Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2015, Qupperneq 37
Helgarblað 17.–20. júlí 2015 Fólk 37 Stjörnum sem ruglað er saman n Finnst þér þessar stjörnur líkar? Á kveðið útlit virðist oft ráðandi í Hollywood sem verður til þess að stjörnunum er stund- um ruglað saman. Æstir aðdá- endur eru ekki alltaf að kippa sér upp við hvort um Cate Blanchett eða Kate Winslet sé að ræða. Þeir sjá fræga stjörnu og vilja eiginhandar- áritun. Stjörnunum finnst það hins vegar stundum pirrandi. n  Lucy Hale og Selena Gomez Lucy Hale hefur náð að skapa sér nafn í sjónvarpsþáttum á borð við Pretty Little Liars en er samt ruglað saman við frægari leikkonu, Selenu Gomez. Leikkonan lýsti því á Twitter hvernig æstur aðdáandi hefði reynt að ná af henni símanum til að hringja í Justin Bieber, þáverandi kærasta Gomez.  Samuel L. Jackson og Laurence Fishburne Samuel L. Jackson skammaði blaða- mann KTLA þegar hann ruglaði leikar- anum saman við Laurence Fishburne. „Við erum kannski báðir svartir og frægir en við erum ekki eins,“ hrópaði Jackson að blaðamanninum. Fishburne hefur sagt frá svipuðu atviki. „Fyrir 20 árum, þegar ég var í viðtali í New York, kom ung kona frá Texas upp að mér og spurði; get ég fengið áritun herra Jackson? Ég sagði já og kvittaði Sam Jackson. Þetta er ekkert vandamál.“  Keira Knightley og Britney Spears Í sjónvarpsþættinum The Graham Norton Show lýsti leikkonan Keira Knightley hvernig henni er reglulega ruglað saman við aðrar stjörnur og þá aðallega Britney Spears. „Ég er bara mjög ánægð með það því þá heldur fólk að ég geti dansað, sem ég get ómögulega. Ég hef verið Britney þrisvar sinnum.“ Keiru er einnig ruglað saman við leikkonuna Natalie Portman en leikkonurnar léku saman í Star Wars. „ Æstir aðdáendur Natalie kalla oft á mig og elta mig um ganga flugvalla. Ég kenni eiginlega í brjósti um hana því mínir aðdáendur er ekki svona æstir.“  Daniel Radcliffe og Elijah Wood Daniel Radcliffe er það oft ruglað saman við Elijah Wood að það er farið að fara í taugarnar á honum. „Einu sinni á rauða dreglinum í Japan kom maður með mynd af Elijah og bað mig um eiginhandaráritun. „Ég skrifaði einfaldlega; ég er ekki Elijah Wood,“ sagði Harry Potter-stjarnan.  Elizabeth Banks og Chelsea Handler Leikkonan Elizabeth Banks segir fólk oft villast á sér og sjónvarpskonunni Chelsea Handler. „Einu sinni í Toronto gekk maður upp að mér og sagði kærustuna sína brjálast við sig ef hann fengi ekki eiginhandaráritun þar sem hún væri minn mesti aðdáandi. Svo fór hann að telja upp afrek mín og ég fattaði að hann hélt að ég væri Chelsea Handler. Ég gat ekki skemmt það fyrir honum.“ Handler hefur einnig verið tekin fyrir leikkonuna. „Fólk segir að við séum mjög líkar en að ég sé greinilega eldri. Við erum jafn gamlar! Hvað er að fólki!“  Ashlee Simpson og Britney Spears Þegar Ashlee Simpson var með sinn eigin raunveruleikaþátt var oft ruglast á henni og stórstjörnunni Britney Spears. Kannski var það ljósa hárið, sportbíllinn eða ljósmyndararnir sem eltu hana á röndum.  Cate Blanchett og Kate Winslet Cate Blanchett er oft ruglað saman við Kate Winslet en leikkonurnar deila umboðsmanni. „Ég fæ oft fólk til mín sem hrósar mér fyrir Titanic. Ef fólk heldur að ég sé Kate þá er ég bara glöð.“ Blanchett hefur verið ruglað saman við fleiri en Winslet því einu sinni taldi Philip Bretaprins að hún væri rafvirki. „Hann bað mig að laga DVD-spilarann sinn. Ég sagðist ekki kunna það enda væri ég leikkona.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.