Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Blaðsíða 32
Helgarblað 17.–20. júlí 201532 Menning Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is ALLAR GERÐIR LÍMMIÐA Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Minningin í ljósmyndinni Sigrún Alba Sigurðardóttir ræðir raunverulegar og skáldaðar minningar Ninu Zurier F yrsta minning Ninu er af kjól. Hún horfir full aðdáunar á mömmu sína, þessa fallegu konu sem situr alvarleg og prúðbúin í stof- unni í Blönduhlíðinni – þetta hlýt- ur að vera gamlárskvöld árið 1952. Jólatréð er ennþá uppi og varp- ar skugga á vegginn. En það sem hún man skýrast er efnið í sparikjól mömmu sinnar. Efni sem brakar í þegar maður snertir það. Efni sem má ekki hjúfra sig upp að – maður má ekki káma fína kjólinn út – svo yfirnáttúrulega fallegt en ósnertan- legt. Þannig gæti fyrsta minning Ninu Zurier litið út ef hún hefði ver- ið fædd í Reykjavík í stað Detroit í Bandaríkjunum í byrjun sjötta áratugarins. Myndin af prúðbúnu konunni í Blönduhlíðinni er fyrsta myndin í ljósmyndabókinni Ef ég hefði verið … en í henni ímyndar Nina sér hvernig barnæska henn- ar hefði verið ef hún hefði alist upp á Íslandi. „Þetta er einstök til- raun með ímyndunaraflið og raun- veruleikann,“ segir Sigrún Alba Sig- urðardóttir menningarfræðingur í inngangi bókarinnar sem kom út á vegum Crymogeu á dögunum. Ef ég hefði verið … Íslendingur Nina Zurier er bandarískur ljós- myndari. Hún er fædd í Detroit á sjötta áratugnum en býr og starfar í Kaliforníu ásamt eiginmanni sín- um, myndlistarmanninum John Zurier. „Þau komu fyrst til landsins árið 2002, hafa komið reglulega síð- an þá og unnið töluvert af list sinni á Íslandi. Nina hefur sagt mér frá því að fyrst þegar hún kom til Íslands hafi henni fundist svolítið eins og hún væri komin heim,“ segir Sigrún Alba. „Það var einhver tilfinning sem fylgdi því að vera í Reykjavík – ég veit ekki hvort það minnti á Detroit æskunnar eða hvað það var. Fyrir nokkrum árum var hún svo á Ljós- myndasafni Reykjavíkur að skoða myndaalbúm og filmukontakta og fann þá myndir frá sjötta og sjöunda áratugnum sem höfðuðu sterkt til hennar. Hún fór að leika sér svolítið með þá hugmynd hvernig líf hennar hefði orðið ef hún hefði fæðst á Ís- landi, hvort það hefði yfirhöfuð verið frábrugðið því lífi sem hún lifði í Bandaríkjunum og að hvaða leyti. Upp frá því fór hún að fara skipulega í gegnum safnið og fór að búa til sögur um mögulegt líf sitt ef hún hefði fæðst á Íslandi á sjötta áratugnum,“ segir Sigrún. Skáldaðar minningar Á þennan hátt fæst Nina við eðli minninga og samband þeirra við ímyndunaraflið. Er hægt að skálda minningar? spyr hún en þá kviknar um leið önnur spurning: eru minn- ingar kannski alltaf að einhverju leyti skáldaðar? „Franski heimspek- ingurinn Paul Ricoeur hefur skrifað um það hvernig við notum ímynd- unaraflið til að gefa minningun- um innihaldsríka merkingu,“ segir Sigrún. „Ímyndunaraflið er líkt og draumarnir, þetta skapandi afl sem gerir okkur mögulegt að takast á við raunveruleikann.” „Maður man ekki allt sem maður hefur upplifað en það sem mað- ur man er oft eitthvað sem hefur vakið sterkar tilfinningar eða höfðar til manns vitsmunalega – af því að maður sér að það passar eða pass- ar ekki við manns eigin sjálfsmynd. Þannig byrjar maður að búa til frá- sögn um eigið líf og setja minn- ingarnar inn í þessa frásögn,“ segir hún. Upplifun sem er endurtekin í huganum eða minning um tiltekna staðreynd er í raun óskiljanleg ef maður gefur henni ekki merkingu, tengir minninguna ekki við þá frá- sögn sem maður hefur búið til um sjálfan sig. Nina gengur hins vegar skrefinu lengra og býr til frásögn um sig sjálfa sem á enga stoð í raunveru- legum upplifunum hennar og skap- ar minningar fyrir þetta ímyndaða sjálf með því að rýna í ljósmyndir. „Hún safnar ljósmyndum sem byggja á raunverulegum atburðum, raunverulegu lífi og raunveruleg- um minningum annarra og skoðar sig sjálfa í þeim – gerir sjálfa sig að „hinum“. Þannig býr hún til sögu um tilbúið líf sem á sér samt einhverja stoð í raunveruleikanum. Hver Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Sigrún Alba Sigurðardóttir veltir fyrir sér samspili minninga og ímyndunarafls í ljósmyndabókinni Ef ég hefði verið … eftir Ninu Zurier. Mynd ÞorMAr ViGnir GunnArSSon „Hver mynd felur í sér sögu sem gæti verið frásögn frá hennar lífi en er í raun frásögn úr lífi annarra. Hin fornfræga bókabúð Atheneum við Nørregade í Kaup- mannahöfn er að leggja upp laupana, eftir 141 árs rekstur. Ástæðan er sögð vera samkeppni frá vefbókabúðum sem hafa hríð- lækkað verð á bókum eftir að bókaverð var gefið frjálst í landinu fyrir fjórum árum. Nú lítur út fyrir að næturklúbbur muni opna í stað bókabúðarinnar. Slóvenska rokksveitin Laibach verður fyrsta erlenda sveitin til að leika á tónleikum í Norð- ur-Kóreu frá stofnun alþýðulýð- veldisins, þegar hún kemur fram á tvennum tvö þúsund manna tón- leikum í Pyongyang í ágúst. Það er norski leikstjórinn Morten Traavik sem skipuleggur tónleikana. Þjóðarsafn afrískrar list-ar samþykkir ekki hegðun Bills Cosby.“ Þetta mun koma fram í tilkynn- ingu sem sett hefur ver- ið upp við Smithsonian-safnið í Washington. Grínistinn, sem nýlega komst upp að hefði byrl- að konu nauðgunarlyf, á rúman þriðjung verkanna sem eru hluti af sýningunni „Samtöl – afrísk og afrísk-amerísk listaverk í sam- ræðu“ sem stendur nú yfir í safn- inu. Kvikmyndagerðarmaðurinn Joe Gibbons hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir 1.000 dollara bankarán í New York-borg, en rán- ið sagði hann hafa verið gjörn- ingalistaverk. Gibbons tók gjörn- inginn upp á myndband. Gibbons hefur meðal annars sýnt fyrri verk sín á Whitney-tvíæringum og í Pompidou Center. Bein mynd-bands-útsending verður frá tónlist- arhátíðinni KEX- Port sem fer fram í fjórða skipti í portinu á bak við KEX hostel á laugardag. Tólf lista- menn koma fram á tólf tímum, meðal annars Gísli Pálmi, Sóley, Agent Fresco og Valdimar. Úr listheiminum Fyrsta minningin Prúðbúin kona á gamlarskvöldi hefði getað verið fyrsta minning Ninu Zurier ljósmyndara. Mynd LiLý Guðrún TryGGVAdóTTir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.