Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 74
V ið eyðum töluverðum tíma á hverj-um degi í að hugsa um mat, ákveða hvað skuli snæða og svo auðvitað að borða matinn sjálfan. Þetta eru lífsnauðsyn- legir hlutir, sumir njóta þess að spekúlera í mat og drykk, aðrir vilja helst klára þetta sem fyrst svo þeir geti farið að gera eitthvað annað mikilvægara. Vissulega getur farið mikill tími í þessar pælingar, sérstaklega ef maður lætur hugmyndaflugið og lystina ráða för. Það getur orðið ákveðin nautn að hlakka til og fá bragð í munninn af mat sem maður á eftir að elda, velta vöngum yfir hráefninu, öllum möguleikum samsetninga og meðlæt- is. Endalaus sæla kynnu sumir að segja, aðrir myndu kalla það tímaþjóf. Sumir eru svo það heppnir að geta sest að borðinu og einhver annar hefur tekið þetta að sér fyrir þá. Auð- vitað geta allir eldað, það er spurning um að sýna því áhuga, í það minnsta að hafa áhuga á því hvað maður setur ofan í sig. Sérstaklega ef horft er til heilsu og lífsstíls almennt þá fer þetta að skipta verulegu máli. Bragðskynið og truflanir Það eru til ýmsar rannsóknir um það hversu miklum tíma við eyðum í þessar hugsanir, en svo virðist sem það sé allt frá hálftíma og upp í tvær klukkustundir á dag sem er býsna mik- ið ef það er talið saman. Þá er hér verið að tala um þá sem eru ekki með neina sjúklega tengingu við mat og matarinntöku samanber átraskanir eða kaloríuteljara. Bragðlaukarnir á tungunni og nefið auk augnanna eru þau skynfæri sem við notum mest til að ákveða hvaða mat okkur líkar við, það er einstak- lingsbundið og hver og einn nemur bragð á ákveðinn máta og líklega enginn alveg eins. Það má þó segja að það séu ákveðnar tegundir sem við þekkjum samanber súrt, sætt, beiskt, salt og svo umami sem kemur frá Japan og þýðir bragðmikið. Flestir hafa þúsundir bragðlauka sem spila saman, en aðrir hafa mun fleiri og hafa þannig eigin- leika sem geta gagnast þeim verulega í mat- argerð, vínsmökkun og svo framvegis. Allt getur þetta bilað og í grunninn mætti segja að hlutverk bragðskyns sé að geta greint á milli skemmds matar og heilsuspillandi sem er býsna mikilvægt. Ýmislegt getur haft neikvæð áhrif á bragðskyn, ber þar fyrst að nefna reykingar, en tóbaksnotkun í nefi og munni getur líka haft skemmandi áhrif. Tannskemmdir, léleg tannhirða og bólgur eru alræmdar ástæður truflana. Sýkingar í munnholi, eyrum og kinnholum, ofnæm- iskvef, aukaverkanir af lyfjanotkun, áverkar bæði í munni en einnig á taugum og heila geta breytt bragðskyni. Það getur verið flók- ið að átta sig á stundum og þá geta truflan- irnar verið tímabundnar eða varanlegar. Þjálfun og matarvenjur Það er líka hægt að æfa bragðlaukana, venja þá við, jafnvel breyta því sem var vont í eitt- hvað gómsætt með tímanum. Frægasta dæm- ið eru líklega ólífur og máltækið að maður eigi eftir að þroskast líki manni þær ekki frá upphafi. En þjálfun með þessum hætti felst í því að vera óhræddur við að smakka og taka afstöðu til bragðsins, lyktarinnar og áferðarinnar sem þú finnur. Sem betur fer erum við ekki öll eins og því er matur jafn fjölbreytt og vinsælt viðfangsefni og raun ber vitni. Lykilatriðið er að njóta þess að borða, gefa sér tíma og vera meðvitaður um það hvað maður lætur ofan í sig, það sem er gott getur nefnilega líka verið hollt. Ef þú horfir á mat eingöngu sem eldsneyti, treður honum í hausinn á þér og skeytir engu um það hvern- ig hann er samsettur eða búinn til, þá ertu að vanvirða líkama þinn og það sem þér var gefið. Þú ferð einnig á mis við þau jákvæðu áhrif á líkama og sálarlíf sem góður matur og drykkur getur gefið. Ekki gera málamiðlanir, maturinn skiptir máli! Skiptir maturinn máli? PISTILL Teitur Guðmundsson læknir Unnið í samstarfi við Doktor.is. Ýmislegt getur haft neikvæð áhrif á bragðskyn, ber þar fyrst að nefna reykingar, en tóbaks- notkun í nefi og munni getur líka haft skemm- andi áhrif. Breyta lyf bragðskyninu? Lyf geta haft áhrif á bragðskyn, sum meira en önnur. Eftirfarandi lyfjaflokkar geta valdið bragðskynstruflunum: n Sýklalyf n Flogaveikilyf n Þunglyndislyf n Kólesteróllækkandi lyf n Ofnæmislyf n Háþrýstilyf n Bólgueyðandi lyf n Geðrofslyf n Krabbameinslyf n Parkinsonlyf n Vöðvaslakandi lyf Er allt stíflað? Í andlitsbeinum mannsins eru fjögur pör af holum sem kallast skútar og sýking í þeim því skútabólga eða kinnholubólga. Við sýkingu þrengjast frárennslisgöng frá kinnholum til nefsins. Einkennin eru verkir í kinn- um, bak við augu, enni og stundum í hnakka. Kvillinn er algengur hjá eldri börnum og fullorðnum. Meðferðin felur í sér að losa um rennslið frá lokaða holrúminu. Hvað er til ráða? n Rétt er að forðast líkamlega áreynslu. n Rétt er að forðast mikinn hita og kulda því hitabreytingar auka á verkina. n Gott er að anda að sér gufu þar sem raki eykur á rennslið. n Gott er að drekka mikinn vökva þannig að líkaminn sé vel birgur, það þynnir einnig slímið. n Gott er að hafa hátt undir höfði við svefn. n Til eru lyf sem draga saman æðar í slímhúð nefsins. n Sýklalyf eru notuð í erfiðum til- fellum þar sem hiti fylgir. n Við krónískum kinnholubólgurm getur læknir þurft að blása og skola út úr holunum með þar til gerðu tæki. Hvað á að forðast fyrir svefninn? Mataræði og svefn tengjast mjög sterkum böndum og er því mikilvægt að huga að mataræðinu ef bæta á svefninn. Sömuleiðis getur bættur svefn hjálpað þér við að bæta mataræðið. Sum atriði eru augljós en það er margt sem getur haft áhrif á svefn þinn: 1 Koffein: Ef að þú átt erfitt með svefn er gott að draga úr inntöku koffeinríkra drykkja, s.s. kaffi, kóladrykkjum og orkudrykkjum upp úr hádegi því það tekur líkamann 8-12 tíma að skola út áhrifum þeirra. 2 Sykrað ruslfæði: Gosdrykkir og nammi getur skotið upp blóðsykrinum. Það getur verið einfalt að sofna í sykurfallinu en síðar um nóttina þegar blóðsykurinn nær lágmarki getur það raskað svefnferlinu og vakið þig. 3 Unnar kjötvörur og þroskaðir ostar: Þessi matvæli innihalda amínósýruna tyramine sem losar örvandi boðefni og raskar blóðþrýstingsstjórn okkar. Mikið kryddaður matur getur einnig verið örvandi og raskað hitastýringu líkamans. Þessa fæðu ætti því að forðast á kvöldin. 4 Þungar máltíðir: Bakflæði er algeng orsök röskunar á svefni og er mikilvægt fyrir þá sem hafa einkenni að huga að mataræðinu fyrir svefninn. Þungar máltíðir fyrir svefn, brasaður skyndibiti, sítrus- ávextir, kaffi og gos eru því á bannlista. Trefjaríkur matur er lykilatriði og hnetusmjör getur verið hjálplegt kvöldsnarl. 5 Áfengi: Sumir fá sér einn áfengan drykk fyrir svefninn, það gæti þó verið meira til ógagns. Þó svo að áfengið sé slævandi þá eru áhrifin skammvinn. Áfengið raskar svefnferlinu og minnkar endurnær- andi djúpsvefn og eykur líkur á að þú vaknir of snemma og óendur- nærð(ur). Næringarefnum bætt í matvæli Öll þurfum við nauðsynleg næringarefni til að halda heilsu. Hollt, fjölbreytt fæði getur veitt okkur öll þessi efni, þó með fáeinum mikilvægum undantekningum og þá sérstaklega D-vítamín sem ekki fæst í nægjanlegu magni úr algengu fæði. En verði fæðið of fábreytt eða lítilfjörlegt verða vítamín og steinefni oft af skornum skammti. Ákveðnir hópar, ekki síst aldraðir, eru líklegri en aðrir til að fá ófull- nægjandi næringu. Ein leið til að tryggja sem flestum bætiefnaríkt fæði og koma í veg fyrir skort er að bæta einstökum efnum í matvæli. Bætiefni sett í matvæli til að bæta lýðheilsu Dæmi eru um að íblöndun einstakra efna í ákveðin matvæli sé lögbundin eða að reglugerðarákvæði hvetji til íblöndunar í því skyni að bæta heilsu almennings eða hópa fólks. Dæmi um slíka íblöndun eru: n D-vítamín í mjólk víða á norðurhveli. n Joð í salt víða um heim þar sem joðskortur er landlægur. n Járn og B-vít- amín í mjöl. Til að íblöndun bætiefna virki sem lýðheilsuaðgerð er mikilvægt að matvaran sem um ræðir sé vandlega valin og nái til alls þorra markhópsins. Íblöndun efna í mörg eða margs konar matvæli á markaði er ekki æskileg þar sem það eykur líkur á að fólk fái það mikið af einstökum næringarefnum að það skaði heilsuna. Helgin 4.-6. desember 201574
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.