Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Síða 20
Helgarblað 17.–20. júlí 201520 Fólk Viðtal Þ að er þungskýjað og rign- ing alla leiðina frá Reykja- vík á Akranes. Umferðin er töluverð og ökumenn veigra sér ekki við að aka fram úr á alltof miklum hraða, án þess að sjá almennilega hvað fram undan er. Þetta eru 45 kílómetrar – 45 mín- útna akstur á löglegum hraða. Sum- ir keyra þessa leið tvisvar á dag, í og úr vinnu. Það er varla öfundsvert en kemst líklega upp í vana. Elsa Lára er ein þeirra sem keyrir á milli. Hún er Skagakona í húð og hár og hefur búið á Akranesi nánast allt sitt líf. Fjölskyldan býr í nýlegu einbýlishúsi rétt við bæjarmörkin. Húsið byggðu þau sjálf og er í minni kantinum, ekki nema 180 fermetrar. Þau voru hvött til að byggja stærra, enda flest húsin í kring töluvert meiri um sig. Þau eru þó fegin því í dag að hafa fylgt eigin sannfæringu. „Mamma var bara fimmtán ára þegar hún eignaðist mig. Hún var bara barn, og við byrjum að búa saman heima hjá ömmu og afa, hérna á Akranesi. Amma og afi ólu mig því upp með mömmu,“ seg- ir Elsa Lára þegar við höfum kom- ið okkur fyrir við eldhúsborðið. Fyr- ir vikið hefur hún alltaf verið mjög náin þeim. Í dag búa þau í næstu götu og langömmu- og afabörnin hafa því einnig notið mikilla og dýr- mætra samskipta við þau. Var kolvitlaus unglingur Ellefu ára gömul flutti Elsa Lára með móður sinni og systrum á Höfn í Hornafirði, þar sem hún fann sig aldrei. Hún saknaði líka ömmu og afa á Skaganum og fannst hún vera að missa af miklu að vera ekki í kringum þau. Árin á Höfn voru henni því erfið og vanlíðanin braust út í mikilli uppreisn. „Ég var alveg kolvitlaus unglingur. Ég var mjög ósátt við flutningana og var furðuleg í hegðun, mikið inni í mér og svolítið skrýtin stundum. Það gæti vel verið að ég hefði fengið einhverfugrein- ingu ef ég væri barn í dag. Svo lenti ég í smá einelti á Höfn og leið mjög illa, en það gekk yfir og ég eignaðist góðar vinkonur. Og þá byrjaði ég að drekka og drakk mjög stíft. Ég rasaði algjörlega út í tíunda bekk. Reykti og drakk, litaði á mér hárið í öllum regnbogans litum og gerði allt sem ég átti ekki að gera. Gerði í því að vera leiðinleg.“ Móðir Elsu Láru reyndi hvað hún gat að tjónka við dóttur sína en það gekk lítið. Hún gerði allt þveröfugt við það sem móðir hennar sagði. „En við mamma erum rosalega góðar vinkonur í dag þótt við höf- um ekki átt skap saman á þessum tíma. Þetta tímabil varði sem bet- ur fer ekki lengi, en ég kom auðvit- að hræðilega út úr grunnskóla því ég lærði ekki neitt. Kennararnir voru al- veg búnir að afskrifa mig. Ég fékk að heyra að ég væri síðasti jólasveinn- inn, ég væri löngu búin að missa af lestinni til að verða að manneskju, en mér var nett sama.“ Fékk anorexíu og búlimíu Elsa Lára tók fyrsta árið í mennta- skóla fyrir austan og kolféll, eins og við var að búast. Hún var þá á loka- spretti uppreisnarinnar og djamm- aði út í eitt. Var samt farið að langa að taka sig á og ákvað því að flytja aftur til ömmu og afa á Skaganum og halda náminu áfram í Fjölbrauta- skóla Vesturlands, þar sem hún kynntist manninum sínum, Rúnari Geir Þorsteinssyni. Þau hafa verið saman í 21 ár. „Þá var ég alveg orðin róleg, enda hefði það aldrei verið samþykkt að ég fengi að búa hjá ömmu og afa ef ástandið hefði verið jafn slæmt og það var. Ég lagði hins vegar aðra hluti á þau. Ég fór að fá útrás í leik- fimi og komst í mjög gott form. Svo tók ég mataræðið í gegn og end- aði með bæði búlimíu og anorex- íu. Ég svelti mig og svo tróð ég mig út af mat og ældi. Ég missti líklega um fimmtán kíló á mjög skömmum tíma. Svo lá ég skjálfandi í rúminu með kaldan svita. Þetta var hrikaleg- ur tími.“ Púkinn alltaf til staðar Elsa Lára var um 18 ára þegar veik- indin fóru að gera vart við sig. Hún gekk á milli lækna, sálfræðinga og næringarfræðinga sem reyndu að hjálpa henni, en hún var ekki tilbú- in að þiggja hjálpina fyrr en sjúk- dómurinn var mjög langt genginn. „Ég fór eitt sumarið til mömmu á Höfn og hún grátbað mig um að gera eitthvað í þessu. Mér brá mik- ið að sjá fólkið mitt brotna saman yfir því hvernig ég leit orðið út. Ég samþykkti því að fara með mömmu til ungs hjúkrunarfræðings sem var fyrir austan um sumarið. Ég fór í við- Elsa Lára Arnardóttir settist mjög óvænt á þing fyrir Framsóknarflokkinn fyrir tveimur árum. Henni fannst það svo fjarstæðukennt að fyrstu viðbrögðin þegar henni bauðst sæti á lista var að segja „glætan“. Hún var kolvitlaus unglingur en þegar hún róaðist þróaði hún með sér bæði anorexíu og búlimíu og varð mjög veik. Hún glímir enn við líkamleg eftirköst sjúkdómsins og segir púkann alltaf fylgja sér. Litlu mátti muna að Elsa Lára og fjölskylda hennar misstu húsið sitt í hruninu og á svipuðum tíma fékk dóttirin einhverfugreiningu. Það var Elsu Láru mikið áfall og hún fór í gegnum sorgarferli sem hún vann sig meðal annars út úr með því að hlaupa. Blaðamaður heimsótti Elsu Láru uppi á Skaga og ræddi um uppreisnina á unglingsárunum, átröskunina, fjármálaörðugleika, fjarbúð, fjöl- skylduna og hlaupin sem bættu andlega líðan hennar. „Ég fékk að heyra að ég væri síð- asti jólasveinninn, að ég væri löngu búin að missa af lestinni til að verða að manneskju. „Ég svelti mig“ „Þessi púki mun alltaf fylgja mér, þótt ég hafi náð bata Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.