Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Síða 28
28 Skrýtið Sakamál Helgarblað 19.–22. júní 2015 n Tvær ungar konur myrtar með stuttu millibili n Ein hvarf og er einnig talin hafa verið myrt F yrir hartnær tuttugu árum hurfu, með nokkurra mánaða millibili, þrjár ungar konur í WA-fylki í Ástralíu (Western Australia). Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa farið út að skemmta sér á Claremont-svæðinu, auðugu úthverfi Perth. Síðan þá hafa Claremont- raðmorðin, eins og málið hefur verið nefnt, legið eins og mara yfir Perth. Hvorki hefur gengið né rekið hjá lögreglunni að leysa morðin á Jane Rimmer og Ciöru Glennon og hvarfi Söruh Spiers og nærri tveimur ára- tugum síðar hafa engin svör fengist sem varpað gætu ljósi á hver ódæðis- maðurinn er. Mannshvarf og morð Ritarinn Sarah Spiers hvarf af yfir- borði jarðar eftir að hafa skemmt sér með vinum sínum á Bayview- klúbbnum í Claremont á þjóðhá- tíðardegi Ástrala, 26. janúar 1996. Sarah, sem var átján ára, hafði sagt skilið við vini sína og beið eftir laus- um leigubíl. Hvorki hefur sést tangur né tetur af henni síðan. Fimm mánuðum síðar hvarf 23 ára kona, Jane Rimmer, starfsmaður barnaverndar, á sama stað. Hún átti það sammerkt með Söruh að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Um mánuði síðar fannst lík hennar í gróðurlendi í suðurhluta Perth. Raðmorðingi leikur lausum hala Í mars 1997 skilaði Ciara Glennon, 27 ára lögfræðingur, sér ekki heim eftir gleðikvöld í Claremont og fannst lík hennar nokkrum vikum síðar í gróður lendi norður af Perth. Þegar þarna var komið sögu var lögreglan þess fullviss að raðmorðingi léki lausum hala. Rann- sóknarteymið, Macro, sem komið var á laggirnar ákvað að leita hóf- anna á meðal leigubílstjóra, enda höfðu konurnar þrjár horfið er þær biðu eftir leigubíl. Leigubílageirinn tekinn í gegn Þessi eini þráður sem teymið hafði varð til þess að gervöllum leigubíla- geira WA-fylkis var snúið á haus og til að bæta gráu ofan á svart varð al- menningur hræddur við að nýta sér þjónustu leigubíla. Einkum og sér í lagi óaði konum við að taka leigubíl einar síns liðs. Til að gera langa sögu stutta leiddi þessi þráður ekki til neins nema þess að leigubílstjórar á sakaskrá misstu starf sitt og leigubifreiðaþjónustur breyttu stöðlum sínum. Síðar kom í ljós að notkun leigubíla dróst saman sem nam 25–30 prósentum af því sem tíðkast hafði. Lögregluþjónn og opinber starfsmaður Þegar þetta havarí var yfirstaðið beindust sjónir rannsóknarteym- isins að öðrum mögulegum vís- bendingum. Snemma beindist grunur lögreglunnar að ungum lög- regluþjóni, en sá hafði skotið upp kollinum í einni tálbeituaðgerð lag- anna varða. Umræddur lögreglu- þjónn sá að lokum sinn kost vænstan að koma fram í sjónvarpi og lýsa op- inberlega yfir sakleysi sínu. Einnig fannst lögreglunni 42 ára opinber starfsmaður vel þess virði að skoða nánar. Fylgst var með hon- um allan sólarhringinn um skeið en heimtur lögreglunnar voru rýrar og maðurinn aldrei ákærður. Fyrrverandi bæjarstjóri Fyrrverandi bæjarstjóri Claremont vakti einnig áhuga lögreglunnar, en hann var þekktur fyrir að hampa einstaklingsfrelsi meira en góðu hófi gegndi. Hann sór af sér alla aðild að þessu glæpum og slíkt hið sama gerði leigubílstjóri sem hafði ekið Söruh og tveimur öðrum á hótel kvöldið áður en Sarah hvarf. Bradley nokkur Murdoch bland- aðist í rannsóknina en hann hafði verið sakfelldur fyrir morð á bresk- um ferðamanni sem snertir þessa frásögn annars ekki hið minnsta. Að lokum má nefna tugthúslim að nafni Mark Dixie sem fékk dóm fyr- ir að myrða breska fyrirsætu. Hvort tveggja, Bradley og Mark, var síðar kastað fyrir róða hvað rannsóknina varðaði. Enn til rannsóknar Lögreglan hefur ekki enn gefið upp á bátinn að gátan leysist og fyrir nokkrum mánuðum bárust þau tíð- indi að hún teldi ekki fráleitt að kon- urnar væru fórnarlömb skyndiárás- ar og þær hefðu verið neyddar inn í einhvern bíl – og leigubíll kæmi þar hvergi við sögu. Þrátt fyrir mikla viðleitni af hálfu lögreglunnar hefur fátt nýtt kom- ið í ljós síðan Sarah hvarf og Ci- ara og Jane voru myrtar og verður tíminn að leiða ljós hvort þar verði breyting á. n „Einkum og sér í lagi óaði konum við að taka leigu- bíl einar síns liðs. Óleyst gáta í ástralíu Sarah Spiers Hvarf af yfir- borði jarðar. Ciara Glennon Var myrt eftir gleðskap með vinum sínum. Jane Rimmer Sást síðast bíð- andi eftir leigubíl. Buxur vesti Brók og skór Einstakur markaður í hjarta borgarinnar kolaportid.isOpið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.