Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 106

Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 106
É g hef lengi verið að skrifa sögur og ljóð, en byrjaði ekki á myndasögunum fyrr en rétt fyrir síðustu jól,“ segir Erna Mist, teiknari og höfundur teiknimyndasög- unnar Fáfræði. „Þetta byrjaði eiginlega bara óvart. Ég byrjaði að leika mér að því að teikna í tímum í MH,“ segir hún. „Svo eftir skólaárið var ég komin með nóg af myndum í eina bók. Það var mjög auðvelt að leiðast út í það að teikna í tímum sem voru kannski leiðin- legir. Ætli ég hafi ekki teiknað mest í dönskutímunum,“ segir Erna. „Brandararnir eru bara eitthvað sem mér hefur dottið í hug og sumt af þessu er bara eitthvað sem ég hef heyrt í umhverfinu og er svo fyndið því það er skrýtið. Annars kemur þetta bara af sjálfu sér. Þegar ég var komin með svona mikið af myndum og fannst öllum sem sáu þetta hjá mér að þetta ætti að koma út. Ég hringdi því bara í bókaútgáfuna Tind sem voru bara til í að gefa þetta út,“ segir hún. „Ég hef svo alltaf haldið áfram og er langt komin með bók númer tvö núna og væntanlega kemur hún út um næstu páska. Svo er ég líka að vinna að ljóðabók sem kemur mögulega út fyrir næstu jól. Það grín sem mér finnst fyndnast er yfirleitt það sem engum öðrum finnst fyndið,“ segir Erna. „Minn einkahúmor bara sem er svo absúrd stundum. Það eru nokkrir svoleiðis brandarar í bókinni,“ segir hún. „Þeir sem eru vinsælastir eru þeir sem ég tengi við einhverja fá- fræði. Ég er líka að teikna þessa dag- ana fyrir einn landsþekktan höfund, sem ég get ekki tjáð mig meira um,“ segir Erna sem er á öðru ári í MH. „Krakkarnir í skólanum hafa flestir hrósað mér mikið, en auðvitað eru einhverjir sem dæma þetta. Aðallega þeir sem segja þetta of líkt teikning- um Hugleiks Dagssonar,“ segir hún. „Þetta er samt bara ein tegund teikni- mynda og það eru margir að teikna  Bækur Erna Mist sEndir fá sÉr tEikniMyndasöguna fáfræði „Ég mundi ekki segja að minn húmor væri kvenlægari. Ég var á bókamessu um daginn og þar voru mun fleiri strákar en stelpur sem keyptu bókina, en ég held að bæði kynin hafi gaman af þessu. Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð þar.“ Ljósmynd/Hari Teiknaði mest í dönskutímum Erna Mist er nýtt nafn í jóla- bókaflóðinu um þessi jól, en á dögunum kom út teikni- myndasaga hennar, Fáfræði. Teikningar Ernu eru einfaldar en textarnir eru mjög beittir og skemmtilegir. Hún segist hafa fengið mjög góðar við- tökur við þessum teikningum sínum sem margar urðu til í tímum í Menntaskólanum við Hamrahlíð hvar hún stundar nám. Það grín sem mér finnst fyndnast er yfir- leitt það sem engum öðrum finnst fyndið ... minn einkahúmor bara sem er svo absúrd stundum. svona myndir um allan heim. Hugleikur er ekki sá eini, þó hann sé fyrirmynd hér á Íslandi. Það sem skiptir samt meira máli í þessu er textinn og minn húm- or er alls ekki sá sami og hans. Ég mundi samt ekki segja að minn húmor væri kvenlægari. Ég var á bókamessu um daginn og þar voru mun fleiri strákar en stelpur sem keyptu bókina, en ég held að bæði kynin hafi gaman af þessu. Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð þar,“ segir Erna Mist höfundur og teiknari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Gullhálsmen Eðalsteinar og demantar Mastodon eru væntanlegir til landsins um helgina.  tónlist rokkjötnar haldnir í þriðja sinn uM hElgina Hátíð ljóss og hávaða Þungarokkstónleikarnir Rokkjötnar verða haldnir í þriðja sinn í Vodafonehöllinni á laugardaginn. Í ár verður sú nýbreytni að erlend hljómsveit kemur fram á Rokk- jötnum og er það ofursveitin Mastodon sem heimsækir landið kalda um helgina. „Nú er bara allt að smella. Búið að ganga frá hótelum og hetjurnar koma til landsins á morgun,“ sagði Kristinn Thorarensen skipuleggjandi þegar í hann náðist í síma í gær. „Þetta verður alveg stórkostlegt á laugardaginn og Mastodon-meðlimir eru mjög spenntir. Hátíðin átti að fara fram fyrr, en þar sem eiginkona eins meðlimanna fékk krabbamein var öllum tónleikum þeirra í Evrópu frestað. Þeir voru bara svo spenntir fyrir því að koma til Íslands að önnur dagsetning var fundin fyrir þetta og nú er komið að því,“ segir Kristinn. „Þetta eru risar í þessum þungarokksbransa. Þeir komu hingað fyrir 12 árum síðan og spiluðu á Grand Rokk og Gauknum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar,“ segir hann. „Þeir selja mikið af plötum og síðustu tvær hafa báðar farið á Topp 10 listann í Banda- ríkjunum. Þeir ætla svo að fara smá túristatúr um landið í snjónum og eru mjög spenntir fyrir ferðinni í alla staði. Rokkjötnar eru hátíð allra rokkara,“ segir Kristinn. „Alveg eins og Eistnaflug er á sumrin og allir eru vinir. Þrátt fyrir þunga rokkið þá eru það friður og kærleikur sem svífa yfir vötnum. Það verður öllu tjaldað til á laug- ardaginn,“ segir Kristinn Thorarensen skipuleggjandi. Rokkjötnar hefjast klukkan 16 og fram koma Meist- arar dauðans, Bootlegs, Muck, Kontinuum, Vintage Caravan, Sólstafir, Dimma og að lokum Mastodon. -hf Endalokin í Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur eru nánast fullkomin, spenn- an helst fram á síðustu blaðsíðu, þetta er ein af þeim glæpasögum sem komu hvað skemmti- legast á óvart á árinu og Yrsa er sannkallaður meistari. Svona skrifa norskir gagnrýnendur um bók Yrsu Sigurðar- dóttur, Lygi, sem kom nýlega út þar í landi. Bókin kom út hér á landi árið 2013. Þá valdi Adresseav- isen Lygi sem eina af tíu bestu þýddu glæpasög- um ársins í Noregi. Fyri- sögnin á gagnrýni um bók Yrsu er: „Í algjörum sérflokki.“ Gagnrýnandi blaðsins segir að þetta sé enn ein spennandi og frumleg glæpasaga frá einni af þeirri bestu í þessari grein bók- menntanna. „Við vorum varla búin að hrista af okkur óhugnaðinn í Kulda þegar Yrsa neglir okkur aftur niður í sætið með magnaðri glæpa- sögu. ... Lygi er glæpa- saga í hæsta gæðaflokki; áhrifamikil, frumleg saga um sorg, söknuð, hefnd og kærleika.“ Í bókinni segir frá fjögurra manna hópi sem fer að sinna viðhaldi í Þrídrangavita úti fyrir suðurströndinni - þaðan sem enginn kemst lif- andi nema í þyrlu. Fjöl-  Bækur yrsa hlaðin lofi í norEgi Norðmenn ánægðir með Lygi Yrsu Yrsa Sigurðardóttir fær mikið lof fyrir bók sína, Lygi, í norskum miðlum. skylda snýr heim eftir íbúðaskipti en hvorki finnst tangur né tetur af gestum þeirra. Og ung lög- reglukona rekst á áratugagamla skýrslu um eigin- mann sinn sem um- turnar lífi hennar. Yrsa sendi á dög- unum frá sér nýja bók hér á landi, Sogið, og hefur hún fengið prýðilega dóma. -hdm 106 dægurmál Helgin 4.-6. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.