Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Side 2
Helgarblað 17.–20. júlí 20152 Fréttir
Sársauki minnkar strax
• Kaldur gelsvampur & gel
• Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C
• Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af
• Tea Tree & Lavender
- sótthreinsar, róar & deyfir
• Sterílar umbúðir
Virkar á sviða og sársauka af:
sólbruna - skordýrabiti
brenninettlum - húðflúrum
laser og núningsbruna
Fæst í apótekum.
Celsus ehf. www.celsus.is
AbsorBurn®
Kælir brunasár, hratt og lengi
„Gefumst ekki upp“
B
úið var að taka upp sumar
blómin, sum lágu enn í beðinu
á meðan önnur voru á víð á
dreif um garðinn.“ Svona lýs
ir Berglind Ásgeirsdóttir, garðyrkju
fræðingur og yfirmaður vinnuskóla
Reykjanesbæjar, aðkomunni að
Skrúðgarðinum í Keflavík eftir að
skemmdarverk voru þar unnin fyrr
í júlí.
Á sumrin starfar fjöldi unglinga
á aldrinum 15 til 17 ára í vinnuskóla
Reykjanesbæjar. Sérstakur hópur sér
um blómabeðin. „Blómastelpurnar
eru mjög svekktar yfir þessu. Bæði
finnst þeim leiðinlegt að ekki sé bor
in virðing fyrir því sem þær eru bún
ar að vinna hörðum höndum að og
að þurfa vinna aftur alla þá vinnu,“
segir Berglind.
Garðurinn er miðsvæðis í Keflavík
og er vinsæll leikstaður barna. Berglind
segir að skemmdirnar hafi verið lagað
ar um leið og þær voru uppgötvaðar.
„Það hefur verið skemmt eitthvað
nánast árlega og hafa meðal annars
tré verið flysjuð og drepin í garðin
um. En við höldum alltaf áfram og
við gefumst ekki upp.“
Berglind segir að enginn sé grun
aður um verknaðinn en segir hann
sýna skort á umhverfisvitund.
„Við munum halda áfram að
halda bænum fallegum og vonandi
hættir þetta,“ segir Berglind. n
johannskuli@dv.is
Blómabeð í Skrúðgarðinum í Keflavík ítrekað skemmd
Skrúðgarðurinn í Keflavík Hér má sjá eitt beðið fyrir gróðursetningu, í blóma og eftir
skemmdir. Mynd SKjáSKot/facebooK
Sóru af
sér þýfið
Um hálf tíu leytið á miðvikudags
kvöld stöðvaði lögreglan bíl í
Breiðholti. Ökumaður er grunað
ur um ölvun við akstur og að keyra
sviptur ökuréttindum. Í bílnum
fannst varningur sem álitinn er vera
þýfi en hvorki ökumaður né farþegi
í bílnum vildu kannast við að eiga
varninginn. Mennirnir voru hand
teknir og vistaðir í fangageymslu
vegna rannsóknar málsins.
Landsbankinn vildi
stutta leigusamninga
Stuttir leigusamningar notaðir sem rök fyrir nýjum höfuðstöðvum en bankanum boðnir lengri samningar
L
andsbankinn hefur ekki vilj
að gera langtímasamninga við
leigusala sína og hafa í flest
um tilvikum óskað eftir samn
ingum sem gilda frá einu og
upp í þrjú ár. Samkvæmt heimildum
DV hafa nokkrir leigusalanna boð
ið stjórnendum bankans að semja
til lengri tíma. Þrátt fyrir þetta hef
ur bankinn sjálfur notað samning
ana sem rök fyrir ákvörðuninni um
að reisa nýjar höfuðstöðvar við Aust
urhöfn í Reykjavík og bent á að þeir
séu flestir til fárra ára. Núverandi hús
næði sé óhentugt og með ákvörðun
inni verði hægt að draga úr kostnaði
og óhagræði.
„Stefnt hefur verið á að komast
úr þessu ástandi í þó nokkurn tíma
og því hefur bankinn ekki viljað gera
langtímasaminga á mörgum stöðum.
[…] Ekki er ólíklegt að einhverjir leigu
salar hafi verið tilbúnir til að gera
lengri samninga við okkur,“ segir í
svari bankans.
Landsímahúsið sér á báti
Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður
vegna nýju höfuðstöðvanna verði um
átta milljarðar króna en byggingin
verður um 14.500 fermetrar að stærð.
Eins og komið hefur fram er áætlað að
fjárfestingin borgi sig upp á tíu árum
eftir að húsið verður tekið í notkun og
að árlegur rekstrarkostnaður vegna
húsnæðis lækki um 700 milljónir
króna. Starfsemi Landsbankans fer í
dag fram í fjórtán húsum, flest þeirra
eru í Kvosinni í miðbæ Reykjavíkur,
en fjögur þeirra eru í eigu bankans.
Samkvæmt svari Landsbankans
hafa stjórnendur hans reynt að gæta
samræmis í tímalengd samninganna
og því einungis samið til skamms
tíma. Í einu tilviki hafi leigusali bank
ans óskað eftir því að semja eingöngu
til örfárra ára.
„Leigusamningur bankans um
húsnæði í Thorvaldsenstræti 4–6
(gamla Landsímahúsið) er stuttur en
þar starfa í dag um 180 starfsmenn
bankans. Þar hafa eigendur í nokk
ur ár unnið að undirbúningi við að
breyta húsnæðinu í hótel og hefur
lengd leigusamninga tekið mið af því.
Húsnæðið í Thorvaldsenstræti hentar
einnig starfsemi bankans að mörgu
leyti illa og myndi bankinn þurfa að
fara í mjög kostnaðarsamar breytingar
á því til þess að það hentaði bankan
um til lengri tíma,“ segir í svarinu.
áformin gagnrýnd
Ákvörðun Landsbankans, sem er
nánast alfarið í eigu ríkisins, hefur
sætt gagnrýni og þá meðal annars frá
stjórnarþingmönnum. Guðlaugur Þór
Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis
flokks og varaformaður fjárlaga
nefndar, segir að fjármunirnir sem
eiga að fara í höfuðstöðvarnar eigi
frekar að renna til ríkissjóðs í formi
arðs eða bæta kjör viðskiptavina
bankans.
„Ef þetta er svona mikill sparnað
ur að vera með þetta allt á einum
stað, og bankinn nefnir 700 milljón
ir króna, þá ætti hann að flýta sér í
það. Það er til húsnæði víðs vegar á
höfuðborgarsvæðinu sem getur rú
mað þetta og er tilbúið í það. Ég hvet
stjórnendur bankans til að gera það
strax enda eru þetta engin rök fyrir því
að byggja höfuðstöðvar fyrir átta millj
arða króna á meðan þeir ákváðu sjálfir
að hafa leigusamningana stutta,“ segir
Guðlaugur. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Kynnt í síðustu viku
Landsbankinn kynnti áform sín um nýjar höfuðstöðvar í síðustu viku og í tilkynningu
bankans, sem og á heimasíðu hans, má finna rök stjórnenda hans fyrir ákvörðuninni.
n Starfsemi Landsbankans í Reykjavík fer fram í mörgum húsum víða í borginni.
n Stór hluti starfseminnar er í leiguhúsnæði og bankinn er með fimm leigusala.
n Leigusamningar eru allir til örfárra ára.
n Viðhalds- og rekstrarkostnaður er hár.
n Öryggismál eru erfið og kostnaðarsöm í dreifðri starfsemi.
n Húsnæðið uppfyllir ekki nútímakröfur og hamlar skipulagi bankans.
n Aðgengi fatlaðra er óviðunandi.
n Starfsmannaaðstaða er mjög takmörkuð og léleg.
Höfuðstöðvarnar í austurstræti Starfsemi Landsbankans fer fram í fjórtán húsum í
Reykjavík en flest þeirra eru í miðborg Reykjavíkur. Mynd SiGtryGGur ari joHannSSon
Gagnrýnir ákvörðunina Guðlaugur Þór
Þórðarson, þingmaður og varaformaður
fjárlaganefndar, vill að Landsbankinn greiði
ríkinu meiri arð í stað þess að reisa nýjar
höfuðstöðvar. Mynd SiGtryGGur ari
Hrúgurnar
jafnaðar við
jörðu
Í gærkvöldi, fimmtudag, hugðist
hópur leiðsögumanna og áhuga
fólks, í samstarfi við þjóðgarðinn
á Þingvöllum, jafna við jörðu
þær fjölmörgu túristahrúgur sem
hlaðnar hafa á landi Heiðarbæjar í
Þingvallasveit. Ábúendur á Heiðar
bæ ætluðu að annast verkstjórn, en
eins og fram kom í umfjöllun DV
fyrr í vikunni hafa ferðamenn hlað
ið vörður, eða hrúgur eins og land
eigendur vilja kalla það, á landi
Heiðarbæjar.
„Orðið varða er einungis notað
um raunverulegar vörður, en ekki
um þessar túristahrúgur, sem sum
ir kalla vörtur. Líkt og að veggjakrot
er sjaldan kallað málverk,“ segir
Ari Arnórsson leiðsögumaður. Að
spurður hvað hann sjái að túrista
hrúgunum segir Ari þær spilla
upplifun ferðamanna. „Flestir
ferðamenn sem hingað koma leit
ast við að upplifa ósnortna náttúru.
Augljós merki um mannaferðir eins
og þessar hrúgur spilla þessari upp
lifun fólks og þar með fyrir ferða
þjónustunni almennt.“