Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 22.12.2015, Qupperneq 14
V Vetrarsólstöður eru í dag, þriðjudaginn 22. desember, og sólargangur því stystur. Dag tekur því að lengja á ný. Þótt skammdegið vari enn um hríð er það fagnaðarefni í hvert eitt sinn er sól tekur að hækka á lofti á ný, ekki síst á norðlægum slóðum þar sem dagskíma er stutt á þessum árstíma. Í vændum eigum við hins vegar nóttlausa tíð þegar vorar. Jólin eru fram undan, sú forna og nýja sól- hvarfahátíð þegar endurkomu sólarinnar er fagnað, miðsvetrarhátíð er síðar varð hátíð kristinna manna. Ýmsum þykir nóg um tilstandið vegna jólanna – og vafalaust fara einhverjir fram úr sér í tilefni þeirra. Fyrir flesta er jólahá- tíðin þó kærkomin hvíld eftir talsvert at í aðdraganda þeirra, ljósanna hátíð þegar myrkrið er mest. Um jól gera menn sér dagamun í mat og drykk, koma saman og eiga góðar stundir. Aðventan er einnig tími sam- veru fjölskyldna og vina og ekki síst tími barnanna. Það er gaman að föndra eða baka með börnum. Ánægja þeirra er einlæg sem og tilhlökkun til jólanna. Það er spennandi að fá eitthvað fallegt í skóinn frá jólasveininum og síðan pakka sem bíða undir skreyttu jólatré. Sama má segja um þann góða sið að senda vinum og ættingj- um jólakort með hlýjum kveðjum. Maður er manns gaman og fátt jafnast á við það að eiga góða að. Tími gefst oft um jól og áramót að staldra við, líta yfir farinn veg og jafnframt fram á veginn til þess nýja árs sem bíður með tæki- færi sín og áskoranir. Fagna ber því sem vel hefur gengið en um leið eiga margir um sárt að binda, einkum þeir sem sjúkir eru eða hafa misst einhvern sér nákominn. Jólin eru ekki síst sá tími sem fólk hugsar til þeirra sem gengnir eru. Það sést best á heimsókn- um fólks að leiðum ástvina í kirkjugörðum landsins yfir jólin. Kirkjugarðarnir eru fal- lega skreyttir og ljósum prýddir. Þar er því gott að eiga stund og hugsa hlýtt til þeirra sem á undan fóru og ruddu brautina fyrir okkur. Rétt er einnig að minnast þess að í vel- ferðarsamfélagi okkar standa ekki allir jafnt að vígi. Margir eru þeir sem ekki ná endum saman af ýmsum ástæðum, þótt atvinnuleysi hafi sem betur fer minnkað mjög frá því er verst lét í kjölfar hrunsins. Fátt er verra böl vinnufúsum höndum en atvinnuleysi. Ýmsar hjálparstofnanir liðsinna þeim sem verst eru settir, en það er blettur á okkar ágæta samfé- lagi að fólk sé í þeirri stöðu að þurfa að leita á náðir góðgerðasamtaka með matar- eða fataúthlutun um jól – eða á hvaða öðrum tíma ársins sem er. Þegar á heildina er litið er engu að síður ástæða til bjartsýni. Árið sem er að líða hefur að flestu leyti verið þjóðinni hagstætt. Við höfum náð okkur upp úr öldudalnum og góð- æri verið til lands og sjávar. Mest hefur mun- að um áframhaldandi uppgang ferðaþjónust- unnar sem skilar æ meira til þjóðarbúsins, þótt vissulega beri að fara með gát í um- gengni við viðkvæma íslenska náttúru. Ekki verður annað séð en framhald verði á vin- sældum Íslands meðal erlendra ferðamanna, komi ekkert óvænt upp á. Kappsamlega er einnig unnið að afnámi hafta sem mikilvægt er fyrir hagsmuni einstaklinga, fyrirtækja og þjóðar, þótt þar beri vissulega að fara með gát til að forðast kollsteypu. Tekist hefur að halda verðbólgu í skefjum þrátt fyrir umtalsverðar launahækkanir á því ári sem er að líða. Það er því full ástæða til að gleðjast og halda hátíðleg jól, njóta samvistar við aðra og hvíldar og endurnæringar í kjölfar undir- búnings hátíðahaldanna, hvort heldur er við bóklestur, hressandi útivist eða annað sem nærir líkama og sál. Fréttatíminn óskar landsmönnum gleði- legra jóla. Hátíð gengur í garð Kærkominn tími samveru og hvíldar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Opið mán. - föst. 8:30 - 19:00 og 10 - 18 um helgar facebook.com/krumma.is krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík Jólagjöfin fæst í KRUMMA Frá 16.800.- Dúkkuvagnar 13.500.- Gönguvagn með kubbum 5.235.- Lestarsett Safari frá Krum m a k r i n g l u n n i Armbandið Flóra er skreytt með sjö áhengdum gripum sem Eggert Pétursson og Sif Jakobs hafa hannað fyrir Leonard á undanförnum árum, til styrktar börnum. Armband með einum grip: 12.500 kr. Hver stakur gripur til viðbótar: 5.500 kr. S I L F U R S K A R T L E O N A R D 2 0 1 5 Flóra 14 viðhorf Helgin 22.-27. desember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.