Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 46
„Þar var biðröð í suma titlana á bókasafninu. Mér fannst mjög gleðilegt að allt þetta brölt í gegnum tíðina hefur orðið til þess að börnin sækja í þetta lesefni. Á tímum þar sem lestur á undir högg að sækja,“ Ljósmynd/Hari Útköllin hafa opnað fólk Óttar Sveinsson hefur gefið út bækurnar Útkall á hverju ári síðan árið 1994 og eru þær því orðnar 22 talsins með þeirri nýjustu, sem nefnist Útkall í hamfarasjó. Óttar segir vinnu sína við Útkallsbækurnar hafa verið um margt fróðlega og á undanförnum árum hefur hann áttað sig á því hve nauðsynlegt það er að tala um áföll og upplifanir. Fólkið sem Óttar hefur talað við á þessum 22 árum skiptir hundruðum og eru bækurnar orðnar mikilvægur liður í því að skrásetja sögu þjóðarinnar. Óttar segir nóg af sögum vera eftir og ætlar að halda áfram að skrifa. Þ etta byrjaði nú allt saman árið 1994 þegar ég vann sem blaðamaður á DV,“ segir Ótt- ar Sveinsson höfundur Útkallsbók- anna. „Ég kynntist þá þyrlusveit Land- helgisgæslunnar í gegnum starfið og snemma á því ári þá spyr ég Pál Halldórsson yfirflugstjóra hvort það hefði einhvern tímann verið skrifuð bók um þeirra fræknu ferðir. Svo þróaðist það út í það að ég gerði bók það árið sem hét Útkall: Alfa TF Sif. Sú bók fór í efstu sæti metsölulist- anna og maður var alveg hlessa og ánægður, svo gerist það að þættirnir Rescue 911, sem framleiddir voru í Hollywood, sýndu þessu áhuga,“ segir hann. „Það var strax komið á samstarfi um þátt upp úr bókinni og svo kvikmynd úr efninu í næstu bók. Ég ætlaði nú aldrei að að gera aðra bók, en hún gekk jafnvel enn betur en sú fyrsta. Svo það varð ekki aftur snúið,“ segir Óttar. Samtölin verið áfallahjálp Árið 2003 stofnar Óttar bókaútgáf- una Útkall enda bækurnar orðn- ar tíu talsins. Útgáfan hefur svo stækkað, hefur nú fleiri titla á sín- um snærum og Útkallið ekki eina útgáfan. „Ég hef verið í samstarfi við frændur mína Örn og Örlyg,“ segir Óttar. „Örlygur er föðurbróðir minn, og sonur hans Halldór hefur verið í samstarfi með mér. Það var því byggt á gömlum grunni. Það sem er kannski merkilegast við þessar útkallsbækur mínar er það hvað ég hef talað við marga við gerð bókanna,“ segir hann. „Þetta eru í kringum 25 til 30 manns í hverri bók. Þegar ég fór að líta til baka þá hefur það komið mér mest á óvart að þessi vegferð sem það er að fara í gegnum slys og slíka atburði, var að hafa mikil áhrif á sögupersónurn- ar. Að því leytinu til að þessi sam- töl voru að gefa þessu fólki ákveðna áfallahjálp,“ segir Óttar. „Mjög lýs- andi dæmi er til dæmis sagan úr bókinni sem kom út fyrir þremur árum. Hún fjallaði um snjóflóðin sem féllu í Neskaupsstað árið 1974. Þá gerist það að ég kem úr Reykja- vík og fer að skrifa um þennan at- burð. Allir sem mundu eftir þessu og upplifðu voru til í að segja sína sögu af þessu og mikið af þessu fólki hafði ekki sagt frá eða talað um þennan atburð í öll þessi ár,“ segir hann. „Hvað þá fengið einhverja áfallahjálp eða slíkt. Það sama gekk yfir alla aðra íbúa bæjarins. Fólk upplifði samtölin við mig fyrir bók- ina, sem einhvers konar hjálp. Það sem ég er að fara yfir í þessum bók- um eru hamfarir. Þeir sem upplifa þetta þurfa að tala um þetta. Hvort sem það eru íbúar bæjarfélaganna eða líka björgunarsveitafólk sem fer einnig í ákveðna vegferð sem tengist áfallahjálp við gerð þessara bóka. Þetta er það sem hefur gefið manni mesta gleði í hjartað,“ segir hann. „Svo með þessu fór ég sjálfur að hugsa um mín áföll og sótti mér áfallahjálp vegna systurmissis sem ég varð fyrir, fyrir nokkrum árum,“ segir Óttar. „Á sínum tíma var ekk- ert um það að leita sér hjálpar við áföllum. Fólk hélt bara áfram og þótti óþarfi að vera að ræða þessa hluti eitthvað frekar. Þjóðin ræddi þessa hluti ekki neitt, nema kannski undir áhrifum áfengis.“ Útkallið vinsælt í skólum landsins Útkallsbækurnar eru merkileg heimild um sögu þjóðarinnar í gegn- um tíðina. Það gleður Óttar mjög hvað margir skólar hafa tekið það upp að láta nemendur lesa bækurnar. Hann segir sögurnar vera nægar í næstu bækur. „Það er nóg til,“ seg- ir Óttar. „Það er mikið eftir. Marg- ir hverjir stórir hlutir. Það sem er skemmtilegt er að í fyrra var farið að hringja töluvert í mig úr grunnskól- um landsins,“ segir hann. „Til dæmis var hringt í mig frá grunnskólanum á Dalvík þar sem ég var beðinn um að koma í heimsókn. Þar áttu kenn- ararnir mjög gott með að fá börnin til þess að lesa Útkallsbækurnar,“ segir Óttar. „Þar var biðröð í suma titlana á bókasafninu. Mér fannst mjög gleðilegt að allt þetta brölt í gegnum tíðina hefur orðið til þess að börnin sækja í þetta lesefni. Á tímum þar sem lestur á undir högg að sækja,“ segir hann. „Þessar sögur eru part- ur af sögu þjóðarinnar. Fólk um allt land á tengingu við þessar sögur því þetta er íslenskur raunveruleiki. Á Dalvík spurði ég börnin hve mörg þeirra hefðu orðið fyrir áfalli í lífinu. Það komu blik í mörg augun og þá fór ég yfir það með þeim hve mikil- vægt það er að tala við einhvern um áföll sem maður verður fyrir,“ segir Óttar. „Þetta eru frásagnir og flestir eiga auðvelt með að lesa þessar sög- ur. Þetta eru spennusögur fyrst og fremst. Nú er búið að gefa þetta út í mörgum löndum erlendis og nú ligg- ur fyrir að framleiða kvikmynd eftir sögunni Útkall á jólanótt, svo þetta hefur nú undið upp á sig á þessum 22 árum,“ segir Óttar Sveinsson rit- höfundur. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Þetta eru í kringum 25 til 30 manns í hverri bók. Þegar ég fór að líta til baka þá hefur það komið mér mest á óvart að þessi vegferð sem það er að fara í gegnum slys og slíka atburði, var að hafa mikil áhrif á sögupersónurnar. JÓLASKÓGURINN Á HÓLMSHEIÐI OPINN UM HELGAR Í DESEMBER FRÁ 11 - 16 -HÖGGVIÐ YKKAR EIGIÐ JÓLATRÉ HEITT KAKÓ & JÓLASVEINAR HEIDMORK.IS JÓLASKÓGURINN JÓLAMARKAÐUR RAUÐHÓLAR ÞJÓÐVEGUR SELFOSS REYKJAVÍK 100% DÚNN 15.980 2 til 10 ára DÚNÚLPA Fæst í 5 litum Við viljum einungis það besta fyrir börnin okkar og því völdum við 100% dúnfyllingu með ekta loðskinnskraga. LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI 100% DÚNN LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS HÖFUM OPNAÐ Í KRINGLUNNI 15.980 2 til 10 ára DÚNÚLPA Fæst í 5 litum Við viljum einungis það besta fyrir börnin okkar og því völdum við 100% dúnfyllingu með ekta loðskinnskraga. 46 viðtal Helgin 4.-6. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.