi reyfarakennda atburðarás fór af stað. „Eftir að hafa rætt við bestu vinkonu mína ákvað ég að fara á bráðamóttökuna,“ segir Hlín, sem fékk í kjölfarið að ræða við lög- fræðing sem henni var útvegaður á vegum teymis Landspítalans. „Lögfræðingurinn segir við mig að það sé nánast útilokað að fá ein- hvern dæmdan fyrir kynferðisbrot þegar engin lífsýni séu til staðar og ég hélt á þessum tímapunkti að ég þyrfti bara að sætta mig við þetta. Ég var samt ekki á því og við ræddum þetta saman, ég og Malín, og ég ætlaði að kæra. Fyrrverandi samstarfsfélagi minn, maðurinn sem nauðgaði mér, var þá búinn að reyna að hringja í Malín alveg á fullu, oft á dag og hvern einasta dag alveg frá því að við hittum hann í Laugum. Hann bauðst til þess að ljúka þessu með greiðslu miskabóta og á þeim tíma fannst mér það bara ákveðinn endir á þessu máli sem var að valda mér miklum kvíða og ýtti undir geð- raskanirnar og þetta myrkur sem á það til að færast yfir.“ Fannst milljón of mikið Hlín segist ekki muna nákvæmlega hvað þeim systrum fór á milli þegar þær komu sér saman um upphæð miskabótanna, enda segist hún hafa verið í miklu ójafnvægi á þessum tíma. Hún segist þó muna eftir því að þeim fannst milljón of mikið. „Malín spáði í hvernig við ætl- uðum að skipta þessu. Hún ætlaði að láta mig fá meirihlutann en ég ákvað að láta hana fá helminginn enda hafði hún staðið í þessu fyr- ir mig. Ég var afskaplega þakklát henni fyrir að hafa staðið við bak- ið á mér frá degi eitt og ég hélt að við Malín værum nánar og að við stæðum saman, en annað kom svo sannarlega á daginn.“ Í fyrstu fréttum af meintu nauðg uninni og hinni hlið máls- ins, hinni meintu fjárkúgun, var sagt frá því að Malín hefði gefið umræddum samstarfsfélaga Hlín- ar kvittun fyrir móttöku 750 þús- und króna, sem að þeirra sögn var greiðsla miskabóta. Á Malín að hafa skrifað kvittunina á bréfsefni Morgunblaðsins þar sem hún var stödd á flokksþingi Framsóknar- flokksins laugardaginn 11. apríl. Samkvæmt heimildum DV er til upptaka af símtali á milli Malín- ar og þess sem Hlín kærði fyrir nauðg un þennan laugardag og var hún lögð fram sem sönnunargagn gegn þeim systrum í fjárkúgunar- málinu, en sú kæra var lögð fram þann 3. júní. Samkvæmt sömu heimildum DV lagði maðurinn fram kæruna í kjölfar þess að frétt- ir fóru að berast af fjárkúgunar- málinu á hendur forsætisráðherra Íslands. En aftur að flokksþingi fram- sóknarmanna. Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu átti afhending hinna meintu miskabóta sér stað sama dag og flokksþingið fór fram. Þetta segir Hlín að sé rangt. Mað- urinn hafi komið með peningana í umslagi, merktu Malín, og skil- ið það eftir í móttöku Morgun- blaðsins þar sem, eins og áður hef- ur komið fram, Malín starfar. Erfitt að vera kölluð lygari Hlín þvertekur fyrir að þessi mál tengist á nokkurn hátt og segir að maðurinn sé að reyna að nýta sér fjárkúgunarmálið til þess að gera lítið úr „gríðarlega alvarlegum hlut sem hafði mikil áhrif á mig“ eins og Hlín sagði orðrétt. „Hann vildi greiða bætur og gleyma þessu máli. Ég vildi bara loka þessu máli svo ég gæti haldið áfram með líf mitt. Mér fannst á þeim tíma að þetta hefði verið góð lokun því lögfræðingur Neyðar- móttökunnar hafði sagt að þessi mál væru erfið í dómskerfinu. Það er sárt og erfitt að þurfa að ganga í gegnum jafn ömurlegan hlut eins og nauðgun er en það er al- veg skelfilegt og í raun næstum óyfirstíganlegt að vera kölluð lyg- ari þegar ég er að segja frá atburði sem henti mig,“ segir Hlín sem trú- ir því að sannleikurinn muni koma í ljós, í báðum málum. Fyrst þú nefnir það. Um hvað snerist þessi fjárkúgun? Hvað stóð í þessu bréfi sem þú sendir og ertu með einhver gögn sem sanna þetta allt saman? „Ég ætla ekki að fara neitt út í innihald bréfsins sem við sendum. Ég mun ekkert gera það fyrr en rannsókn málsins lýkur. Ég get þó sagt það að fjölmiðlar, eins og til dæmis Vísir, bókstaflega fabúler- uðu um innihaldið í fyrstu frétt- um af málinu og fréttaflutningur um að það tengdist yfirtöku á DV er uppspuni fréttamanna.“ En þær fréttir sem síðar voru sagðar af innihaldi hótunarbréfs- ins – eru þær réttar? „Ég hef, í samráði við lög- fræðinginn minn, ákveðið að tjá mig ekkert um innihald bréfsins og ég ætla bara að ítreka það að ég mun ekkert fara út í það, hvorki núna í þessum miðli eða á öðrum tíma annars staðar, fyrr en rann- sókn málsins lýkur.“ „Hvernig líf á ég fram undan?“ Hvað tekur við hjá Hlín þegar öll- um þessum málum er lokið, þegar niðurstaða liggur fyrir hjá lögreglu og mögulega saksóknara, þegar mögu- legur dómur liggur fyrir? Blaðamað- ur verður að spyrja Hlín hvort það sé erfitt fyrir hana að sjá fyrir sér eðli- legt líf á Íslandi og hvort hún ætli yf- irhöfuð að búa hérna á landinu. „Þetta er erfiðasta spurning í heimi. Hvernig líf á ég fram und- an? Ég vona að sjálfsögðu að þetta opni meira á umræðuna um geð- sjúkdóma. Þetta sést ekkert utan á fólki. Hefðir þú giskað á að það væri ég sem sérsveitin handtók í Hafnar- firði fyrir að reyna að kúga forsætis- ráðherra? Það er nefnilega málið. Þetta er ekki afsökun og ég er ekki að nota þetta sem afsökun en þetta útskýr- ir margt. Ég vildi að ég gæti tek- ið til baka það sem ég gerði, ekki mín vegna, heldur þeirra sem ég hef meitt og sært með þessu, en ég get það ekki og verð að taka því sem kemur.“ Hvað Ísland varðar og mögulega framtíð hennar hér á landi vill Hlín sem minnst tjá sig um það. „Ég ætla bara að byrja á því að ljúka þessum málum sem ég stend í og síðan ætla ég að skipuleggja framtíðina. Það er erfitt fyrir mig að segja hvort ég ætli að flytja utan eða ekki. Ég skoða þetta í rólegheitun- um þegar öllu þessu er lokið.“ n Veikindi Hlín segist hafa verið „langt niðri“ á þeim tíma sem hún gerði tilraun til fjárkúg- unar. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.