Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Side 46
46 Fólk H ljómsveitin Reykjavíkur­ dætur hefur vakið athygli og umtal síðan sveitin spratt fram í byrjun síð­ asta árs. Þær hafa mátt þola gagnrýni fyrir textagerð og framkomu en að sama skapi fagn­ að fyrir að ryðja brautina fyrir ungar konur sem vilja rappa. Hljómsveitin gefur nú út lagið „Ógeðsleg“ ásamt metnaðarfullu myndbandi sem verður frumsýnt á dv.is þann 19. júní. Í tilefni af því settust þær Salka Valsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir niður í létt spjall: Konur með kjaft Um hvað er lagið og tengist útgáf- an 19. júní? Þórdís: „Lagið er ekki um neitt sérstakt, bara hvað við erum nett­ ar. Það að lagið sé gefið út á þess­ um degi er tilviljun. Svo ég tali fyrir sjálfa mig þá er ég ekkert sérstak­ lega „peppuð“ fyrir þessum degi, ég ætla ekki að vera auðmjúk af þakklæti yfir einhverjum sjálf­ sögðum réttindum. Fengu ekki fátækir karlar og vinnumenn líka kosningarétt þennan dag? Ég sé þá ekki vera að tryllast úr tilhlökkun.“ Salka:„Okkur langaði bara til að gefa út nýtt hóplag. Við erum að fara að spila á nokkrum tón­ listarhátíðum í sumar, til dæmis Secret Solstice, og vildum fagna sumrinu. Það að lagið sé ekki um neitt sérstakt má kannski rekja til hugarfarsbreytingar innan hóps­ ins sem átti sér stað í byrjun ársins. Þá urðu smávægilegar deilur inn­ an hópsins sem endaði með því að ein dóttirin, Kolfinna Nikulás­ dóttir, betur þekkt sem Kylfan, sagði sig úr hópnum og það rataði í fjölmiðla. Fram að því höfðum við oft verið settar í þann ramma að þurfa að vera pólitískt réttar, að vera fyrirmyndir. Um leið og við fórum út fyrir þá braut fengum við yfir okkur skæðadrífu frá hneyksl­ uðum mæðrum. Við vorum svo­ lítið farnar að fylgja því, að hafa áhyggjur af því hvort við værum góðar fyrirmyndir og þá ábyrgð sem því fylgir. Þetta uppátæki Kylfunnar gerði það hins vegar að verkum að við frelsuðumst eigin­ lega undan þessu oki. Við vorum ekki lengur pólitískt rétt afl og þar með getum við gert það sem við viljum. Þetta lag er í raun og veru uppskeruhátíð þess. Við erum konur með kjaft og viljum okkar pláss í samfélaginu fyrir það.“ Strákar komast upp með meira Þær ítreka báðar að boðskapur lagsins sé enginn. Salka: „Það er stærsta yfirlýs­ ingin. Að þurfa ekki að vera með neinn boðskap. Við erum eigin­ lega komnar hringinn. Þegar ég byrjaði að rappa hafði ég ekki einu sinni vit á því að vera með boð­ skap, heldur sagði ég bara eitthvert rugl. Um leið og athyglin og gagn­ rýnin jókst vildi maður helst koma öllum skoðunum sínum og tilfinn­ ingum á framfæri. En að lokum er síðan ekkert áhrifameira heldur en kona sem þorir að standa sterk uppi á sviði og talar ekki um neitt sem skiptir máli og þorir að standa með því. Við erum bara ógeðslega nettar.“ En hverjar hafa viðtökurnar við þessu nýfengna frelsi verið? Salka: „Við spiluðum kl. 20 á hátíðarhöldunum við Arnarhvol í tilefni af 17. júní. Reykjavíkurborg bókaði okkur á uppákomuna og við spiluðum auðvitað okkar lög. Eftir atriðið okkar komu að okk­ ur mæðgur, alveg brjálaðar, sem sögðu að allt sem við hefðum sagt væri óviðeigandi. Þær gátu ekki sagt hvað það var nákvæmlega sem fór fyrir brjóstið á þeim, bara allt. Það sýnir að við eigum enn verk að vinna því ég held að það sé ólíklegt að karlkynsrapparar hefðu lent í þessu, strákarnir kom­ ast upp með meira í textum sínum og framkomu. Við fáum síður rými til þess að vera óþekkar. En við ætl­ um ekki að staldra við það. Ef ein­ hverjum finnst við óviðeigandi þá er það bara þannig.“ Þórdís: „Það er voðalega lítið spáð í boðskap karlkyns rappara. Þeir eru einfaldlega að reyna að koma því á framfæri að þeir séu töff. Við erum það líka. Þetta lag fjallar bara um fíling, stemningu og það að vera nettar.“ Markmiðið ekki að fá spilun Myndbandinu er leikstýrt af Sól­ veigu Pálsdóttur, sem er einn af meðlimum Reykjavíkurdætra. Antonía Lárusdóttir var hennar hægri hönd varðandi listrænt út­ lit og hún tók myndbandið upp, klippti og vann alla myndvinnslu. Athygli vekur að lagið er yfir sjö mínútur að lengd. Salka: Við vildum að mynd­ bandið yrði einfalt, hrátt og gríp­ andi eins og vonandi lagið. Allar fengu að velja sína ramma og sitt útlit sjálfar. Við erum 15 talsins í laginu og það skýrir lengd lags­ ins. Við fáum því seint spilun í út­ varpi með þetta lag enda er það svo sem ekki markmið í sjálfu sér. Það kemur berlega í ljós í þessu lagi hvað við erum ólíkar. Bæði í rappi en líka sem persónur. Við stöndum í raun fyrir að allar séu bara eins og þær eru, við fögnum fjölbreytileika. En hvernig gengur að skipuleggja svona fjölmenna hljómsveit? Þórdís: „Við skilgreinum okkur ekkert endilega sem hljómsveit, við erum frekar fjöllistahópur. Og í þessum hópi er lítið drama okkar á milli, sem er í raun sérstakt því að við erum svo rosalega ólíkar. Við leysum það hins vegar alltaf í mesta bróðerni, eða öllu heldur systraerni! Það gneistaði aðeins í kringum Kylfuna í byrjun árs en við höfum grafið stríðsöxina og hún mun ekki finnast aftur. Kylfan leikur til dæmis lykil hlutverk í nýja laginu. En fyrst og fremst þá stöndum við saman og það er ótrúlega lærdómsríkt að hafa kynnst þessum hópi. Við erum drullunettar.“ n Helgarblað 19.–22. júní 2015 Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Við bjóðum uppá allar gerðir merkivéla og prentara sem henta inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu við og kíktu á þetta frábæra úrval sem við höfum upp á að bjóða „Við erum drullunettar“ n Reykjavíkurdætur gefa út lagið Ógeðsleg n Dagsetningin tilviljun n Boðskapurinn enginn „Ég ætla ekki að vera auðmjúk af þakklæti yfir einhverjum sjálfsögðum réttindum Kjaftforar konur Salka og Þórdís vilja að það sé pláss í samfélaginu fyrir konur með kjaft, án þess að þær þurfi að vera fyrirmyndir. Salka Valsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Vildi gefa út lag til að fagna sumrinu. Tilviljun að lagið er gefið út 19. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.