Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 32
Pabbi var ekkert að spila mig í svefn með saxófón- inum, ekki frekar en ég svæfi börnin mín með bassanum. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS ÞET TA VERÐUR SNILLD! *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið. MONTRÉAL flug f rá 18.999 kr. maí - september 2016 * TORONTO flug f rá 18.999 kr. maí - september 2016 * STOKKHÓLMUR flug f rá 9.999 kr. maí - jún í 2016 * NICE flug f rá 12.999 kr. september 2016 * BRISTOL flug f rá 9.999 kr. maí - september 2016 * GERÐU VERÐSAMANBURÐ É g sem meirihlutann af efninu á plötunni og má því segja að þetta sé mitt „baby“, segir Erla Stefáns- dóttir í hljómsveitinni Dalí, en ásamt henni skipa sveitina þeir Helgi Reynir gítarleikari og Sigfús Óttarsson trommu- leikari. Einnig spilar gítarleikarinn Franz Gunnarsson með sveitinni á tónleikum. „Þetta samstarf byrjaði eiginlega bara fyrir ári síðan en við vorum alltaf í ein- hverju trommaraveseni þangað til Fúsi kom til sögunnar í janúar eða febrúar, þá small þetta allt saman. Hann var svona púslið sem vantaði,“ segir hún. „Svo þetta er ekki gömul hljómsveit, en mikið búið að gerast á stuttum tíma. Flest af þessum lögum eru samin á síðustu tveimur árum. Bestu lögin eru þau nýjustu, er það ekki alltaf þannig? Ég byrjaði að læra á píanó sem smá- stelpa og var í því í mörg ár,“ segir Erla. „Þegar ég komst á gelgjuna þá langaði mig að verða eitthvað meira kúl svo ég byrjaði að læra á bassann í sjöunda eða áttunda bekk,“ segir hún. „Ég lærði á bassann í nokkur ár og fór svo í Tónlist- arskóla FÍH í söngnám og kláraði söng- nám þar. Mér fannst ég ekkert verða neitt meira kúl, svosem, en þessi blanda af söng og bassaleik var að virka fyrir mig,“ segir hún. „Ég finn mig best í því, en mér finnst ég ekkert kúl. Það má segja að þetta hafi verið misheppnuð tilraun.“ Stelpunum fer fjölgandi Það er ekki algengt að sjá stelpur sem bassaleikara í dag þó þeim fari nú alltaf fjölgandi. Erla segir þetta vera að breyt- ast. „Við erum nokkrar,“ segir hún. „Þeg- ar ég byrjaði fyrst í hljómsveit þá var það mjög hart rokk. Þá var hljómsveitin Mín- us mjög vinsæl og ég var í svoleiðis bandi. Þá man ég að ég var eiginlega sú eina sem var að spila á bassa. Hljómsveitin fékk mjög ósanngjarna umfjöllun af því að ég var með,“ segir hún. „Það snérist ekkert um músíkina heldur meira um það að það væri stelpa á bassa. Mér hefur samt aldrei fundist ég þurfa að sanna mig eitthvað meira sem bassaleikari þó ég sé stelpa,“ segir Erla. „Ég hef alltaf verið svo mikil strákastelpa og tek þessu ekki mjög há- tíðlega, né nærri mér. Ég held að þetta sé sjálfsagt í dag og kven-bassaleikarar poppa upp hér og þar. Ég tek hverri dömu fagnandi sem tileinkar sér lágtíðnina,“ segir Erla. „Ég er með eina stelpu til dæmis hjá mér í söng- og bassanámi, og við náum vel saman,“ segir hún, en Erla er kennari í tónlistarskóla Árbæjar. Svartur húmor og kaldhæðni Dalí kom fram nokkrum sinnum á nýaf- staðinni Airwaves hátíð og segir Erla að þau hafi flýtt útgáfu plötunnar fyrir hátíðina. „Það gekk alveg ótrúlega vel,“ segir hún. „Það var mikil stemning og það gekk allt upp á öllum sviðum. Þegar við fengum inn á hátíðina þá settum við allt í gang hvað plötuna varðar, svo hún væri tilbúin fyrir hátíðina. Það spark- aði svolítið í rassinn á okkur, sem betur fer,“ segir Erla. „Ég er búin að reyna að finna einhverjar gáfulegar útskýringar á tónlistinni sem við erum að spila, en er engu nær samt. Þetta er einhver blanda af poppi og rokki,“ segir hún. „Röddin mín er þó mjúk svo undirspilið er meira rokk- að. Einhver blanda af þessu tvennu. Mig langar alltaf að hljóma eins og Tom Waits eða Nick Cave en það er víst ekki hægt,“ segir hún. „Ég verð bara að nota það sem ég hef. Yrkisefnin eru misjöfn og það er svolítið af svörtum húmor og kaldhæðni í þessu, í bland við lífsins alvöru. Öll lögin eru samt um eitthvað sérstakt sem ég hef upplifað, og ég er mjög ánægð með það. Ég held að ég ætti erfitt með að finna mig í þessu ef svo væri ekki,“ segir Erla. Diskóprinsessan Erla er dóttir Stefáns S. Stefánssonar djasstónlistarmanns sem einnig er höf- undur hins eiginlega diskólags Íslands, Diskó friskó. Erla segist þó aldrei hafa tengt mikið við diskóið, en þeim mun meira við djassinn. „Bassaáhuginn kom til vegna þess að pabbi lét mig fá plötu með Jaco Pastorius á svipuðum tíma og hann var að kynna mig fyrir söngkonunni Joni Mitchell þegar ég var 13 ára,“ segir hún. „Um svipað leyti heyrði ég fyrst í Red Hot Chili Peppers og þá var þetta ákveðið. Þetta var nákvæmlega það sem ég vildi. Mér fannst gítarinn alltof áberandi og bassinn límdi þetta allt saman, og ég vildi gera það. Pabbi var ekkert að spila mig í svefn með saxófóninum, ekki frekar en ég svæfi börnin mín með bassanum,“ segir Erla sem er tveggja barna móðir. „Pabbi er allt annað en einhver diskóbolti, en ef hann er diskókonungurinn þá hlýt ég að vera diskóprinsessan. Einhvernveginn er ég samt ekki hneigð til diskótónlistarinn- ar. Ég var á kafi í djassinum en var svo eini fjölskyldumeðlimurinn sem fór í rokkið,“ segir hún. „Enda miðjubarnið,“ segir Erla Stefánsdóttir söngkona og bassaleikari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Diskóprinsessan á bassanum Hljómsveitin Dalí sendi á dögunum frá sér sína fyrstu plötu sem heitir einfaldlega eftir sveitinni. Dalí er hugarfóstur söngkonunnar og bassaleikarans Erlu Stefánsdóttur sem segir hljómsveitina hafa smollið saman snemma á þessu ári. Hún er ein fárra kvenna sem lagt hefur fyrir sig að spila á bassa en hún segir konunum þó fjölga á hverju ári. Hún valdi hljóðfærið í þeirri von um að verða meira töff. „Öll lögin eru samt um eitthvað sérstakt sem ég hef upplifað, og ég er mjög ánægð með það. Ég held að ég ætti erfitt með að finna mig í þessu ef svo væri ekki,“ segir Erla. Ljósmynd/Hari 32 viðtal Helgin 4.-6. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.