Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Page 33
Lífsstíll 33 Ó léttukúlan, eða Bolamen- ið eins og menið er einnig kallað, kemur upphaflega frá Mexíkó og er fallegt men fyrir barnshafandi konur. Töfrandi hljómur frá kúlunni hefur róandi og huggandi áhrif á barnið. Ófætt barnið heyrir hljóm- inn allt frá 20. viku og þjóðtrúin segir að ef menið er borið reglu- lega muni barnið þekkja hljóm- inn eftir fæðingu. Því er tilvalið að hafa menið á sér eftir að barnið er fætt, t.d. sniðugt við brjósta- og pelagjöf, barnið heldur á kúlunni í litlu hendinni sinni og þekkir róandi hljóminn. Menin fást í mismunandi stærðum, litum og gerðum og hægt er meðal annars að fá þau í skartgripaversluninni Meba og Tvö líf. Þetta er hin fullkomna tækifærisgjöf fyrir barnshafandi konur. n Helgarblað 19.–22. júní 2015 Fæst í apótekum og verslunum um land allt FRÁBÆRT Í FERÐALAGIÐ Sótthreinsiklútar alltaf við hendina Sótthreinsigel í handhægum umbúðum Neðanþvottaklútar ómissandi í útileguna Farðahreinsiklútar mildir og rakagefandi Hand- og andlits hreinsiklútar fyrir klístraða krakkaALLAN HRINGINN Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is F yrir stuttu fjallaði Hönnunar- hornið um afhend ingu Evrópsku hönnunarverðlaun- anna þar sem íslenska fyr- irtækið Gagarin hlaut tvenn verðlaun fyrir mismunandi verk- efni. Síðustu helgi hlaut fyrirtækið heiðursverðlaun SEGD við hátíðlega athöfn í Chicago fyrir enn eitt verk- efnið. Í þetta sinn fyrir gagnvirk sýn- ingaratriði í sýningunni Eldheimar í Vestmannaeyjum sem fjallar um eld- gosið í Heimaey árið 1973. Mikið afrek SEGD stendur fyir „The Society for Experiential Graphic Design“ og samanstendur af 1.700 félagsmönn- um frá um tuttugu löndum. SEGD eru þverfagleg alþjóðleg samtök sýn- ingahönnuða, arkitekta, grafískra hönnuða, markaðsfólks og kennara. Alls tóku 336 aðilar þátt í samkeppn- inni í ár og þar af hlutu aðeins sex heiðursverðlaun. Þetta er mikið afrek fyrir íslenskt fyrirtæki. Sýningargestir könnuðir Eldheimasýningin er nú staðsett í nýju húsnæði í hlíðum Eldfells í Vest- mannaeyjum. Markmið sýningarinn- ar er að fræða gesti með því að gera þá virka þátttakendur í sýningunni. Sýn- ingargestirnir gerast könnuðir sem búa til sína eigin frásagnarleið í gegn- um sýninguna með því að „grafa upp“ upplýsingar, finna „týnda“ muni og afhjúpa gamlar minningar. Axel Hallkell Jóhannesson er sýn- ingarhönnuður verkefnisins. n Verðlaun fyrir Eld- heimasýninguna Velgengni Gagarins heldur áfram Óléttukúlan Hönnuð fyrir barnshafandi konur Fallegt Til eru margar útgáfur af óléttukúlunni. Róandi Sagan segir að börnin eigi að þekkja hljóminn eftir að þau koma í heiminn. Einfalt Hérna er látlaus útgáfa af meninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.