Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 21
Umræða 21Helgarblað 19.–22. júní 2015
Bara draumi
líkast
Það er ekkert
vinnurými eftir
Það er það eina sem
meikar sens
Karen Björk Eyþórsdóttir var ánægð með berbrjósta byltinguna. – DV Vigfús Ingvarsson hefur fyllt eldhúsið af tilgangslausum eldhúsáhöldum. – DVArnar Freyr í Úlfi Úlfi er feminískur rappari. – DV
SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til
að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm.
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
KOMDU ROTÞRÓNNI
Í LAG MEÐ
SEPT-O-AID
UMHVER
FISVÆN
VARA F
RÁ KEM
I
Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang
og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun;
sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.
Mest lesið
á DV.is
1 „Allir í þinginu gjörsam-lega misstu andlitið“
Katrín Jakobsdóttir viðurkennir að flestir
í kringum þau hafi orðið frekar hissa
þegar hún sagði frá því að þriðja barnið
væri á leiðinni. „Og allir í þinginu gjör-
samlega misstu andlitið,“ segir Katrín
hlæjandi, enda ekki fordæmi fyrir því að
ráðherrar væru þungaðir. „En það var
mjög gaman að vera fyrsti ráðherrann til
að verða ófrískur í embætti.“
Lesið: 31.755
2 Lenti í lífshættu með fjölskyldu sinni í flúða-
siglingu – tólf ára dóttir hætt
komin
„Ég er búinn að fljúga um allan heim,
stunda köfun og alls kyns jaðarsport, en
þetta er það næsta sem ég hef komist
að því að mæta almættinu,“ segir flug-
stjórinn Bjarni Berg Elfarsson, sem segir
að hann og fjölskylda hans hafi lent í
lífshættu þegar þau fóru í flúðasiglingu
með Arctic Rafting í Hvítá um síðustu
helgi.
Lesið 28.301
3 Blindfullur í eigin brúð-kaupi: Brúðurin grét
Myndskeið af misheppnuðum dansi
ofurölva brúðguma hefur ratað á
veraldarvefinn.
Lesið: 25.418
4 Fingralöngu ferða-mennirnir handteknir
á Ströndum í morgun: Sögð
tengjast innbroti í Staðar-
hólskirkju
Lögreglan á Vestfjörðum handtók
frönskumælandi svissneskt par á
mánudag á Ströndum. Parið braust inn í
Kaupfélagið í Norðurfirði á dögunum og
er nú talið að þau tengist fleiri innbrot-
um á svæðinu og í nærliggjandi sveitum.
Lesið: 24.188
5 Versta geitungavorið á Íslandi frá upphafi
„Ég hef aldrei upplifað eins aumt
geitungavor,“ segir Erling Ólafsson, skor-
dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands.
Lesið 22.041
Því miður
Á
sama tíma og við fögnum 100
ára afmæli kosningaréttar
kvenna koma fréttir af því að
tugir prósenta kvenna verði
fyrir kynferðislegri áreitni á
vinnustað, íslenskar konur leggja nið
ur þögnina og segja frá kynferðislegri
misnotkun og koma af stað brjósta
byltingu sem vekur heimsathygli.
Eftir að hafa unnið í þjónustustörf
um kemur tölfræði um kynferðislega
áreitni mér ekkert á óvart, því miður.
Ef ég skoða vinkonuhóp minn með
tilliti til þess hversu mörgum þeirra
hefur verið nauðgað og/eða þær mis
notaðar þá kemur tölfræðin að baki
því mér lítið á óvart, því miður.
Brjóstabyltingin snýst um að gera
eðlilegan hlut, eðlilegan aftur. Við
erum að tala um líffræði sem búið
er að snúa upp í eitthvað meira, eitt
hvað sem á að fela. Ef við hugsum um
það, þá byrjar það strax á kynþroska
skeiðinu að stúlkur eigi að fela brjóst
sín, ganga í brjóstahaldara og ekki of
flegnum fötum. En fyrir hvern? Jú, til
að verja einstaklinga af hinu kyninu,
varast að örva þá ekki með röngum
skilaboðum. Því fita og mjólkurkirtlar
eru stórhættuleg blanda. Við veljum
sjálf skilaboðin sem senda á börnum
og ungu fólki og við verðum að vera
tilbúin að taka afleiðingum þess.
Þegar lengra líður
Hvað er notað gegn konum sem eru
í góðum stöðum, hvað er sett út á til
að draga þær niður? Kyn, aldur, út
lit. „Þá vantaði bara andlit fyrir hóp
inn“, „það þurfti greinilega að yngja
upp innan fyrirtækisins“, „hún er bara
þarna vegna þess að þá vantaði að
laga kynjakvótann“, „hún hefur pott
þétt sofið hjá til að fá stöðuna“.
En um leið og reynt er að alhæfa þá
getur fólk ekki komið sér niður á sam
eiginlega skoðun um galla þess að
hafa kvenmann í krefjandi starfi. Það
getur komið upp að kona þurfi að taka
fæðingarorlof og sé of mikið frá vinnu,
það er ekki hægt að setja hana í stjórn
unarstarf því það tekur of mikinn tíma
frá börnunum og heimilinu, konur
bresta í grát undir álagi eða þegar þær
eru ávíttar, konur eru frekjur og kom
ast lengst á yfirgengni.
Hvað með að konan sé metnaðar
full, skipulögð, ákveðin og vel að starf
inu komin? Ég er þakklát þeim konum
sem hafa barist fyrir réttindum
kvenna í gegnum árin. Án þeirra væri
ég hvorki þingmaður né búfræði
menntuð. Án þeirra hefðum við ekki
tækifærin til að velja hvaða nám sem
er, hvaða búsetu sem er, hvaða starf
sem er.
En við erum enn þá í baráttu, því
konur eiga að geta sinnt þjónustu
störfum án þess að sæta áreiti, við
eigum að geta gengið áhyggjulaus
ar um götur og lagt frá okkur glasið á
skemmtistað.
Kona á að geta sinnt ábyrgðarfullu
starfi og átt fjölskyldu án þess að vera
litin hornauga fyrir þá hæfileika sína
að geta fundið jafnvægi milli vinnu og
frítíma.
Á 100 ára afmæli kosningarétt
ar kvenna skulum við snúa bökum
saman og halda baráttunni áfram. Þar
til bæði kyn eiga jafna möguleika. n
Jóhanna María
Sigmundsdóttir
Þingismaður Framsóknarflokksins
Kjallari
Um einkunnabólgu og umræðuskekkju
U
ndanfarna daga hefur
spunnist umræða um
einkunnabólgu í grunn
skólum, sem merkir að
einkunnir grunnskólanem
enda hafi hækkað óeðlilega undan
farin ár. Hafa m.a. verið sýnd myndrit
þessu til staðfestingar. Þeir sem leiða
þessa umræðu eru einkum fulltrú
ar skóla sem eiga í þeim lúxusvanda
að þangað sækja fleiri nemendur en
komast að, m.v. sæti, og er svo komið
að meðaleinkunn innritunarhópsins
er á við dúxaeinkunnir við útskrift.
Það er sitt lítið af hverju við um
ræðuna að athuga. Eitt er að það er
afar erfitt að fullyrða um einkunna
bólgu þegar engin samræming er
á prófum grunnskóla. Sá mæli
kvarði að fleiri nemendur með háar
einkunnir úr grunnskóla falli á próf
um í framhaldsskóla er einnig slæm
ur. Það er vegna þess að námsmat
framhaldsskóla er heldur ekki sam
ræmt og því ekki samanburðarhæft
milli ára. Fleira gæti komið til, s.s.
ósamræmi milli námskrár grunn
skóla og framhaldsskóla.
Í öllu falli eru einkunnir illa sam
anburðarhæfar milli ára þegar engir
samræmdir staðlar liggja til grund
vallar matinu. Með öðrum orðum,
þeir sem starfa á framhaldsskóla
stiginu verða að treysta á einkunn
ir grunnskólakennara, rétt eins og
atvinnulífið og háskólastigið þurfa
að treysta einkunnagjöf framhalds
skóla. Eða eins og það að allir þurfa
að treysta prófgráðuskilgreiningum
háskóla.
Það er fleira samt sem hér má
skoða. Það er sú staða sem skólar
komast í þegar ímynd þeirra verður
mjög sterk. Kostirnir eru vitaskuld að
velja má úr hópi umsækjenda ekki
aðeins rjóma nemenda (einkunna
lega séð). Slíkir skólar ættu því að
geta lyft þeim enn hærra og þurfa
varla á miklum og dýrum stoðkerf
um að halda. Að sama skapi þurfa
þá sömu stjórnendur að sitja undir
miklu ámæli vegna þess sama, eins
og raunar stjórnvöld. Reiðum for
eldrum og niðurbrotnum ungmenn
um, sem höfðu frelsi til að velja. Við
skulum íhuga orð Eddu Heiðrúnar
Bachmann frá Grímuhátíð 2015 þar
sem hún talaði um að frelsi og rétt
læti megi ekki aðskilja. Svo skulum
við íhuga ræðu Halldóru Geirharðs
dóttur um að öll börn ættu að sitja
við sama borð án tillits til ríkidæmis
eða menntunar foreldra.
Ef þetta er satt, og ég tel svo vera,
þá ættu allir framhaldsskólar að taka
þátt í að sinna öllum nemendum
þar sem þeir standa. Það ætti ekki
að vera kerfi fyrir annars vegar ör
lítinn hóp og hins vegar alla hina.
Það myndi auka fjölbreytni en ekki
minnka. Fábreytni íslenskra fram
haldsskóla er vandamál sem ræða
þarf, ekki síst fyrir ímynd vinsælustu
skólanna.
Í viðtali í DV nýverið sagði Sig
ríður Huld, aðstoðarskólameistari
VMA, að hennar skóli tæki við nem
endum eins og þeir kæmu og gerði
ekki upp á milli þeirra. Þeim væri
vonandi sinnt eftir aðstæðum hvers
og eins. Sama gildir um langflesta
framhaldsskóla á Íslandi. Gleymum
því ekki. n
„Ef þetta er satt, og
ég tel svo vera, þá
ættu allir framhaldsskól-
ar að taka þátt í að sinna
öllum nemendum þar
sem þeir standa.
Magnús Þorkelsson
skólameistari Flensborgarskóla
Kjallari