Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 30
Helgarblað 19.–22. júní 201530 Sport Greiðum atkvæði um kjarasamningana ábyrga afstöðuSýnum FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní 22. júní er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana V Ragnar í betra lið? Einn af mínum uppáhaldsleik- mönnum í íslenska landsliðinu er miðvörðurinn Ragnar Sigurðs- son sem leikur með FC Krasnodar í Rússlandi. Gott lið sem náði 3. sætinu í rússnesku deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Í hvert skipti sem ég horfi á Ragnar spila velti ég fyrir mér hver vegna hann er ekki að spila í Englandi eða Þýska- landi. Í hvaða heimi eru F ederico Fazio (Tottenham), Fedrico Fernandez (Swansea), Stones ( Everton) Kolo Toure (Liverpool), Yoshida (Southampton), Okore (Aston Villa), Nastasic (Schalke), Papadoupulous (Leverkusen) – og svona gæti ég lengi haldið áfram – betri leikmenn en Ragnar? En líklega fer vel um Ragnar í Rúss- landi. Hann er á fallegu svæði rétt við Svarta hafið þar sem sólin skín nánast allt árið. Svo eru launin í Rússlandi mjög góð. En ég veit að mér sem Manchester United-að- dáanda myndi líða miklu betur að sjá Ragnar í hjarta varnarinnar en nokkurn tímann Tyler Blacket eða Paddy McNair. En ef Ísland fer á EM þá minnka fordómar fyrir okkur eyjaskeggjum og topparnir verðar óhræddir við að sækja Ís- lendinga í bestu liðin. Endalok Þorsteins Más hjá KR Gary Martin er meiddur en samt er ekkert pláss fyrir Þorstein Má Ragnarsson í liði KR-inga. Þorsteinn getur túlkað þetta sem endalok sín hjá KR. Verður spennandi að sjá hvert hann fer í glugganum. Breiðablik, Valur og fleiri lið hafa eflaust áhuga. Græna byltinGin n Svona breytti Arnar Grétarsson Breiðabliki n Agaður og skipulagður B reiðablik ásamt Fjölni er það lið í deildinni sem komið hefur mest á óvart í Pepsi-deildinni. Kópavogs- liðið er eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað fótboltaleik í sumar, í raun hafa þeir aðeins tap- að einum leik frá síðustu verslunar- mannahelgi. Það tap reyndist dýrt gegn slöku liði Þórs en í lokin voru þeir aðeins einum sigri frá Evrópu- sæti. En hvað hefur breyst hjá liðinu sem endaði í 7. sæti á síðustu leik- tíð? Arnþór Ari Atlason og Kristinn Jónsson eru þeir einu af nýju leik- mönnunum sem hafa gert eitthvað til að hjálpa liðinu á leiktíðinni – annars voru allir þessir byrjunar- menn þarna á síðustu leiktíð. Losuðu sig við meðalmennskuna Í raun missti Breiðablik sína tvo bestu leikmenn frá síðustu leik- tíð, þá Finn Orra Margeirsson fyrir- liða til Lilleström (via FH) og Árna Vilhjálmsson, markahæsta leik- mann liðsins, sömuleiðis til Rúnars Kristinssonar í Lilleström. En Arnar Grétarsson þjálfari var óhræddur við að taka erfiðar ákvarð- anir. Sumar af þessum ákvörðunum fannst manni alveg galnar en líklega vissi hann að þetta voru ekki mennirn- ir til að taka þátt í grænu byltingunni. Hann lét Elfar Árna Aðalsteinsson fara í 1. deildina, lét Valsmenn hafa Tómas Óla Garðarsson, Páll Olgeir Þorsteinsson fór til Keflavíkur, Elvar Páll Sigurðsson fór til nýliða Fjölnis og þá lagði Stefán Gíslason skóna á hilluna en hann hefði aldrei feng- ið tækifæri hjá Arnari. Blikar njóta reyndar krafta Stefáns í dag í þjálfun yngri flokka. Allt voru þetta leikmenn sem léku nokkuð stórt hlutverk á síð- ustu leiktíð. Agi og langar æfingar Arnar er afar skipulagður sem legg- ur mikið upp úr aga. Leikmenn Breiðabliks hafa oft á tíðum verið sakaðir um að vera heldur linir og líða best undir þaki í Fífunni eða Kórnum. Arnar leitaði í gamla skól- ann og lét Blikastrákana, sem hafa haft það náðugt í höllunum, fara út að hlaupa þrisvar í viku í allan vetur. Arnar skoðaði ekkert veðurspána sérstaklega áður en farið var út heldur var hlaupið í öllum veðrum. Æfingar voru oft langar og strangar í vetur og lét Arnar liðið borða saman alla laugardaga í vetur og bjó til samheldni í Smáranum. Liðið virðist fyrir vikið í betra lík- amlegu ástandi en önnur lið. Breiða- blik sótti jafntefli gegn KR, Fylki og Keflavík í tapaðri stöðu. Þeir skor- uðu sigurmörk gegn Val (1-0) og ÍA (1-0) í síðari hálfleik. Sé markatala liðsins síðustu 35 mínútur leiksins skoðuð kemur í ljós að liðið hefur skorað 7 mörk en aðeins fengið á sig eitt mark á þeim mínútum. Lítill hópur góðar fréttir? Leikurinn við FH á sunnudag verð- ur stórt próf fyrir Arnar og hans lið. Margir Kópavogsbúar eru farnir að láta sig dreyma um titilinn, sem datt svo óvænt upp í hendurnar á þeim árið 2010. Ég held að það sé óvinnandi verk, hópurinn er ein- faldlega of lítill þegar á reynir. Hins vegar má vera að þessi litli hópur sé líka styrkur liðsins. Arnar er aldrei að reyna að vera sniðugur – eins og aðrir þjálfarar oft á tímum – með einhverjum undarlegum breyting- um á byrjunarliði. Hann veit að þeir þjálfarar sem ná árangri eru íhalds- samir. Við sáum í síðustu umferð hvernig Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, breytti liði sínu eftir einn vond- an leik gegn Val með hörmulegum afleiðingum gegn Skagamönnum. Einu vonbrigði mín með Arnar eru þau að Blikar reyndu að fá útlendinga fyrir tímabilið með engum árangri. Jú, fengu reyndar Bosníu manninn Ismair Tandir, en líklega á hann einhvern frænda hér á landi – varla var hann fenginn hingað sérstaklega til að spila fót- bolta. En hvernig stendur á því að Arnar, sem hefur starfað sem yfir- maður knattspyrnumála í Grikk- landi og Belgíu auk þess að vera leikmaður á þessum tveimur stöð- um, er ekki með betri sambönd en raun ber vitni? En svo er aldrei nema hann hafi í raun ekki viljað fá fleiri leikmenn í liðið. Leikurinn á sunnudag verð- ur veisla í Hafnarfirði klukkan 20 á sunnudag og vonandi verða þrjú þúsund manns á vellinum. n Oliver Sigurjónsson Miðjumaðurinn sem kemur úr hinum öfluga 95' árgangi í Breiðablik fór til AGF í Danmörku aðeins 16 ára gamall. Hann kom heim síðasta sumar, þegar Guðmundur Benediktsson stýrði liðinu. Hann kom heim með ekkert sjálfstraust og útlitið fannst manni einfaldlega vera svart hjá Oliver. En hægt og bítandi hefur hann náð vopnum sínum og leikið frábærlega að undanförnu. Fékk fyrirliðabandið hjá U21 gegn Makedóníumönnum í síðustu viku. Fylgist með 30 til 40 metra sendingum Olivers. Þær eru af Paul Scholes-skól- anum. Höskuldur Gunnlaugsson Þrátt fyrir að Kópa- vogsbúar haldi að eingöngu gamalmenni búi í Vesturbænum þá er Höskuldur þriðji stóri pósturinn sem kemur þaðan á undanförnum árum, Elfar Freyr Helga- son og Árni Vilhjálmsson eru hinir. Hösk- uldur sýndi skemmtileg tilþrif á síðustu leiktíð en það kom lítið út úr því. Nú er vængmaðurinn farinn að skora mörk og leggja upp. Blikar þurfa á honum heitum til að hanga í toppnum. Elfar Freyr Helgason Einn af þeim sem byrjuðu titlasöfn- unina í Kópavog- inum. Stór póstur í bikar meistaraliðinu 2009 og Íslands- meistaraliðinu 2010. En í kjölfarið fór hann í misheppnaða ferð í atvinnu- mennsku og virtist hreinlega vera búinn að missa áhugann á fótbolta. Það sem af er þessari leiktíð hefur Elfar sýnt okkur að áhuginn er þarna ennþá. Einn besti varnarmaðurinn í deildinni. Hjörvars Hafliðasonar Hápressa Óvæntir Blikasmellir Þessir þrír hafa spilað vel með liðinu í sumar Þjálfarinn Arnar Grétarsson hefur komið á aga í Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.