Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 84
84 matur & vín Helgin 4.-6. desember 2015 „Eins og að vera kominn aftur til Ítalíu“ Hjónin Massimo og Katia hafa verið búsett á Íslandi um árabil. Þau reka veitingastaðinn Massimo og Katia við hlið hins fornfræga Lauga-Áss á Laugarásveginum og reiða þar fram ítalskan heimil- ismat. Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson er meðal fastagesta og ber staðnum söguna afar vel. É g rambaði nú bara á þau fyrir tilviljun. Ég var þó búinn að heyra vel af staðnum látið. Þegar ég átti leið þarna hjá með fé- lögum mínum ákváðum við að kíkja inn og fá okkur lasagne.“ Einlæg matargerð úr besta hráefninu Kristján fer gjarnan í góðra vina hópi og nýtur þess að fá sér „genu- ine“ pasta eins og hann orðar það. „Mér finnst það mjög jákvætt fyr- ir íslenskt samfélag að fá smá til- breytingu í lífið og tilveruna og ég álít að matreiðslan hjá Massimo og Katia komist næst því að færa okk- ur ekta ítalska matargerð.“ Krist- ján hefur verið búsettur erlendis meiri hlutann af ævinni, og lengst á Ítalíu þar sem hann sinnti söngn- um. „Mér finnst ég vera kominn til Ítalíu þegar ég borða á Massimo og Katia. Ég hef alltaf verið hrif- inn af matargerðinni á suður-Ít- alíu og mestu máli skiptir að nota besta hráefnið og það er raunin hjá þeim.“ Veitingastaðurinn er sannkallaður fjölskyldustaður en Massimo og Katia elda allan mat saman enda líkar þeim það best. „Ég er þokkalegur kokkur sjálfur Kristján Jó- hannsson er afar hrifinn af matar- gerðinni á ítalska veit- ingastaðnum Massimo og Katia á Laugarásvegi 1. „Mér finnst ég vera kominn til Ítalíu þegar ég borða á Massimo og Katia.“ Mynd/ Hari og ég gríp með mér handgert pasta þegar ég hef tíma,“ segir Kristján, en Massimo og Katia selja einmitt hand- gert pasta sem er tilvalið að taka með heim og matreiða sjálfur. Ítalskar jólakökur og freyðivín Massimo og Katia bjóða upp á fleira en eingöngu pasta, svo sem hágæða ólífuolíu, kex og fleira. Kristján er nýbúinn að ganga frá pöntun á olíu og ítölskum jólakökum fyrir jólin. „Kökurnar minna svolítið á sandköku og eru fáanlegar hrein- ar, eða „pandoro“ sem nefnist einnig gullkaka, eða „panetone“ sem er með þurrkuðum ávöxtum,“ segir Kristján. Hann hlakk- ar því mikið til að gæða sér á ítölskum gæðaveigum yfir hátíð- irnar. „Best er að njóta kökunnar með því að hella smávegis af góðum líkjör yfir hana og skála svo í köldu, þurru freyðivíni.“ Unnið í samstarfi við Massimo og Katia Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar, er ánægður með viðtökurnar sem Boli hefur fengið. Boli hlaut silfurverð- laun í sínum flokki á Euro- pean Beer Star á dögunum.  Bjór Íslenskur Bjór hlaut silfurverðlaun á european Beer star Boli verðlaunaður í Þýskalandi „Við erum ótrúlega ánægð með þessa viðurkenningu. Á palli í þessari keppni eru mörg af flott- ustu brugghúsum heims um þessar mundir. Þetta er því mikil viðurkenning fyrir okkur,“ seg- ir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Bjórinn Boli vann til verðlauna á European Beer Star í Þýska- landi á dögunum. Þetta var í tólfta sinn sem keppnin er haldin en hún stækkar með hverju árinu. Að þessu sinni tóku 1.957 bjórar frá 45 löndum þátt. Veitt eru gull-, silfur- og bronsverðlaun í hverjum flokki og hlaut Boli silfurverðlaunn í flokknum German Style Festbier. Meðal þekktra brugghúsa sem verðlaunuð voru á European Beer Star voru bandarísku brugghúsin Goose Island, Firestone Walker, Boston Beer Company, Left Hand Brewing Company, Sierra Nevada Brewing og Ballast Point auk OUD beersel frá Belgíu, Aegir Bryggeri frá Noregi og hins danska Hornbeer. Boli var settur á markað hér á landi 2012 og hefur hann fengið góðar viðtökur. Hann flokkast sem Märzen/Octoberfest að þýskri fyrirmynd, er 5,6% að styrkleika með þéttu bragði og ágætri humla- beiskju. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni tók það ekki nema nokkra mánuði að slá við sölunni á Egils Premium og undanfarin tvö ár hefur salan svo meira en tvö- faldast. Gerir Ölgerðin ráð fyrir að selja um 650.000 lítra af Bola á þessu ári, sem jafngildir tæplega tveimur milljónum 33 cl flaska á einu ári. S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA Sölutímabil 5. – 19. desember Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Kringlunni, Skeifunni og Hörpu Hafnarborg - Hafnarfirði Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum Litla jólabúðin – Laugavegi Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is L A N D S L A G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.