Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Page 6
Helgarblað 17.–20. júlí 20156 Fréttir Hverfisgata 105 • Sími 551 6688 Stórar stelpur útsala útsala Finnskir ferðamenn slökktu eld í bifreið n Urðu vitni að bílveltu austan við Víkurskarð n Þökkuðu bílaleigunni fyrir slökkvitækið F innsk hjón slökktu eld í bíl sem fór út af þjóðvegin­ um austan við Víkurskarð í Fnjóskadal, um 50 kílómetr­ um frá Akureyri, í síðustu viku. Ungur ökumaður var á leið til Akur eyrar þegar hann missti stjórn á bílnum í lausamöl og velti bílnum, sem lenti þó á dekkjunum. Maðurinn komst út úr bílnum af sjálfs dáðum en að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra er bíllinn gjörónýtur. Eldur kviknaði í vélarhúsinu og kom þá finnsk fjölskylda aðvíf­ andi á bílaleigubíl og slökkti fjöl­ skyldufaðirinn eldinn áður en hann náði að verða mikill. Til að slökkva eldinn notaði hann slökkvitæki sem var í bílaleigubíln­ um sem þau keyrðu og þökkuðu hjónin bílaleigunni sinni sérstaklega fyrir að hafa haft tækið í bílnum. „Fólkið sendi þessi skilaboð á okkur. Við erum með slökkvitæki í öllum bílaleigubílum hjá okkur og okkur finnst bara mikilvægt að hafa þetta í öllum bílum. Mér finnst frekar flott að geta hoppað inn og slökkt eld,“ segir Sandra Dís Jónsdóttir, sem rekur Go Green ásamt bróður sínum. Hún hvetur fólk til að hafa slökkvi­ tæki í bílum sínum. „Þetta er frábært öryggisatriðið og þegar ég fékk þenn­ an póst fannst mér sniðugt að upp­ lýsa fólk um þetta.“ n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Reka bílaleigu Sandra Dís Jónsdóttir og bróðir hennar Daði sem reka bílaleiguna Go Green. Frá slysstaðnum Lög- reglu- og slökkviliðsmenn á vettvangi eftir slysið sem varð í síðustu viku. „Mér finnst frekar flott að geta hoppað inn og slökkt eld Leiðrétting Í sandkorni í Vikublaði DV þann 30. júní sl. kom fram að Björgólfur Thor Björgólfs­ son væri stór eigandi í lyfja­ fyrirtækinu Actavis, sem nú heitir Allergan og hefði haft áhrif á ákvörðun Allergan um að hætta lyfjaframleiðslu hér á landi. Talskona Björgólfs, Ragnhildur Sverrisdóttir, segir þetta ekki vera rétt, eign Björg­ ólfs nemi um einu prósenti í móðurfyrirtækinu og hann komi ekki að daglegum rekstri þar. Það leiðréttist hér með. Athugasemd Ragnhildar er svohljóðandi: Í DV þriðjudaginn 30. júní er fullyrt að Björgólfur Thor Björgólfsson sé stór eigandi Actavis og að telja megi öruggt að hann hafi haft mikið um þá ákvörðun að segja að fyrirtækið ætli að hætta lyfjaframleiðslu hér á landi á næstu árum. Þetta er alrangt. Björgólfur Thor á um 1% í móðurfélaginu, sem reyndar heitir ekki Acta­ vis lengur heldur Allergan. Eigandi 1% hlutar kemur, eðli málsins samkvæmt, hvergi að daglegum rekstri fyrirtækis­ ins eða ákvörðunum um fram­ tíðarskipulag þess. Ragnhildur Sverrisdóttir Talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.