Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 04.12.2015, Blaðsíða 10
Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Jólabæklingurinn er kominn út. Sjá nánar á sminor.is. Umboðsmenn um land allt. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is SIEMENS Þvottavél WM 14E477DN Tekur 7 kg, vindur upp í 1400 sn. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Orkuflokkur A+++. Fullt verð: 104.900 kr. Jólaverð: 84.900 SIEMENS Bakstursofn HB 23AB221S (hvítur) Hagkvæmur með 67 lítra ofnrými. Fimm ofnaðgerðir. Fullt verð: 119.900 kr. Jólaverð: 89.900 kr. SIEMENS Kæli- og frystiskápur KG 36VUW20 (hvítur) Orkuflokkur A+. „crisperBox“-skúffa. LED-lýsing. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Fullt verð: 94.900 kr. Jólaverð: 74.900 kr. Palma Gólflampi 19901-xx Fáanlegur í antíklit og stáli. Fullt verð: 18.900 kr. Jólaverð: 11.900 kr. kr. S vala Ísfeld Ólafsdóttir, dós-ent við lagadeild HR, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar á dómum Hæstaréttar, þar sem sakfellt er fyrir nauðgun og þol- andi brotsins er barn yngra en 18 ára. Í rannsókn hennar kemur í ljós að frá og með stofnun Hæstaréttar árið 1920 þar til í ágúst á þessu ári hafa á þriðja hundrað dóma fallið vegna kynferðisbrota gegn börn- um. 32 þessara dóma varða nauðg- un ungmenna sem falla ekki undir sérákvæði gagnvart börnum, þ.e. sifjaspell, trúnaðartengsl eða brot gegn barni undir lögaldri. Í öllum tilfellum var þolandinn stúlka og gerandinn karlmaður. Meðalaldur þolenda var 15,7 ár og meðalaldur geranda 26 ár. Brotin voru langoft- ast, í tuttugu tilfellum, framin á um- ráðasvæði geranda (heimili, sumar- bústað, bifreið eða hlöðu). Það sem er áhugavert við þessa rann- sókn á dómunum er að þú skoðar sér- staklega og dregur fram upplýsingar sem snúa að líðan, tilfinningum og hugsunum þolendanna. „Já, mér fannst mikilvægt að skoða dóma þar sem sakfellt er fyrir þessi brot sérstaklega því þar er að finna margvíslegar þýðingarmiklar upp- lýsingar sem við getum dregið lær- dóm af. Það má átta sig betur á eðli brotanna og einkennum með því að lesa dóma hæstaréttar. Ég skoðaði sérstaklega upplýsingar um líðan, tilfinningar og hugsanir þolend- anna. Ekki síst í þeim tilgangi að mæta þolendum af meiri skilningi, til þess að konur þori að segja frá eins alvarlegum atburði og nauðg- un er og leiti sér hjálpar. Skömm- in sem svo margar konur upplifa gerir það að verkum að þær byrgja þetta inni og getur það síðar meir valdið veikindum, bæði andlegum og líkamlegum. Í kjölfarið kemur allt annað, eins og til dæmis hvort þær vilja kæra. Mikilvægt er að við spyrjum okkur hvað við getum gert til að stuðla að því að konum sem er nauðgað líði ekki eins og sak- borningum. Að þær þurfi ekki að skammast sín og upplifa að þær hafi gert eitthvað rangt. Númer eitt í mínum huga er að þolanda kyn- ferðisbrots finnist hann hafa frelsi til að segja frá.“ En í ljósi þess sem hefur gerst nýlega, að meintur gerandi kæri meintan þolanda fyrir rangar sakagiftir, eins og í hinu svokallaða Hlíðamáli. Það er nú varla til þess að hvetja þolend- ur til að segja frá, hvað þá kæra? „Það er mjög óvenjulegt að meint- ur þolandi skuli vera kærður fyrir rangar sakargiftir strax á frumstigi rannsóknar. Þetta er einstakt tilvik og ég man ekki eftir öðru dæmi. Ég hef enga trú á því að aðrir lög- menn muni almennt leika þetta eftir. Í þessu máli er staðan sú að kærandi brots er samtímis kærður fyrir alvar- legt hegningarlagabrot. Hann er því sakborningur samhliða því að kæra. Þetta hefur án efa neikvæð áhrif á þá sem velta fyrir sér hvort þeir eigi að leggja í að kæra eða ekki og til þess fallið að fæla þolendur frá því að kæra. Svo spyr maður sig; verði ein- hver sakfelldur fyrir nauðgun sem hefur kært þolanda fyrir rangar sak- argiftir, er það ekki ávísun á kæru fyrir rangar sakargiftir af hálfu þol- andans? Hvar endar þetta?“ Nú er það svo að aðeins lítill hluti kæra vegna nauðgunar kemst áfram í kerfinu og stundum hefur maður á tilfinningunni að dómstólar leiti hverrar glufu til að sýkna gerendur. Er það svo, að dómskerfið sé “ger- endavænt”? „Nei, það er ekki svo. Ég ber traust til dómstólanna og þeir fara eft- ir reglum sakamálalaganna um sönnun og sönnunarmat. Engar sérkröfur eru gerðar til strangara sönnunarmats í þessum málum umfram önnur. Vandinn í þessum brotaflokki byggist á hinum oft og tíðum veikburða sönnunargögnum í málunum þar sem orð er gegn orði, engum vitnum til að dreifa eða sýnilegum sönnunargögnum, s.s. áverkum. Þetta gerir sönnun erf- iða. Þó tel ég að styrkja megi fram- burði og skýrslur sérfræðinga sem skoða þolendur í kjölfar brots og að skoða megi hvað sé nauðsynlegt að þar komi fram til að þær nýtist sem gagn í dómi til sönnunar á sekt.“ Hvað með nýju lögin í Bretlandi, þar sem meintir gerendur þurfa að sanna að þeir hafi fengið “já”, frekar en að meintur þolandi þurfi að sanna að hann hafi sagt “nei”. „Ég er ekki búin að skoða hina bresku löggjöf í kjölinn en sýnist í fljótu bragði að sakborningur þurfi að sýna fram á að hann hafi haft gilda ástæðu til að vera í góðri trú um samþykki. Íslenska ákvæðið segir ekkert um samþykki berum orðum, þótt það sé undirliggjandi skilyrði. Breska framsetningin er áhugaverð og ef til vill ástæða til að skoða íslenska ákvæðið í því ljósi, þ.e. hvort herða megi á skilyrði, í lögum eða dómaframkvæmd, um að gerandi geti talist hafa verið í góðri trú um samþykki. Það myndi þó ekki leysa úr öllum álitamálum og er vandrötuð leið.“ Það eru engin stöðluð viðbrögð við nauðgun Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, kynnti í gær fimmtudag, á ráðstefnu um kyn- ferðisbrot í Háskólanum í Reykjavík, niðurstöður rannsóknar sinnar á dómum Hæstaréttar, þar sem sakfellt er fyrir nauðgun og þolandi brotsins er barn yngra en 18 ára. Hún segir mikinn lærdóm mega draga af þessum dómum, sérstaklega af upplýsingum er varða líðan þolendanna. Einnig veki það athygli hversu persónulegar lýsingar um kynhegðun kvennanna fyrir brotið birtist í dómunum. Hún segir drusluskömm þó ekki lengur endurspeglast í löggjöfinni þó enn eimi eftir af henni annars staðar. Helstu ástæður þess að þolandi kærir ekki n Skömm, sektar- kennd og niður- læging n Þolandi hefur óhlýðnast foreldrum n Ótti við umtal n Ótti við geranda n Samúð með geranda n Gerandi nýtur virðingar n Viðbrögð vina og vandamanna Í 29 af 32 tilfellum leitaði þolandi læknisaðstoðar 76% tilfella sjást líkamlegir áverkar á þolanda 75% brotanna voru kærð innan tveggja sólarhringa 95% tilfella neitar gerandi sök 34% tilfella sætir gerandi gæsluvarð- haldi 18% tilfella sætir gerandi geðrann- sókn Þegar dómar eru skoðaðir þá er þar oft tekið fram hvernig þolandi hegðar sér gagnvart geranda eftir verknað. Skiptir þetta máli fyrir dómi? „Það eru engin stöðluð viðbrögð við nauðgun eða eftir verknað. Viðbrögð eru ekki mælikvarði á það hvort verknaður hafi verið framin eða ekki, en tiltekin viðbrögð sem lýst er í dómi geta stutt við framburði og frásagnir aðila og vitna. Rannsóknin á sakfellingardómum Hæstaréttar sýnir að viðbrögð þolenda á meðan á verknaði stendur og eftir framningu hans eru afar ólík. Sumir berjast á móti meðan aðrir streitast á móti, sumir biðja geranda um að hætta, aðrir frjósa eða gráta og í einu tilviki sagðist stúlka hafa látið sem hún svæfi í þeirri von að áhugaleysi henn- ar myndi leiða til þess að maðurinn léti hana í friði. Svo eru tilvikin þar sem þolandinn sefur ölvunarsvefni og er ófær bæði um að gefa samþykki eða streitast á móti.“ En hvað með klæðnað þolanda og ölvun? Í hegningarlögunum frá 1869 þá var refsing við nauðgun vægari er þolandi hafði á sér “óorð”, er þessi drusluskömm enn til staðar? „Það má vel vera að drusluskömm sé enn til staðar í samfélaginu. Með breytingunum á hegningarlögunum í gegnum tíðina hefur orðfæri sem gerir lítið úr verðleikum kvenna verið afnumið í samræmi við breytt- an tíðaranda. Drusluskömmin end- urspeglast þannig ekki í löggjöfinni þó að eima kunni eftir af henni ann- ars staðar. Þegar dómarnir þrjátíu og tveir eru lesnir vekur athygli manns að áður fyrr var að finna mjög persónulegar upplýsingar um kynhegðun kvennanna fyrir brot- ið. Skýringin er m.a. sú að fram til ársins 1992 var eingöngu litið svo á í réttarframkvæmd að konu hefði verið nauðgað ef maður hafði kom- ið getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar og hafið samfarahreyfingar. Árið 1992 var nauðgunarákvæðinu breytt á þann veg í fyrsta lagi að það verndaði bæði karla og konur, en fram að því gátu eingöngu konur verið þolendur brotanna. Í öðru lagi voru „önnur kynferðismök“ lögð að jöfnu við samræði. Árið 2007 var síðan ákveðið að innlima í nauðg- unarákvæðið verknaði sem höfðu varðað vægari refsingu, eins og að notfæra sér ástand manneskju sem ekki getur spornað við verknaði, s.s. vegna ölvunar eða notfæra sér andleg vanheilindi manneskju. “ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 10 fréttaviðtal Helgin 4.-6. desember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.