Fréttatíminn - 22.12.2015, Page 16
Miði fyrir tvo á
ABBA söngleikinn sem
enginn má missa af
Mamma Mia
12.900 kr.
Miði fyrir tvo á Njálu
og eitt eintak af
Brennu-Njáls sögu.
Njála
12.200 kr.
OPIÐ TIL 22
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins
Gjafakort fyrir tvo
og ljúffeng leikhúsmáltíð
Leikhúskvöld fyrir sælkera
12.500 kr.
Sérstök
jólatilboð
G
uðrún Helgadóttir tekur á móti blaða-
manni á fallegu heimili sínu við Tún-
götuna í Reykjavík og býður til sætis við
borðstofuborðið þar sem smákökur og
kaffi bíða okkar. Guðrún hefur greinilega
setið við gjafainnpökkun en gjafir til fjölda barnabarna
og langömmubarna liggja á víð og dreif um stofuna.
Einn af okkar ástsælustu barnabókhöfundum er að
sjálfsögðu hrifin af því að gefa börnum bækur í jólagjöf
því sögur eru ekki bara sögur og að gefa bók er svo
miklu meiri gjöf en við oft áttum okkur á.
„Það er ekki bara mikilvægt að börn lesi sjálf heldur
er alls ekki síður mikilvægt að það sé lesið fyrir börn
því þannig læra þau að hugsa og tala. Það er svo yfir-
gengilega mikilvægt og það er allt við það sem er svo
gott. Það er nándin og samveran við foreldrana sem
er svo ómótstæðilegt fyrir börn. Það var nú kannski
það sem ég var alltaf að reyna að gera, að skrifa þessar
bækur þannig að báðir aðilar hefðu gaman af, sá full-
orðni og barnið. Því börn láta ekki plata sig og þau
finna þegar mömmu og pabba leiðist en verða svo
óskaplega hamingjusöm þegar mömmu og pabba
finnst gaman. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt
og það hefur glatt mig óskaplega þegar ég hef fengið
þakkir fyrir fallegu stundina á jóladagsmorgun þegar
fjölskyldan lá saman og las nýju bókina.“
Það vantaði bók um sjómannsfjölskyldu
Fáar íslenskar barnabækur hafa notið jafn mikilla vin-
sælda og bækurnar þrjár um stóru barnafjölskylduna í
litla húsinu sem sagðar eru af þremur ólíkum systrum.
Sitji guðs engar, Saman í hring og Sænginni yfir minni
hafa allar þrjár verið endurprentaðar ótal sinnum og
nú síðast allar saman í einni bók. „Þetta er óskaplega
falleg útgáfa og mér finnst gaman að þessar sögur séu
komnar í eina sæng,“ segir Guðrún. „Ég hef alltaf verið
óskaplega lengi að skíra bækurnar mínar en titilinn á
þessari bók vissi ég áður en ég byrjaði að skrifa hana.
Hver bók myndi bera þessar ljóðlínur og hver bók yrði
sögð frá sjónarhóli hverrar systur.
Ég hef samt aldrei skrifað bók fyrr en ég veit ná-
Ákvað snemma að lifa ekki ljótu lífi
Nýlega voru einar vinsælustu barnabækur okkar ástsælasta barnabókahöfundar endurútgefnar í
einni bók. Sögurnar í Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, fjalla um þrjár systur
sem alast upp í litlu húsi í stórum barnahópi við þröngan kost og segir Guðrún Helgadóttir þar margt
minna á sína eigin æsku. Guðrún er sjálf sjómannsdóttir sem ólst upp í 60 fermetra húsi í Hafnarfirði
með foreldrum sínum, ömmu og afa og níu systkinum. Hún brosir að fallegum minningum frá þeim
tíma en segir þó ekkert rómantískt vera við fátækt. Fátt sé andstyggilegra en að börn búi við fátækt.
Sjálf ákvað hún snemma að búa sér til fallegt líf og segist hafa reynt í sínum sögum að skapa börnum
væntingar, því auk þess að kenna börnum að lesa og hugsa þá sé skáldskapurinn gluggi út í lífið.
Framhald á næstu opnu
Guðrún Helgadóttir er glöð yfir því að sjá sögurnar sínar, Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, vera komnar í eina sæng í nýrri útgáfu. Ljósmynd/Hari
kvæmlega um hvað hún á að vera og kann ekki að gera
það öðruvísi. Jón Oddur og Jón Bjarni voru til dæmis
spegilmynd af minni eigin fjölskyldu. Pabbinn var kenn-
ari og mamman var hjúkrunarfræðingur, sem ég er
reyndar ekki, en þetta var svona venjulega íslensk fjöl-
skylda í blokk í Reykjavík. Næsta bók, Í afahúsi, fjallaði
um pabba sem vildi vera skáld og var ekkert voðalega
sterkur til vinnu heldur vildi fá að vera í ró og næði að
búa til kvæði. Tóta dóttir hans var nú ekkert voðalega
ánægð með það og hún skildi ekki hvernig það kom
heim og saman að í skólanum var talað af svo óskaplegri
virðingu um skáldin en ekki annarsstaðar. Tóta komst
fljótlega að því að svona vel talaði fólk bara um dáin
skáld. En svo rann það upp fyrir mér, sjómannsbarninu,
að það hafði verið skrifað óskaplega lítið um sjómanns-
fjölskyldur fyrir börn. Á Íslandi, þar sem erfitt líf sjó-
mannsins er undirstaða velferðar í landinu.“
Mikið af Guðrúnu sjálfri í bókunum
Sögurnar um systurnar þrjár, Heiðu, Lóu Lóu og Öbbu
hina, segja frá lífi stórrar fjölskyldu sem býr við þröngan
kost og barnaskarinn á pabba sem sjaldnast er heima
því hann er alltaf á sjó. Er eitthvað af sjómannsdóttur-
inni Guðrúnu í þessum stelpum?
„Auðvitað er maður alltaf að skrifa um eitthvað sem
maður þekkir. Ég held að allir rithöfundar séu að skrifa
um eitthvað sem þeir hafa reynt sjálfir, án þess að það
séu einhverjar sjálfsævisögur. Í bókunum eru mörg
systkini í heimili og hver saga er sögð frá sjónarhóli
hverrar systurinnar fyrir sig. Elsta systirin, Heiða,
segir fyrstu söguna og þegar hún kom út þá var ég alltaf
spurð hvort að ég væri Heiða því hún er elsta systirin
í stórum barnahópi, er dálítið dugleg, vill öllu ráða og
stjórnar börnunum með harðri hendi. Ég sagðist nú
ekki geta svarið allt af mér í henni og viðurkenndi að
það væru einhverjir partar af mér í henni.
Í annari bókinni segir miðsystirin, Lóa Lóa, söguna
og þegar miðsystir mín frétti það þá varð hún mjög
æst og sagðist alls ekkert kæra sig um að ég væri að
skrifa bækur um hana. En ég gat nú róað hana því hún
var óskaplega myndarleg í höndunum og fræg fyrir að
prjóna en Lóa Lóa hataði að prjóna.
Síðasta bókin er sögð af litlu listakonunni Öbbu hinni
og hún er svo skemmtileg að enginn hefur sett sig upp á
móti því að vera fyrirmynd hennar. En jú, ætli það megi
ekki segja að allar systurnar séu hálfgert samansafn af
mér.“
Fátækt er ekkert rómantísk
Sögur Guðrúnar eiga það sameiginlegt að gefa
skemmtilega sýn á þjóðfélagið og gefa fullorðna fólkinu
16 viðtal Helgin 22.-27. desember 2015