Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Síða 18
Helgarblað 19.–22. júní 201518 Fréttir Erlent Ý msar ástæður eru fyrir því að ferðamenn heimsækja framandi borgir – veitinga­ staðir í hæstu gæða­ flokkum, iðandi næturlíf, skemmtileg hverfi og stórbrot­ ið útsýni. Þessar sömu ástæður geta leitt til þess að fólk setjist að í borgunum. Sumir kjósa að framlengja dvöl sína tímabundið en aðrir falla fyr­ ir því sem átti að vera áfangastað­ ur og setjast þar að til langframa. Sú er oftar en ekki raunin því sam­ kvæmt yfirliti Mastercard frá 2014 yfir vinsælustu borgir heims er æði algengt að ferðamenn verði svo heillaðir að þeir setjist þar að. En að búa í einni af vinsælustu borgum heims er ekki alltaf auð­ velt. „Þar sem ég kem frá litlum bæ í Kanada fannst mér mann­ mergðin á fjölförnustu stöðum Parísarborgar yfirþyrmandi,“ segir Erica Belavy, sem flutti frá Alberta í Kanada, fyrir sjö árum. „Þegar ég flutti fyrst til borgarinnar gerði ég þau mistök að leigja íbúð rétt við hliðina á Sigur boganum. Sama hvað klukkan sló eða hvaða mánuður var, var alltaf jafn mikið vesen að komast að neðanjarðar­ lestinni, og það einfaldlega vegna þess að fjöldi fólks var svo mikill.“ Þó tekur það íbúa skamman tíma að venjast öngþveiti stór­ borganna og finna friðsæla staði. BBC talaði við íbúa borganna og heimamenn til að komast að því hvernig það er að búa í heims­ ins vinsælustu borgum og hvern­ ig skuli komast hjá því að vera í endalausri mannmergðinni. London London er mest heimsótta borg heimsins árið 2014. En fjöldi ferðamanna sem heimsóttu London árið 2014 voru 18,7 millj­ ónir manna. Hin breska Sophie Loveday hefur alltaf búið í London og segist varla hafa tekið eftir fjölgun ferðamanna. „ Maður venst því bara hvað er mikið af fólki í kringum mann. Það er það sem gerir borgina svo skemmti­ lega!“ segir hún. Hún segist þó alltaf forðast til­ tekna staði, eins og West End's Leicester Square. Torgið hafi misst sjarmann jafnvel þótt þar séu ekki alltaf túristar. Hins vegar segist hún alltaf heimsækja Covent Gar­ den, þökk sé skrautlegum búðum og hippalegu andrúmslofti. Þá sé East London Brick Lane staður sem allir verði að heimsækja þrátt fyrir fjölda fólksins þar. Indverska karríið sem hægt er að fá í hverf­ inu sé meðal þess besta sem hægt er að fá í Bretlandi og veitinga­ staðirnir og matarbásar geri að verkum að auðvelt er að finna sér góða máltíð á stuttum tíma. Til að flýja borgina segir Loveday gott að ferðast til út­ hverfa Richmond, suðvestur af London, þar sem hirtir leika laus­ um hala og hægt er að sigla á báti á ánni Thames. Bangkok Þrátt fyrir pólitísk mótmæli í Taílandi og endalok ríkisstjórn­ ar Taílands árið 2013 er Bangkok í öðru sæti á yfirliti Mastercard yfir mest heimsóttu borgir heims 2014. Um 16,4 milljónir ferða­ manna heimsóttu borgina í fyrra. Íbúar borgarinnar segja ferða­ mannastrauminn árstímabund­ inn. Leiðsögumaðurinn Ketsara Chocksmai, íbúi í Bangkok, segir borgina sérstaklega skemmtilega frá júní til september. Þrátt fyrir orðspor sitt um ið­ andi næturlíf hefur Bangkok einnig upp á friðsæla staði að bjóða. Íbúar sækja oft í búdda­ klaustur borgarinnar til að íhuga, svo sem klaustrið Wat Phra Kaew í gamla bænum. Garðarnir Lump­ ini og Benjakitti geta einnig verið góðir áfangastaðir vilji maður flýja borgina. París Franska höfuðborgin er talin hafa laðað til sín 15,6 milljónir ferða­ manna árið 2014 en margir vilja berja Eiffel­turninn, Notre Dame og Louvre­safnið augum. Staðirn­ ir eru þó einmitt þeir sem heima­ menn forðast. „Það gæti enginn fengið mig til þess að fara til Champs­Élysées um miðjan ágúst þótt hann byði mér fúlgur fjár,“ segir Christina Tubb, sem starfar fyrir franskt tæknifyrirtæki í París og flutti frá Bandaríkjunum 2009. Hins vegar segir hún að ef hún vilji skoða helstu túristastaði borg­ arinnar þekki hún leyndarmál borgarbúa: að fá aðgangspassa vinar til að hoppa í röðina fyr­ ir utan safnið Musee d‘Orsay eða þekkja leynileiðina inn í Louvre­ safnið. Hún segir latneska hverfið í Parísarborg einnig hafa veitinga­ staði að geyma þar sem matur­ inn er ekki alltof dýr. „Sumar götur eru mjög „túristalegar“ en síðan getur maður farið handan við horn og þar blasir við manni hverfiskaffihús eða veitingastaður sem íbúarnir einir þekkja.“ Tubb segir öll hverfi Parísar­ borgar hafa upp á eitthvað sér­ stakt að bjóða og séu þau hvert öðru ólíkari. Singapúr Eyja, land og borg, Singapúr, lað­ ar til sín ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum. Það er einnig mið­ stöð fyrir þá sem halda ferðalagi sínu áfram á leið til annarra landa í Suðaustur­Asíu. Bæði íbúar borg­ arinnar og ferðamenn geta leitt til troðnings inni í borginni. „Jafn­ vel fólk sem býr í Singapúr stund­ ar veitingastaðina grimmt og sæk­ ir mikið í verslanir borgarinnar ,“ segir Jayant Bhandari, sem ólst upp á Indlandi en hefur búið í Singapúr í fjölda ára. Flugvöllurinn Changi gerir íbú­ um auðvelt að ferðast til meira en 200 áfangastaða utan Singapúr á örskömmum tíma. „Singapúr hef­ ur sannarlega besta flugvöll sem ég hef komið á og ég hef farið til meira en 60 landa,“ segir Bhandari. „Það er ódýrt og auðvelt að fljúga annað.“ Garðarnir í Singapúr eru einnig vinsælir meðal íbúa borgarinn­ ar en þangað sækja þeir sem verða þreyttir á örtröð og óróleika borgar­ innar. n GleðileGt sumar 12” til 24” barnareiðhjól, verð frá kr. 25.900,- Frábært úrval reiðhjóla og aukahluta • Mikið úrval af reiðhjólahjálmum Focus Whistler 4.0 29“ ál stell-Tektro Auriga Vökvabremsur- Shimano Deore Afturskiptir- 27 gíra. Kr.119.000 Focus raVeN rooKie DoNNa 1.0 26“ ál stell-Promax V-Bremsur-Shimano 21 gíra Focus raVeN rooKie 1.026“ ál stell-Promax V-Bremsur- Shimano 21 gíra Kr.69.900Kr.69.900 Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími:565 2292 n Ferðamenn heimsækja framandi borgir af ýmsum ástæðum og setjast jafnvel þar að Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is London Eye Vinsælt meðal ferðamanna. Miðbær Bangkok Höfuðborg Taílands er meðal vinsælustu borga heims. Notre Dame Kirkjan fræga í Parísarborg. Singapúr Í miðju borgarinnar. Lífið í vinsælustu borgum heims

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.