Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Qupperneq 11
Fréttir 11Helgarblað 17.–20. júlí 2015
Birna Guðmundsdóttir
birna@dv.is
S
trætóskýli borgarinnar
ættu nú að vera vel þakin
plakötum,“ segir Hjalti Vig
fússon, einn aðstandenda
Druslugöngunnar sem
fram fer 25. júlí næstkomandi.
Myndir af þjóðþekktum einstak
lingum prýða strætóskýli borgar
innar í tilefni af henni en auk þess
má finna plaköt á víða um höfuð
borgarsvæðið með áletruninni „ég
er drusla.“
Meðal þeirra sem taka þátt í
herferðinni eru Dagur B. Eggerts
son borgarstjóri, Magga Stína
tónlistarkona, Hilmar Hildarson
Magnúsarson, formaður samtak
anna '78, og Alda Villiljós listamað
ur.
Skipuleggjendur Druslugöng
unnar vilja með þessu hvetja fólk
til að mæta í gönguna og taka af
stöðu gegn kynferðisofbeldi. Í til
kynningu þeirra segir að fólkið sem
mæti í gönguna sé þverskurður ís
lensks samfélags og það sé boð
skapur plakata Druslugöngunn
ar í ár. Í hana mæti fólk af báðum
kynjum, á öllum aldri, með ólík
ar stjórnmálaskoðanir og sýna í
verki samstöðu með þolendum
kynferðis ofbeldis.
Allir sem leggja
málefninu lið eru druslur
„Allir eru druslur því það er ekki
hægt að segja að með því að klæða
sig á einhvern tiltekinn hátt sé sá
hinn sami orðinn drusla,“ segir
Hjalti. Enginn, sama hvernig hann
klæði sig eða hegði sér, beri ábyrgð
á ofbeldi sem hann verði fyrir.
„Við eigum okkur sjálf og erum
að taka orðið úr höndum þeirra
sem nota það til að orsaka skömm
og vanlíðan. Með því að láta þetta
fólk prýða plakötin okkar erum við
að reyna afbaka orðið. Dagur er
drusla, Magga Stína er drusla, ég er
drusla – allir sem leggja málefninu
lið eru druslur. Það er hefð fyrir því
í aktívisma og réttindabaráttu að
þegar maður er kallaður eitthvað
þá ber maður þann titil með stolti
– það er það sem við erum að gera
hér.“
Hann bætir því við að umræðan
sé mikilvæg, sérstaklega þegar
litið sé til atburða síðustu mánaða
þar sem fleiri og fleiri hafa opn
að sig og tjáð sig um kynferðis
ofbeldi: „Það eru margir bún
ir að deila sögum sínum á Beauty
Tips og öðrum samfélagsmiðlum,
í Druslugöngum síðustu ára og
öðru. Það er mikilvæg að við opn
um umræðuna svo fleiri getið tjáð
sig, eins og strákar og eldri kynslóð
ir fólks. Því rétt eins og druslurnar
á plakötunum eru alls konar þá eru
þolendur kynferðisbrota alls kon
ar.“ Því séu einkunnarorð göngunn
ar í ár: „Ég mun standa með þér“ og
„Ég mun ekki þegja“.“
Þessar setningar muni síðan
prýða boli og annan varning
göngunnar sem frumsýndur verður
á næstu dögum.
Gleði á Húrra
Miðvikudaginn næstkomandi,
22. júlí, mun kynningarpartí fyrir
Druslugönguna verða haldið á
skemmtistaðnum Húrra í miðbæ
Reykjavíkur, klukkan 20.
„Það verður hægt að versla alls
konar drusludót fyrir gönguna,
hlusta á góða tónlist, og gíra sig
upp fyrir gönguna sem verður síð
an næstu helgi,“ segir Hjalti glaður
í bragði.
Hann hvetur alla til að mæta
og ganga fyrir breyttu samfélagi
sem laust er við ofbeldi og skömm.
„Tökum afstöðu – verum druslur,“
segir hann að lokum. n
„Ég mun ekki þegja“
Samstaða með þolendum kynferðisofbeldis
Magga Stína
Margir taka þátt í
herferðinni.
Hjalti Vigfússon Einn aðstandenda
viðburðarins.
Fjölmennt á Druslugöngunni Gengið
verður niður Skólavörðustíg næstu helgi.
MynD SiGtryGGur Ari
„Allir eru með litaæði“
n Litabókin vinsæla Leynigarður er uppseld n Í tengslum við núvitund
B
ókin er uppseld hjá útgefanda
og kláraðist samstundis hjá
okkur. Hún er ekki fáanleg aft
ur fyrr en eftir viku,“ segir Anna
Lea Friðriksdóttir, starfsmaður bóka
búðar Máls og menningar.
Um er að ræða hina geysivinsælu
litabók fyrir fullorðna, Leynigarð,
sem trónir í efstu sætum metsölulista
bókabúða landsins og raunar víða um
heim. Bókin er fyrsta sinnar tegund
ar í heiminum og er talað um að hún
hafi afar róandi áhrif á fólk enda tengd
hugmyndinni um núvitund.
„Ég held að ástæða vinsældanna
sé sú að bókin er bara afskaplega fal
leg, þetta er nýtt æði og í tengslum
við núvitund,“ segir Anna.
Litir fylgja ekki með bókinni en
þeir seldust í massavís samhliða sölu
bókarinnar: „Við höfum aldrei selt
jafn mikið af litum.“
„Allir eru með litaæði,“ segir
Hrönn Ómarsdóttir myndlistar
kennari, en hún stofnaði nýverið
hóp á Facebook fyrir áhugafólk um
Leynigarð og litaæði.
Hugmyndin um stofnun Face
booksíðu hefur undið upp á sig
enda segist Hrönn varla hafa tíma til
að svara þar fyrirspurnum en stuttu
eftir stofnun síðunnar bárust henni
beiðnir um að halda litanámskeið.
„Ég hélt að ég væri að fara í sumar
frí en nú er ég eiginlega bara komin
í skrifstofuvinnu og námskeiðahald,“
segir Hrönn kát. n birna@dv.is
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
sk
h
ön
nu
n
Staðurinn - Ræktin
Hringdu í síma 581 3730
Nánari upplýsingar á jsb.is
Sumarkort 9.900 kr!
Æfðu með okkur í sumar, frábærir tímar í opna kerfinu
buxur, vesti,
brók og skór
Opið laugardaga og sunnudaga frá 11-17
ATH næg bílastæði við Hörpu