Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Side 34
34 Menning Helgarblað 19.–22. júní 2015 Að mæta músíkinni á miðri leið T ónlistarhátíðin Reykjavik Midsummer Music er haldin í fjórða sinn í Hörpu og ná- grenni. Hún hófst síðast- liðinn fimmtudag, 18. júní, og stendur til sunnudagsins 21. júní. Víkingar Heiðar Ólafsson er list- rænn stjórnandi hátíðarinnar sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Hátíðin var valin Viðburður ársins og hlaut nýsköpunarverðlaun Rogastans á Íslensku tónlistarverð- laununum 2013. Upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar þetta árið er að finna á vefsíðunni www.reykjavik- midsummermusic.com. „Það var búið að vara mig við því að það tæki um það bil tíu ár að byggja upp hátíð eins og þessa. Ég sé nú ekki að ég þurfi tíu ár til þess, ég held að þetta sé nokkurn veginn komið. Með hverju ári hefur hátíð- in vaxið og dafnað,“ segir Víkingur Heiðar. „Fyrsta árið voru fernir tón- leikar á dagskrá hátíðarinnar, núna eru þeir tíu. Fyrsta árið voru einung- is innlendir listamenn sem komu þar fram, en núna koma alþjóðlegir listamenn á hátíðina og koma fram með íslenskum listamönnum.“ Eftirhermur úr ýmsum áttum Þema hátíðarinnar í ár er Imitation sem þýða má sem eftirhermur, en eftirhermur úr ýmsum áttum verða þar áberandi. „Þetta er skemmtilegt þema af því að það er afgerandi og um leið passlega þröngt,“ segir Vík- ingur Heiðar. „Þetta þema býður upp á möguleika á að taka tónlist úr mjög ólíkum áttum og stilla upp hlið við hlið. Á hátíðinni verða flutt verk sem maður myndi ekki búast við að sjá nokkurn tímann saman á tónleikum. Sem dæmi má nefna að á fyrstu tónleikunum, Rödd hvals- ins, sem voru síðastliðið fimmtu- dagskvöld voru flutt verk sem voru innblásin af dýrahljóðum og dýrasöng. Eitt lagið fjallar um síð- ustu stundirnar í lífi moskítóflugu og flutt var verk eftir George Crumb þar sem hermt er eftir hvalasöng, sem er mjög fallegur. Silungakvin- tett Schuberts var einnig á dagskrá ásamt fleiri verkum.“ Í efnisskrá tónlistarhátíðarinnar er ekki hikað við að blanda saman tónlistarstefnum og stílum. Á tón- leikunum föstudagskvöldið 19. júní, sem hafa yfirskriftina Myndir á annarri sýningu, er flutt ný útgáfa af verki Mussorgskís, Myndum á sýningu. Þessi útgáfa er innblásin af útgáfu sem Emerson, Lake and Palmer gerðu af Myndum á sýn- ingu sem kom út á plötu árið 1971, en Mussorgskí var í verkinu að að herma eftir myndlistarsýningu vin- ar síns. Flytjendur nýju útgáfunnar auk Víkings Heiðars eru Davíð Þór Jónsson, Pétur Grétarsson, Skúli Sverrisson og Kristinn Árnason. Á sömu tónleikum verða verk eftir Stravinsky og Schnittke sem báðir sóttu mikið í smiðju eldri meistara og verk eftir John Cage. Á tónleikum 20. júní eru verk sem öll líkja eftir frásögnum og framandi andrúmslofti. Þar á meðal er verk eftir tónskáldið John Adams en í því er hann að líkja eftir vegamótum í Bandaríkjunum sem heita Hallelu- jah Junction. Hann ákvað að búa til vegamót með tveimur flyglum sem skarast og kallast á. Lokatónleik- arnir eru 21. júní og nefnast Grand Finale og þar verða flutt verk sem fanga breidd mannlegra tilfinn- inga, frá vorsónötu Beethovens til strengjakvartetts Philips Glass. Davíð og Golíat tala saman Kvöldtónleikarnir á hátíðinni hefj- ast klukkan 20.00. Nokkrir hádeg- is- og síðdegistónleikar eru síðan á dagskrá, þar á meðal tónleikar í Hallgrímskirkju 20. júní. „Þar verð- ur flutt spunaverk,“ segir Víkingur Heiðar. „Davíð Þór leikur á Klais- orgelið í fyrsta sinn og Skúli Sverr- isson er í hinum enda kirkjunn- ar með rafmagnsbassa. Yfirskrift spunans er Imitation, þarna eiga í samtali, risahljóðfærið og hinn ein- mana bassi. Það er eins og Davíð og Golíat að tala saman.“ Auk hefðbundinna tónleika há- tíðarinnar er boðið upp á stofu- tónleika í Mengi á Óðinsgötu. „Mig langaði til að vera með óvænt tón- listaratriði og í Mengi á Óðinsgötu er fallegt rými. Tónleikarnir þar hefjast klukkan 23.00 og munu örugglega Víkingur Heiðar Ólafsson er listrænn stjórnandi Reykjavik Midsummer Music Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Það var búið að vara mig við því að það tæki um það bil tíu ár að byggja upp hátíð eins og þessa. Ég sé nú ekki að ég þurfi tíu ár til þess, ég held að þetta sé nokkurn veginn komið. Fáninn hundrað ára Hundrað ár eru síðan Ís- lendingar fengu fána sinn. Ástæða er til að minna á tvær bækur um fánana. Þjóðfáni Ís- lands. Notkun, virðing og um- gengni er myndræn framsetning á lögum og reglum um með- ferð íslenska þjóðfánans. Í bókinni eru einnig fán- ar allra full- valda ríkja heimsins sýndir. Íslenski fáninn var valinn eftir samkeppni sem öllum Íslendingum bauðst að taka þátt í. Í Fánanum birt- ast þessar tillögur í fyrsta sinn á myndrænan hátt. 9 0s eru komin aftur og að sjálf- sögðu þarf að endurvekja eina vinsælustu mynd tímabils- ins, sjálfa Jurassic Park. Þegar risaeðlur birtust fyrst ljóslifandi á hvíta tjaldinu árið 1993 var ljóst að nýir tímar voru hafnir í tæknibrell- um. En hvernig er hægt að heilla fólk sem löngu er orðið vant töfrum tölvu- tækninnar 22 árum síðar? Þetta er þemað í myndinni Jur- assic World, sem í besta 90s stíl er stöðugt að vísa í sjálfa sig. Risaeðlur eru orðnar daglegt brauð og stöðugt þarf að ganga lengra í að fanga athygli áhorfenda. Búin er til ný eðla sem á að sameina kosti þeirra allra hættu- legustu. Þetta er í sjálfu sér ágætt og skrímslagarðurinn sjálfur er sannfær- andi blanda af Sea World og Húsdýra- garðinum, nema með risaeðlum. En samt er eitthvað svo undarlega 50s-legt við Hollywood. Hetjan er vöðvastælt karlmenni á mótorhjóli og í þröngum bol. Kvenhetjan hleypur Vel þekkt skrímsli Skemmtileg, en ekki sú framhaldsmynd sem Júragarðurinn á skilið Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Jurassic World Leikstjórn: Colin Trevorrow Aðalleikarar: Chris Pratt, Bryce Dallas Howard, Vincent D'Onofrio Saga þroskaþjálfa Þroskaþjálfar á Íslandi – saga stéttar í hálfa öld er bók eft- ir Þorvald Kristinsson. Þar er saga stéttar- innar rakin og sagt frá áföngum og sigrum. Bók- in hefur selst vel og rataði á metsölu- lista.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.