Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 25
Helgarblað 19.–22. júní 2015 Fólk Viðtal 25 í þeim, markar líf þeirra og dregur um þeim kjark og þrótt. Auðvitað geta mörkin verið óljós. Hvort það er um daður að ræða eða eitthvað annað. Hvenær farið er yfir strikið. En þó það geti verið óljóst þá veit hver kona mörkin. Um leið og henni fellur daðrið ekki lengur þá liggja mörkin þar.“ Þá telur Þór- hildur að í mörgum tilfellum flokki konur ekki óþægileg atlot og óviður- kvæmilega hegðun sem ofbeldi eða áreiti vegna þess hve þessi hegðun karlmanna er viðtekin í menn- ingunni. „Það fylgir því að vera kona að karlmaður klípi þig í rassinn eða taki um brjóstin á þér,“ segir Þórhild- ur og grípur um brjóstin til að leggja áherslu á mál sitt og ítreka hver fá- ránlegt það sé að konur þurfi að sitja undir slíkri framkomu. „Auð- vitað eru ekki allir karlmenn svona, en þeir eru bara of margir. Og þetta eru ekki ljótir karlar úti í bæ. Þetta eru mennirnir í kringum okkur. Við þekkjum þessa menn.“ Ofbeldi meginstoð feðraveldisins Þórhildur segir ofbeldi gagnvart konum samofið menningunni og því geti verið erfitt að uppræta það. „Við skulum ekki gleyma því að of- beldi er meginstoð feðraveldis- ins. Það byggir á ofbeldi og hefur þannig viðhaldið valdi sínu og yfir- ráðum. Ofbeldi er í raun ein megin- uppistaða menningar okkar. Menn beita hver annan, konur, börn – og náttúruna – ofbeldi. Víðast hvar, hafa ungir karlmenn verið aldir upp í þeirri hugmyndafræði að það eigi að drepa og misþyrma. Ef það er innan skilgreinds ramma opinbers ofbeldis, til dæmis í stríði. Svo hefur komið í ljós undanfarna áratugi að með í pakkanum fylgir að þeir sýna vald sitt með því að nauðga konum.“ Þórhildur segir því að með þessu séu verið að senda tvöföld skila- boð út í samfélagið, enda sé ekki viðurkennt að drepa eða misþyrma í nútímasamfélögum. Þó að það sé viðurkennt í stríði. „Af hverju ættu ungir drengir ekki að ala með sér þá hugmynda- fræði að það sé í lagi að meiða, drepa og nauðga? Hún er dyggilega studd í ofbeldisiðnaði, til dæmis í kvikmyndum og klámi. Ætlumst við til þess að lítill drengur sem er að mótast flokki eina gerð af of- beldi frá öðru? Það hlýtur að vera eitthvað í menningunni sem kallar þetta fram og það er erfitt að breyta einhverju sem á sér djúpar menn- ingarlegar rætur. Skýringar á vald- beitingu karlmanna er ekki hægt að afsaka eða skýra með horm- ónum eða dvínandi hormónum. Auðvitað deilir mannskepnan því með öðrum dýrum að frumhvatir, eins og að viðhalda stofninum, eru sterkar. En siðmenningin greinir okkur frá dýrunum og setur okk- ur siðgæðis mörk. Að stíga yfir þau mörk, og hugmyndir um að það sé réttlætanlegt, fá börn einhvers staðar í uppeldi mjög snemma. Það liggur í menningunni.“ Sannfærðir um eigið ágæti Flest barnabarna Þórhildar eru drengir, prýðisdrengir, eins og hún segir sjálf, en bæði hún og mæð- ur þeirra hafa oft undrast hvað- an þeir fá hugmyndir. Hvers vegna eru strákar farnir að segja: „þetta er bara fyrir stelpur“ eða „stelpur geta þetta ekki“ þegar þeir standa varla út úr hnefa? Drengir eru varla farnir að tala þegar þeir eru farnir að vera með yfirlýsingar um eigið ágæti á kostnað annarra. Sannfær- ing um eigin yfirburði er eitthvað sem menningin elur á hjá drengj- um.“ Þórhildi telur þetta mikið áhyggjuefni og ef við meinum eitt- hvað með því að vilja uppræta of- beldi verði að taka á með markviss- um hætti og byrja snemma. „Svo erum við hissa á því að of- beldi skuli vera viðurkennd hegð- un karlmanna til að sýna vald sitt, því auðvitað snýst þetta um vald en ekki kynferðislegar langanir eða þarfir. Enda þarf enginn karlmaður í okkar heimshluta að kaupa sér kynlíf eða beita konu ofbeldi til að fá það. Kynlíf er, sem betur fer, orðið að viðurkenndum samskipt- um kynjanna, bæði utan hjóna- bands og innan. Lengi vel var talað um að svona væri þetta því karl- menn væru svo kynsveltir, en þau rök duga ekki lengur.“ Hræðilegt að ljúga Þær konur sem tekið hafa þátt í Beauty Tips-byltingunni hafa margar hverjar viljað nafngreina gerendur, en sú aðferð er umdeild. „Auðvitað er réttarríki mikilvæg stoð í lýðræðis- samfélagi, en þegar það bregst kon- um verða þær að leita annarra leiða. Það orkar tvímælis að nafngreina menn sem beita ofbeldi. Rökin eru sú að það er hræðilegt fyrir menn að vera nafngreindir og hafðir fyrir rangri sök. Og það er vissulega alveg hræðilegt. En það er jafn hræðilegt að konum sé sífellt sagt að þær séu að ljúga. Þá er nefnilega verið að hafa þær fyrir einhverri sök. Það er alveg jafn alvar- legt að ljúga því upp á konur að þær ljúgi, og að ljúga ofbeldi upp á menn. Það stundum talað um að konur beiti þessu tæki miskunnarlaust til að slá menn til jarðar. Fátt bendir til þess að sú sé raunin og þetta er fullyrðing sem ég hef ekki séð studda rökum eða tölum.“ Þórhildur segir að það sem er að gerast núna, með umræddri byltingu, séu viðbrögð við því að kerf- ið og samfélagið hafi ekki verið þess megnugt að taka á því vandamáli sem kynferðis ofbeldi er. „Nú er þetta allt að koma upp á yfirborðið, eins og hvert annað gos úr iðrum jarðar. Kvenkrafturinn streymir fram.“ Baráttunni hvergi lokið Þótt Þórhildur hrífist af samstöðu og krafti ungra kvenna í dag, viður- kennir hún að hafa lítið sett sig inn í brjóstabyltinguna sem fór af stað á undan Beauty Tips-byltingunni, undir myllumerkinu #freethen- ipple. „Ég þekki ekki hugmynda- fræðina sem liggur að baki. Viður- kenni að ég hef ekki kynnt mér hana mikið, svo ég get ekki sagt að ég hafi skoðun á þessari byltingu sem slíkri. En mér finnst samt alltaf rosa flott að sjá ungar sem eru saman að gera eitthvað, sameinast í kvenorkunni. Og þessar byltingar ungra kvenna í dag sýna okkur að baráttunni er hvergi lokið.“ Þoldi ekki Pollýönnu Þórhildur er nýorðin sjötug og hef- ur því upplifað tímana tvenna hvað varðar jafnrétti kynjanna. Hún var mjög ung að árum þegar hún átt- aði sig á því að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Til dæmis í barnabókunum sem hún las. Það hallaði tilfinnanlega á stúlkur. „Ég hafði alltaf í mér einhvers konar andófsgen,“ segir hún og hlær. „Ég geri mér samt ekki grein fyrir því hvað það var sem vakti þetta upp í mér. Bækur trufluðu mig gríðar- lega mikið. Og ekki bara þær bækur sem voru skilgreindar sem stelpu- bækur. Stelpurnar í bókunum fóru taugarnar á mér. Þær gátu verið svo leiðinlegar og Pollýanna var leiðin- legust. Hana þoldi ég ekki. Þessar stelpur voru alltaf hræddar og kvart- andi. En ég fagnaði að sjálfsögðu hverri stúlku sem var almennileg.“ Fyrst upp í huga Þórhildur kemur að sjálfsögðu hin eina sanna stúlku- hetja bókmenntanna, Lína lang- sokkur. En það voru ekki bara bækurnar sem Þórhildur lét fara í taugarnar á sér. „Það var svo margt sem var að pota í mig og trufla án þess að ég áttaði mig á því þegar ég var barn að tengdist jafnrétti kynjanna. Ég skynjaði það ekki endilega þannig. En þetta virkjaðist fljótt í mótþróa gagnvart kerfinu, sem ég hef reynd- ar aldrei komist yfir,“ segir Þór hildur sposk. Hafnað af kerfinu Hún viðurkennir að hafa átt erfitt með að finna mótþróa sínum far- veg innan ákveðinna hópa eða samtaka. „Þegar ég var unglingur og ung kona voru gríðarlega póli- tískir tímar. Kalda stríðið var í al- gleymingi og þetta var spurning um hvorum megin víglínunnar mað- ur ætlaði að vera. Það var ekkert hallærislegra en miðjumoð. Ann- aðhvort varstu í Heimdalli eða vel til vinstri. Ég reyndi meira að segja fyrir mér í sellu á sínum tíma, en mér gekk agalega illa að lesa fræðin, Karl Marx og þá kumpána. Ég þóttist auðvitað gera það og reyndi að bera mig borginmannlega í umræðunni. En mér gekk mjög illa að fóta mig. Ég hef reynt að ganga í flokka en geng úr þeim jafn óðum,“ segir hún hlæjandi. „Ég get bara ekki sætt mig við þessa hólfun. Að ég verði að hugsa svona eða _hinsegin af því að ég er í ákveðnum flokki.“ Þórhildur er þeirrar skoðunar að stjórnmála- flokkar séu ólýðræðisleg fyrirbæri og séu þess vegna að daga uppi. Hún telur fólk vilja þátttökulýðræði en ekki stjórnræði. En það er ekki bara Þórhildi sem er í nöp við kerfið heldur segir hún kerfinu líka í nöp við hana. „Ég hef gert mjög margt spennandi og skemmtilegt í lífinu, en ég hef ekki hlotið sérstakan frama, að minnsta kosti ekki í samræmi við feril minn. Það má því eiginlega segja að kerfið hafi hafnað mér. Ég hef aldrei feng- ið nein verðlaun eða viðurkenn- ingar, embætti eða störf, þrátt fyrir að hafa sótt um mörg. En af hverju ætti kerfið sosum að verðlauna mig – sem hefur alltaf verið í nöp við kerfið,“ segir Þórhildur örlítið sposk á svip. Eins og hún viti upp á sig sökina, ef sök skyldi kalla. „En þjóðin hefur ekki hafnað mér. Ég hef verið kjörin á þing og var kjör- in á stjórnlagaþing. Og mér er ekki í nöp við þjóðina,“ bætir hún við. Ákafi að bretta upp ermar En þrátt fyrir að hafa alltaf verið í mótþróa gagnvart kerfinu, sem ítrekað hefur hafnað henni, vill Þórhildur ekki meina að hún sé reið kona. „Reiði er svo neikvæð, það er ákafi í mér, en ekki reiði. Auðvitað get ég orðið reið. En það er ákafi að bretta upp ermar og það hef ég gert í leikhúsunum og pólitíkinni. Að láta til skarar skríða í stað þess að bíða eftir að hlutirnir gerist. Að vera gerandi, það er alls ekki reiði. Reiðin getur vissulega verið bak- afl, eins og utanborðsmótor, en hún má ekki yfirtaka. Gleðin verður að vera ríkjandi þegar maður er að skapa nýjan heim, hvort heldur á sviðinu eða í pólitíkinni,“ segir Þór- hildur, en það er einmitt það sem henni finnst skemmtilegast að gera – að skapa. „Það geri ég best í góðu skapi og sköpunin gerir mig glaða.“ Og sköpunargleðin var svo sannarlega ríkjandi hjá þeim hópi sem kom að stofnun bæði Kvennaframboðs í Reykjavík og svo Kvennalistans. „Við vorum tólf, eins og postularnir, en án Jesú. Það var enginn leiðtogi.“ Það var mjög með- vituð ákvörðun hjá stofnendum beggja stjórnmálaaflanna að vera án leiðtoga. Konurnar vildu gera hlutina öðruvísi en karlmennirnir höfðu gert í gegnum aldirnar. „Það er mjög athyglisvert að ef konur gera hlutina á eigin forsendum og reyna ekki að apa eftir karlmönn- um, þá starfa þær mjög vel í flötum strúktúr,“ segir hún og vísar mál- tækinu „Konur eru konum verstar“ til föðurhúsanna. „Þetta er smíðað af karlmönnum vegna þess að þeir óttast samstöðu kvenna.“ Stofnuð á sama tíma Á sama tíma og verið var að stofna Kvennaframboð í Reykjavík, sem bauð fram í sveitarstjórnarkosning- um árið 1982, var verið að stofna Kvennaframboð á Akureyri. Þórhild- ur segir það merkilegt fyrir þær sakir að hóparnir vissu ekki hvor af öðrum. „Stefnuskrárnar voru samt nánast eins og vinnubrögðin voru eins. Það segir sína sögu.“ Þórhildur segir um- ræðupólitík, líkt og kvennaframboð- in og Kvennalistinn viðhöfðu, vissu- lega geta verið tímafreka, en hún leiði til niðurstöðu sem allir geti ver- ið sáttir við. „Feðraveldisaðferðin er sú að skoðanir þess sem sýnir styrk sinn verða ávallt ofan á. Sem þýðir að skoðanir allra annarra verða und- ir, ólgandi og kraumandi.“ Lyftu grettistaki Það er óhætt að segja að stórkost- legar breytingar hafi orðið á högum kvenna á sjötíu ára ævi Þórhildar. Og sjálf átti hún þátt í að stuðla að þeim breytingum. „Ég held að Kvennalistinn og kvennaframboð- in hafi lyft grettistaki. Fólk er bara búið að gleyma því hvað þessi öfl komu með margt inn í pólitíska umræðu. Það hafði engum dottið í hug að ævistarf kvenna, það að sjá um heimilið, ætti að meta til launa úti í samfélaginu. Enda er það mik- il og margþætt reynsla að sjá um heimili. Kvennalistinn lagði ríka áherslu á umhverfismál sem voru varla komin til umræðu á þeim tíma, öll kvennamál, þar á meðal ofbeldismálin, mennta-, velferðar- og heilbrigðismál, breyttan hag- vaxtarútreikning, nýja orkugjafa og skipulag ferðamála, svo fátt eitt sé talið. Að ekki sé nú minnst á að gera hækkun lægstu launa að skil- yrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Kvennaathvarfið og Stígamót, þetta er allt saman runnið undan rótum þessara hreyfinga,“ segir Þórhildur áköf, eins og henni er von og vísa. Hún er enn uppfull af sama bar- áttuandanum og einkenndi hana á yngri árum. Þegar hún kom að því að skapa nýjan heim fyrir næstu kynslóðir á eftir. Þórhildur bendir jafnframt á að leikskólamál í Reykjavík hafi gjörbreyst þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri. En þær umbætur sem þá áttu sér stað í leikskólamálum breyttu lífi kvenna. „Það breytti miklu að hafa örugga og góða gæslu fyrir börnin. Konur voru að vísu farnar út á vinnumark- aðinn áður en það gerðist, en þá þurfti alls konar reddingar. Og það var talað um lyklabörn til að ala á samviskubiti kvenna. Þetta var mikil bylting.“ Leiðrétti launamun í leikhúsinu Þórhildur segir mjög fróðlegt að bera saman fyrri kvennafram- boðin, sem komu fram á fyrri hluta tuttugustu aldar, og seinni kvennaframboðin. Því bæði séu þau sprottin af þörf fyrir umbætur sem hafði hlaðist upp í samfé- laginu. „Þær voru með sömu mál- in á oddinum. Öll þessi mál sem varða líf kvenna. Konur hafa alltaf sjálfar þurft að taka til sinna ráða. Svo segir það sína sögu að það eru sífellt kvennastéttirnar sem eru að berjast fyrir betri kjörum en ná ekki árangri. Þegar ég stjórnaði Borgar- leikhúsinu í fjögur ár þá uppgötv- aði ég að það var gríðarlegur kynja- launamunur innan leikhússins og ég gekk í að leiðrétta hann. Það „Stelpurnar í bókunum fóru taugarnar á mér. Þær gátu verið svo leiðinlegar og Pollýanna var leiðin- legust. Erfitt Þórhildur hefur mátt sitja undir rógburði og segir slíkt lamandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.