Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Síða 26
Helgarblað 17.–20. júlí 201526 Skrýtið Sakamál
Opið virka daga 10 - 18
laugardaga 11 - 14
sunnudaga lokað
Rauðarárstígur 12 - 14
sími 551-0400
www.myndlist.is
Hulda Vilhjálmsdóttir
Finleif Mortensen
Ole Ahlberg
Tryggvi
Ólafsson
Odee
Þorgrímur
Andri
Einarsson
Vaxtalaus
kaupleiga
á listaverkum í allt að
36 mánuði
Greiðslur frá
kr. 7.500,- á mánuði
Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net
Fyrirtæki og húsfélög, gerum
tilboð ykkur að kostnaðarlausu
Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir
íbúðir sem eru í túristaleigu
Hefur þú þörf fyrir
þrif
Vágestur í
Wisconsin
n Gary heimsótti Glenn n Aðeins annar lifði þá heimsókn af
B
andaríkjamanninum Gary
Hirte, sem fæddist 1966, var
ekki alls varnað. Árið 2002
varð hann fyrsti Arnarskát-
inn sem bærinn Weyauwga
í Wisconsin gat státað af í 20 ár.
Hann lék fótbolta og glímdi fyrir
hönd menntaskóla síns og hlaut
skólastyrk til að nema refsirétt
við St. Cloud State-háskólann í
Minnesota. En þegar Gary var 17
ára dró til tíðinda þegar hann myrti
37 ára búðarloku, Glenn Kopitske,
í Wisconsin, en fórnarlambið hafði
sjö árum áður fengið sína 15 mín-
útna frægð þegar það bauð sig fram
til embættis Bandaríkjaforseta þrátt
fyrir að vera fimm árum of ungur til
þess.
Svaraði ekki símanum
Gary skaut Glenn til bana á heimili
þess síðarnefnda 31. júlí 2003.
Hann skildi líkið eftir en hirti bíl
fórnarlambsins og fannst líkið ekki
fyrr en tveimur dögum síðar. Þá
var móðir Glenns farin að undrast
hví hann svaraði ekki símanum og
ákvað að kíkja til hans.
Það kom reyndar ekki í ljós fyrr
en 5. ágúst hvert banamein Glenns
var; heilinn lak út um gat á hnakka
hans og áverkar á bringunni voru
hnífstungur, sem reyndar voru til-
komnar að Glenn látnum.
Hreykti sér af morðinu
Hálfum mánuði síðar hreykti Gary
sér af morðinu við vin sinn Eric
Wenzelow. Eric lagði engan trúnað
á orð Garys sem reyndi að sann-
færa vin sinn með því að sýna hon-
um hnífinn sem hann hafði notað
og bíllykla Glenns Kopitske. Síðar
í sama mánuði sagði hann Oliviu
Thoma, sem hann hafði byrjað með
um svipað leyti, að hann hefði skot-
ið Glenn í hnakkann með hagla-
byssu og síðan stungið hann með
hníf í bakið og hjartað.
Það var ekki fyrr en í janúar 2004
sem Olivia fór til lögreglunnar og
sagði henni allt af létta. Lögreglan
fékk Oliviu til að hringja í Gary, sím-
talið var hljóðritað og stóðu vonir til
þess að hann játaði á sig glæpinn.
Skýringar Garys
Gary var ákærður fyrir morðið á
Glenn þann 30. ágúst 2004. Við
réttar höldin hélt hann því fram að
hann hneigðist kynferðislega til eig-
in kyns þegar hann væri undir áhrif-
um áfengis. Að hans sögn höfðu
hann og Glenn setið að drykkju og
síðan haft kynmök. Í kjölfarið hefði
Gary fyllst viðbjóði og í andlegu
ójafnvægi banað Glenn.
Saksóknari lagði lítinn trúnað
á þessa frásögn Garys og þá full-
yrðingu að hann yrði samkyn-
hneigður með víni. Taldi saksóknari
að Gary hefði framið morð til þess
eins „að athuga hvort hann kæm-
ist upp með það“. Kviðdómur var
saksóknara sammála og Gary Hirte
fékk lífstíðardóm. n