Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Side 22
22 Umræða Helgarblað 19.–22. júní 2015 Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Fóstbræður og garpar úr Gerplu K völdsagan í útvarpinu um þessar mundir er Gerpla eft- ir Halldór Laxness og það er höfundurinn sjálfur sem les, upptakan er frá því nítján hundruð fimmtíu og eitthvað. Ríkis- útvarpið á stórar þakkir skildar fyrir að eiga þennan lestur og miðla hon- um til okkar landsmanna, og ef allt væri eins og best er á kosið þá ætti auðvitað að vera til í fórum þessarar menningarstofnunar lestur skálds- ins á öllum sínum helstu verkum. Það er eiginlega eins mikil menn- ingarnauðsyn fyrr okkur sem þjóð eins og að eiga handrit að Njálu og Grettlu, því að Halldór var ekki bara ritsnillingur heldur líka stórkostleg- ur upplesari. Og á það reyndar við um fleiri okkar höfunda lífs og liðna. Gerpla er ekki mín uppáhaldsbók af ritum Laxness, mér finnst sum- ar enn betri, en það breytir því auð- vitað ekki að textinn er stórbrotinn og sumir kaflarnir göldrum líkastir. Hún fjallar um garpa, þaðan kem- ur titillinn, þá Þorgeir Hávarsson og Þormóð Kolbrúnarskáld sem þekkt- astir eru úr Fóstbræðrasögu, sem talin er rituð á ofanverðri þrettándu öld, þeim blómatíma íslenskra bók- mennta. Og það er dálítið merkilegt að oftast er rætt um Gerplu Laxness, og þannig er hún yfirleitt kynnt, að þar sé komin paródía eða skop- færsla á gamalli hetjusögu; í Gerlu séu garpar og hetjur dregin fram í spaugilegt ljós, á svipaðan hátt og í hinni frægu skáldsögu Cervantes „Don Kíkóti“ þar sem gert er stólpa- grín að riddarasögunum. En ég held reyndar að hér sé dálítill misskiln- ingur á ferðinni í bland, og um það langar mig að fara nokkrum orðum í þessum pistli. Hetjusögur og grín um hetjur Mjög oft eru helstu Íslendinga- sögurnar kynntar sem hetjusögur, og margir telja að það sem helst hafi gert persónur þessara frægu bóka að söguefni sé hetjuskapur þeirra, kjarkur, styrkur og bardagahæfileik- ar. „Þá riðu hetjur um héruð“ orti Jónas, og er í anda þjóðfrelsisbar- áttunnar sem litað hefur íslenska hugsun í að minnsta kosti tvær ald- ir, og þeirri hugsjón var þénugt að skoða hinar fornu sögur einmitt í því ljósi: að þær segi frá glæstri for- tíð Íslendinga, þegar menn voru menn. Sama má segja um skiln- ing sumra okkar fræðimanna, sér í lagi hinna eldri og sem kynntu fyr- ir fólki hinar fornu bækur; margir þeirra voru kannski fyrst og fremst handritafræðingar, og kannski ekki betur fallnir til að skilja inntak bók- menntaverka heldur en hver annar Pétur og Páll. Þannig segir í formála að útgáfu Hins íslenska fornrita- félags frá 1943 (Guðni Jónsson) á Fóstbræðrasögu: „sagan /.../ held- ur athygli og eftirvæntingu lesand- ans sívakandi, eigi sízt þeirra, sem dást að karlmennsku og hreysti- verkum.“ Og svo bætir hann við: „Því hefur margur stálpaður íslenzkur drengur talið Fóstbræðra sögu flest- um sögum fremur við sinn smekk og séð þar ímynd hinnar hugdjörfu og óbilandi karlmennsku, sem Þor- geir var, garpurinn sem ekki kunni að hræðast.“ Og um Þorgeir seg- ir einnig í formálanum að hann sé „persónugervingur vígamannsins, hins vopnumglaða manns, sem hef- ir yndi af að berjast og vega menn, og jafnframt er hann karlmennið sem kann ekki að hræðast, hvorki guð né menn.“ Háð um skopfærslu? Það sem er merkilegt við þann al- menna skilning eldri fræðimanna sem birtist í tilvitnuðum orðum er að nútímalesendum er mörg- um orðið ljóst að Fóstbræðrasaga er sjálf fyrst og fremst skopsaga um hetjuhugmyndir, og það gerir stöðu Gerplu Laxness athyglisverða: hún er með öðrum orðum háðsádeila á skop færslu: grín um grín. Í hinni frægu sögu Cervantes, Don Kíkóta, sem kom út fyrir fjórum öldum er, eins og áður er nefnt, spaugað með riddarahugsjónina, en um hana hafði verið skrifað í mörgum bókum með riddarasögunum svonefndu. Í riddarasögum er jafnan sagt frá hug- prúðri hetju og hraustri sem heldur af stað með glæst vopn og á góðum hestum til að berjast við óvini, tröll og forynjur. En um Don Kíkóta er það hreinlega sagt strax í byrjun að hann hafi orðið vitlaus á að lesa þannig bækur svo að skynjun hans er öll brengluð: hann er aldurhniginn og sjóndapur, heldur af stað að heiman á ósjálegri truntu og með rakaraskál á höfðinu. Hann ræðst á venjulegar sveitakrár sem hann telur vera kast- ala og berst við vindmyllur sem hon- um sýnist að séu tröll. Fóstbræðurnir og Don Kíkóti Mjög svipað er margt í Fóstbræðra- sögu. Í hetjusögum um víkinga í forn- um bókum er jafnan sagt að menn hafi farið á stórum hraðskreiðum langskipum, herjað suður í lönd og snúið heim með of fjár. En fóstbræð- urnir Þorgeir og Þormóður aftur á móti „fengu sér einn ferjustút“ er þeir leggjast í víking. En „ferjustút- ur“ er eins ómerkilegur og eins ólík- ur langskipi og hugsast getur. Og það voru á fleyinu „sjö menn aðrir með þeim“. Sem er auðvitað hlægilega fá- mennt föruneyti. Og ekki herjuðu þeir á hin auðugu Suðurlönd, heldur á fátæk ustu byggðir Íslands, á Horn- ströndum. Og um herfang eða ár- angur er ekki annað sagt en að þeir urðu „miðlungi vinsælir“. Og í þess- um anda eru flest þeirra afrek. Meira að segja það fyrsta sem Þorgeir vinn- ur sér til frægðar, er hann hefn- ir föður síns, er gert eins lítið hetju- legt og hugsast getur: hann felur sig í myrkri, vegur úr launsátri; þetta er náttvíg, sem alltaf var talið lítilmann- legt. Og um Þorgeir er sagt að hann „væri lítill kvennamaður. Sagði hann það vera svívirðing síns krafts að hokra að konum. Sjaldan hló hann. Óblíður var hann hversdagslega við alþýðu.“ Graðhvannarnjólinn frægi Svo má nefna hið fræga atriði úr Gerplu þegar Þorgeir Hávarsson fer að tína sér hvönn í sjálfu Horn- bjargi en skrikar fótur og hangir í mörg hundruð metra hæð yfir fjöru- grjótinu. Hetjan hangir á einum hvannarnjóla sem er smám saman að slitna upp, en samt vill hún ekki lítillækka sig við að biðja fóstbróður sinn um hjálp. Vel að merkja þá er þetta atriði líka í Fóstbræðrasögu. En margir hafa talið að hámark snilld- ar Halldórs Laxness í háði og skop- færslu um hetjuskapinn sé einmitt þarna. Eitt sinn var ég á ráðstefnu um verk HKL þar sem bókmenntaspek- ingur las einmitt þessa frásögn sem sinn uppáhaldsstað í verkum skálds- ins; sá vissi greinilega ekki, frekar en svo margir aðrir, um allt þetta grín í gömlu bókinni. Og þar er líka setningin fræga sem Þorgeir mæl- ir þar sem hann hangir í bjarginu og Þormóður sem uppi stendur spyr hvort hann sé ekki kominn með nóg af hvönn: „Ég ætla að ég hafi þá nógar, að þessi er uppi, er ég held um.“ Stendur í Fóstbræðrasögu. Að svona „hetjuskap“ hlógu menn jafnt á þrettándu öld sem nú. Og minna má á að það var Þor geir Há- varsson, hetjan sú mikla, sem drap ókunnan pilt sem hann átti ekkert sökótt við, eingöngu vegna þess, eins og Þorgeir sagði sjálfur, að „er hann stóð svo vel til höggsins.“ En það þótti lítilmannlegt til forna ekki síður en nú að drepa saklaust fólk bara vegna þess að það liggur vel við höggi. Bændur flugust á Eins og ég nefndi hér í upphafi þessa pistils þá hafa margir jafnan talið hinar fornu Íslendingasögur vera fyrst og fremst hetjusögur: sögur um menn sem skáru sig úr og voru eftir- minnilegir fyrir fræknleik, hugprýði og dirfsku. Þess vegna hefur mönn- um sömuleiðis oft verið ráðgáta hversu persónur sagnanna reynast í raun lítið hetjulegar þegar grannt er skoðað. Hvað örlög garpanna geta verið aum, kannski fyrst og fremst vegna þess hvað þeim sjálfum eru mislagðar hendur, ekki síst á ögur- stundu. Því hafa menn í margar aldir hlegið að ummælum Jóns Grunnvík- ings sem eftir að hafa legið alla æv- ina í Íslendingasögum lýsti innihaldi þeirra með orðunum: „Bændur flug- ust á.“ Hetjuskapur fyrr og nú Um lítinn hetjuskap fornkappanna mætti nefna mörg dæmi, eins og til dæmis hversu auðtrúa Skarp- héðinn Njálsson reynist, og hversu lítilmannlega honum og bræðr- um hans ferst gagnvart þeim góða dreng Höskuldi Hvítanesgoða. Víða í sinni sögu er skáldið og víkingur- inn Egill Skallagrímsson dreginn upp í drephlægilegu ljósi. Enginn er trúlega hraustari í öllum þessum bókum en sjálfur Grettir sterki Ás- mundarson. En samt er hans helsti óvinur, ef grannt er skoðað, kannski Don Kíkóti og þjónn hans, Sanko Pansa „Hann ræðst á venjulegar sveitakrár sem hann telur vera kastala og berst við vindmyllur sem honum sýnist að séu tröll.“ Halldór Laxness „Halldór var ekki bara ritsnillingur heldur líka stórkostlegur upplesari.“ Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.