Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Qupperneq 21
Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Fólk Viðtal 21 talsmeðferð hjá henni og hún náði til mín og hjálpaði mér að borða. Í kjölfarið fór þetta allt hægt og rólega upp á við. Þessi púki mun samt alltaf fylgja mér, þótt ég hafi náð bata. Ég verð bara að vera sterkari en púk­ inn,“ segir Elsa Lára og brosir. Hún er þakklát fyrir að ekki fór verr, þótt útlitið hafi verið svart um tíma. „Þessi sjúkdómur er djöfull“ Enn þann dag í dag glímir hún við eftirköst veikindanna, er með mjög viðkvæman maga og fær gjarnan magabólgur. Þá gekk meðgangan með son hennar ekki nógu vel því líkaminn var enn í bata þegar hún varð ófrísk af syni sínum. „Þegar ég gekk með strákinn minn nærðist hann illa og fæddist mjög lítill eftir 42 vikna meðgöngu. Líkami minn var ennþá að taka til sín allt sem hann þurfti sjálfur og það var lítið eftir fyrir barnið. Eftir að hann fæddist héldu margir að ég væri aftur orðin veik því hann tók allt frá mér í brjóstagjöfinni sem hann fékk ekki á meðgöngunni og ég var með hann á brjósti til átján mánaða aldurs,“ segir Elsa Lára sem var í nokkur ár að vinna aftur upp kíló­ in sem hún missti við brjóstagjöf­ ina. Það sama gerðist þegar hún var með dóttur sína á brjósti nokkrum árum síðar. En hún passaði sig vel og reyndi hvað hún gat að halda þyngd­ inni uppi. Elsa Lára hefur tekið virkan þátt í fræðslu og umræðu um átröskunar­ sjúkdóma á Akranesi og er að kanna hvort hún geti fundið einhvern far­ veg fyrir slíka umræðu í þinginu. „Ég fékk fregnir af því að ég hefði hjálp­ að einhverjum sem voru komnar á grátt svæði en vildu ekki fara þessa leið eftir fræðslu. Ég er mjög ánægð með það ef ég hef getað forðað ein­ hverjum frá því að ganga í gegnum það sama og ég gerði. Þessi sjúk­ dómur er djöfull.“ Á þrjá pabba Þótt Elsa Lára hafi alltaf búið hjá móður sinni sem barn var hún alltaf í ágætu sambandi við föður sinn, þangað til fyrir nokkrum árum þegar kastaðist í kekki á milli þeirra. „Við höfum bæði sagt hluti sem hafa sært,“ segir hún hreinskilin og bæt­ ir við að þau eigi það sameiginlegt að vera skapstór og eigi einfaldlega ekki skap saman, en útilokar ekki að þau geti unnið úr sínum mál­ um og náð sáttum síðar meir. „For­ eldrar mínir áttu í nokkurra mánaða sambandi eftir að ég fæddist en svo slitnaði upp úr því. Ég þekki föður­ fjölskylduna mína ekki mjög mikið, en ég á einn bróður þeim megin. Svo á ég uppeldisföður sem hefur reynst mér mjög vel og mamma býr með manni í dag sem er alveg frábær. Ég á í raun þrjá pabba. Þetta er svo­ lítið flókin fjölskylda,“ segir hún kím­ in. „Börnunum mínum finnst þetta mjög skrýtið, enda eiga þau bara eina mömmu og einn pabba. En ég lít bara á þetta sem ríkidæmi.“ Maðurinn nýfluttur inn aftur Elsa Lára og Rúnar, maðurinn henn­ ar, eiga tvö börn; Þorstein Atla, sautján ára og Þórdísi Evu, tólf ára. Fjölskyldunni tilheyrir líka heimilis­ kötturinn, Ólafur Högnason, sem er reyndar alltaf kallaður Óli, nema þegar hann bítur einhvern, þá er hann skammaður með fullu nafni. Óli finnur líklega á sér að verið sé að ræða um hann, því hann kemur trítlandi inn í eldhúsið þar sem við sitjum og tekur sér stöðu við matar­ dallinn sinn, frekar eins og hann sé að kanna aðstæður heldur en að svengd sæki að. Hann nartar aðeins í matinn áður en hann snýr upp á sig og hverfur aftur úr augsýn. Hann er ekki mjög félagslyndur, að sögn Elsu Láru. Rúnar starfar nú í útibúi Orku­ veitu Reykjavíkur á Skaganum, en hann er nýkominn heim eftir að hafa starfað í fimm ár í útlöndum. Að hann skyldi fara út að vinna var ákvörðun sem kom ekki til af góðu. Hann missti góða vinnu hérna heima í kjölfar hrunsins og á sama tíma hækkaði húsnæðislánið upp úr öllu valdi. Þau hjónin stóðu í raun frammi fyrir því að missa húsið sitt, sem þau höfðu byggt frá grunni og lagt allt í. Hélt að fjarbúðin vendist aldrei „Hann vann á Grænlandi í þrjú ár og í Noregi í tvö ár. Fyrst voru þetta fjórar til sex vikur úti og tvær heima. Svo undir lokin voru þetta orðnar tvær vikur úti og tvær heima. Mér fannst ég alltaf verða að hafa allt ofsalega hreint og fínt þegar kallinn kom heim og elda góðan mat. Ég vildi hafa allt fullkomið,“ segir hún og skellir upp úr. „En núna er fjöl­ skyldulífið orðið eðlilegt. Hann er kominn heim en ég er aldrei heima – alltaf úti að hlaupa eða í vinnunni.“ Elsa Lára viðurkennir að fjarbúð­ in hafi tekið á hjónabandið á köfl­ um og henni fannst mjög erfitt þegar hann fór fyrst. „Ég hélt að þetta væri eitthvað sem ég gæti aldrei vanist. Ég man að ég sat í sjónvarpssófan­ um og ég upplifði mig hola að inn­ an þegar hann var farinn. Fólk sagði við mig að þetta myndi venjast en ég trúði því ekki. Svo tók það ekki nema fjórar eða fimm vikur að venj­ ast þessu.“ Henni þóttu eiginlega alltaf síð­ ustu dagarnir áður en hann fór út erfiðastir. Þá var hún farin að kvíða því að segja bless einu sinni enn. „Þessir tveir eða þrír dagar áður en hann fór voru eiginlega erfiðari en þegar hann var farinn. Síðasta vet­ ur fór ég svo tvisvar að heimsækja hann, þegar ég fann að þetta var far­ ið að reyna of mikið á.“ Hafa lítið hist eftir heimkomuna Þótt Elsu Láru þyki auðvitað frá­ bært að hefja aftur fastan búskap með eiginmanni sínum, viðurkenn­ ir hún að það séu töluverð viðbrigði að hafa hann aftur inni á heimilinu. „Það eru kostir og gallar við að hafa makann mikið eða lítið heima. Þetta fyrirkomulag viðheldur ákveðnum neista og ég hlakkaði alltaf rosalega mikið að fá hann heim. En þegar hann var búinn að vera lengi heima þá fannst mér þetta stundum komið gott. Það raskaðist öll rútínan þegar hann var heima. Þegar maður vinn­ ur svona mikið, eins og ég geri, þá er maður með allt innan ákveðins ramma og allt þarf að ganga upp, en svo kemur kallinn heim og rútín­ an fer í klessu. Þegar allir voru orðn­ ir geðvondir yfir ástandinu var bara ágætt að hann færi,“ segir Elsa Lára og skellir upp úr. Innilegur hláturinn ber þess merki að hún tali frekar í gríni en alvöru. Þau hjónin eru engu að síður búin að vera í sjálfskipuðu aðlögunarferli frá því Rúnar kom heim í vor því Elsa Lára er búin að vera á haus í þinginu og hefur því lítið verið heima við. „Við erum mjög lítið búin að hitt­ ast. Þetta voru langir dagar í þinginu og þegar því lauk fór ég í sex daga ferð til Finnlands á vegum þingsins. En það breytir öllu að fá hann heim. Núna get ég farið í veislur og boð og haft hann með. Það hefur ver­ ið hrikalega leiðinlegt að fara alltaf ein að hitta önnur hjón, en núna bíð ég spennt eftir því að geta farið með honum á jólahlaðborðin og allt það. Það vantar alltaf hluta af mér þegar hann er ekki með. Við erum svo of­ boðslega góðir vinir,“ segir hún ein­ læg með ástarblik í augunum. Hún segir álagið á henni sjálfri líka hafa minnkað eftir að Rún­ ar kom aftur heim, sem og ömmu hennar og afa sem voru dugleg að hlaupa í skarðið þegar Elsa Lára var föst í þinginu fram eftir kvöldi. „Þegar ég sagði börnunum að pabbi þeirra væri að koma heim þá stukku þau í fangið á mér. Þau voru gjör­ samlega komin með nóg af þessu fyrirkomulagi og þeim finnst æði að við séum öll sameinuð á ný,“ segir Elsa Lára og brosir. Uppreisnarseggurinn varð kennari Hún segist vera mjög ör og að hún þurfi alltaf að hafa nóg fyrir stafni. Og helst vera undir pressu, þannig líður henni best. Þingmannsstarf­ ið hentar henni því mjög vel. Hana óraði þó aldrei fyrir því hér áður fyrr að hún ætti eftir að setjast á þing. Eftir að hafa starfað sem leið­ beinandi í nokkur ár heillaðist hún af kennslu og skellti sér í fjarnám í Kennaraháskólanum, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2004. Á upp­ reisnarárunum á Höfn skildi hún þó aldrei hvernig fólki dytti í hug að velja það sjálfviljugt að verða kennarar, og eyða meiri tíma í skól­ anum en nauðsyn kræfi. Elsa Lára starfaði sem kennari alveg þangað til henni var mjög óvænt kippt inn á þing, eftir gott gengi Framsóknar­ flokksins í alþingiskosningum árið 2013. Hún hafði þá fengið smá nasa­ þef af pólitíkinni í sveitarstjórnar­ starfinu á Skaganum. „Ég tók fyrst sæti á lista í sveitarstjórnarkosning­ um árið 2010, þá buðu Framsókn og óháðir fram saman og ég tók sæti sem óháð. Ég var í fjórða sæti og datt inn á nokkra fundi sem varamaður og fannst það mjög spennandi.“ „Glætan, sagði ég“ Síðla árs 2012 bauð Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar­ flokksins, henni svo í kaffi. Hann sagðist vilja ræða Framsóknarflokk­ inn á Akranesi. Elsa Lára var frekar hissa yfir boðinu, en ákvað að þiggja það engu að síður, alveg grunlaus um hvaða atburðarás væri að fara af stað. „Hann spurði mig hvort ég vissi um einhvern á Skaganum sem gæti tekið þriðja sætið á listanum. Og bætti svo fljótlega við að honum hefði verið bent á mig. Mér svelgd­ ist á kaffinu sem ég var að drekka og hló. Ég hafði aldrei heyrt neitt fyndnara. Glætan, sagði ég og sló þetta út af borðinu. Svo tókum við nokkra fundi til viðbótar og Gunnar Bragi Sveinsson mætti á einn þeirra og allt í einu var ég óvart búin að segja já.“ Þá varð ekki aftur snúið, því strax í kjölfarið var send út fréttatil­ kynning til fjölmiðla og orðið opin­ bert að kennarinn, Elsa Lára, skip­ aði þriðja sætið. Hún hugsaði með sér að það væri örugglega gaman að prófa að vera varaþingmaður, enda ekki raunhæfur möguleiki á þeim tíma að þriðja sætið gæfi af sér fast þingsæti. „Svo flaug ég bara inn á þing og sé ekki eftir neinu. Þetta er frábær skóli og ég hef lært ótrú­ lega mikið af þessu. Ég hélt að þetta myndi aldrei eiga við mig en svo er bara hrikalega skemmtilegt. Auðvit­ að koma dagar þar sem ég er að and­ ast úr leiðindum, en þannig er það oft í lífinu.“ Þótt Elsa Lára kunni vel við sig í stjórnmálum þá hikar hún þegar blaðmaður spyr hvort hún geti hugsað sér að gera þetta að ævi­ starfi sínu. Hún er í raun ekki búin að taka ákvörðun um framhaldið. „Ég held að ég taki næsta vetur í að meta stöðuna. Ég held mig langi til að vera áfram, en svo er það í hönd­ um kjósenda að ákveða það. Suma daga langar mig að vera áfram en aðra ekki. Ef það yrðu kosningar í dag og mér yrði kippt út á morgun þá myndi ég sakna þess. Svo þegar ég hitti börnin, sem ég var að kenna hérna, niðri í bæ og þau spyrja hvenær ég komi aftur, þá finn ég að taugin togar líka þangað. En svo get­ ur verið að ég geri bara eitthvað allt annað.“ Byggðu húsið frá grunni Elsa Lára hefur ekki langan lífaldur í Framsóknarflokknum, enda var hún ekki skráð í flokkinn fyrr en hún ákvað að fara í framboð fyrir tveimur árum. Hún er ekki alltaf sammála stefnumálunum og fylgir sinni eigin sannfæringu. Hún greiddi til að mynda ekki atkvæði með hækkun virðisaukaskatts á matvæli. „Ég kem inn á þing með þá hugsjón að berjast fyrir bættum hag heimilanna og þetta samræmdist því ekki. Mér hefur einnig þótt erfið þessi umræða um sameiningu heil­ brigðisstofnana. Sameining þýðir oft að það dragi úr þjónustu við íbú­ ana, en ég vona að niðurstaðan verði sú að dregið verði úr rekstrar­ kostnaði til að auka þjónustuna, ekki minnka hana. Ég mun allavega leggja áherslu á það.“ Þá leggur Elsa Lára einnig áherslu á að dregið verði úr vægi verðtryggingar eða sett á hana þak, en hún hefur sjálf fundið harkalega fyrir áhrifum hennar á eigin skinni. „Við fórum í það að byggja þetta hús. Fengum lóð 2006 en hófum framkvæmdir 2007. Grindin var reist og svo unn­ um við í því alveg sjálf. Við bjuggum hjá ömmu og afa í eitt og hálft ár og vorum að vinna í húsinu á kvöldin og á nóttunni.“ „Ég man að ég sat í sjónvarpssófanum og ég upplifði mig hola að innan þegar hann var farinn. „Ég svelti mig og svo tróð ég mig út af mat og ældi. Fór að hlaupa Elsa Lára gekk í gegnum sorgarferli þegar dóttir hennar fékk einhverfugreiningu. Hún fór út að hlaupa til að bæta andlega heilsu og fór fljótt að líða betur. Mynd ÞorMar ViGnir GUnnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.