Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.12.2015, Síða 54

Fréttatíminn - 22.12.2015, Síða 54
Úr heimsreisu í Háskólabíó Á síðustu jólatónleikum Baggalúts um helgina fékk Brynjar Leifsson, gítarleikari Of Monsters And Men, að stíga á stokk með sveitinni. Hann kom til landsins á laugardag eftir margra vikna reisu með OMAM og fann sig knúinn til þess að heimsækja drengina í Háskólabíó og spilaði á gítar með sveitinni. Húslestur í Petersen svítunni Í dag, þriðjudag, er komið að síðasta húslestrinum í Petersen svítunni, í bili. Að þessu sinni er áherslan á skáldsögur og ævisögur og þar á meðal verður fjallað um bók sem gæti stuðlað að betri ævisögu kvenna, því bók Kristínar Tómasdóttur, Stelpur-tíu skref að sterkari sjálfsmynd, verður eitt af viðfangsefnum Húslesturs- ins. Aðrir rithöfundar sem koma fram eru Sigmundur Ernir, sem fjallar um bók sína Munaðarleysinginn, Egill Ólafsson les úr ævisögu sinni, Á meðan ég man og Guðni Líndal segir frá Leyndardómum erfingjans sem er æsispenn- andi saga, framhald af bókinni Leitin af Blóðey. Eins og áður hefst Hús- lesturinn í Petersen svítunni í Gamla bíói klukkan 20.30 en rauðvínskynning hefst klukkustund áður, svo mælt er með því að mæta tímanlega og koma sér vel fyrir. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Mikil aðsókn á Star Wars Nýja Star Wars myndin hefur vakið mikla athygli og umtal hér á landi. Alls sáu 27.488 manns myndina fyrstu helgina og væntanlega þarf ekki að bíða lengi eftir því að hún slá við nýju James Bond myndinni, Spectre, en rúmlega 50 þúsund manns hafa séð hana.  Plötusala Varnarsigur hjá Braga Valdimar og félögum Bragi Valdimar er konungur jólanna Emmsjé Gauti útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla um helgina. Samsett mynd/Hari  tónlist Emmsjé gauti Eignaðist Barn og gErði það gott í ár Kórónaði frábært ár með því að klára stúdentsprófið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti fagnaði þeim áfanga um helgina að hafa lokið stúdents- prófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Gauti sem er 26 ára gamall er feginn að vera laus við þennan áfanga í lífinu og segir að hann hafi verið mun tilbúnari til þess að fara í skóla eftir að hann komst yfir tvítugsaldurinn. Gauti hefur verið mjög vinsæll á árinu sem er að líða og í haust eignaðist hann sitt fyrsta barn. Hann segist skulda sálinni að fara í eina sumarbústaðarferð til þess að hvíla sig. m ig langaði til að klára eitthvað,“ segir Emmsjé Gauti um stúdents- prófið. „Gott að losna við hnútinn. Þetta hefur samt ekkert legið yfir mér en það er gott að klára það sem maður byrjar á,“ segir hann. „Ég fann mig ekkert þegar ég fór í menntaskóla 15 eða 16 ára gamall. Það var samt alltaf verið að hamra á því að maður þyrfti að fara í skóla. Pressan var ekki frá foreldr- um mínum, heldur frekar bara frá samfélaginu,“ segir Gauti. „Mér finnst í rauninni algert kjaftæði að pressa á mann að klára þetta próf þegar maður er ekkert tilbúinn í það. Ég fór bara frekar að búa til músík og ferðast,“ segir hann. „Ég fann mig á öðrum sviðum, en þegar ég fann hvað mig langaði að læra, og var aðeins búinn að róa hausinn á mér, þá ákvað ég að vinda mér í þetta. Þá var ég tvítugur eða 21 minnir mig,“ segir Gauti. „Ég tók þetta í dagskóla og dílaði bara við það. Seinustu áfangana tók ég að vísu í sumarskóla, en meirihluta náms- ins var ég dagskóla bara,“ segir hann. „Ég er mjög sáttur. Ég hafði farið í grafíska miðlun í Tækni- skólanum og þá átti ég ár eftir af stúdentsnáminu. Núna er ég kominn í pásu frá skóla,“ segir hann. „Ég hugsaði oft þegar ég sat í dönsku og stærðfræðitímum, Hvað í andskotanum er ég að gera hérna?,“ segir Gauti. „Sérstaklega í verkefnavinnu með 16 ára krökk- um. Þau tóku mér bara mjög vel. Fólk á Íslandi böggar mann ekki nema það sé drukkið, það er svona reglan. Svo ég slapp á morgnana. Það var miklu meir kvíði í mér að vera með þeim í bekk en þeim. Ef maður stígur ekki út fyrir þæg- indarammann þá kemst maður ekki neitt,“ segir hann. Emmsjé Gauti hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður ársins og á dögunum var hann ráðinn sem kynnir í þættina Ísland Got Talent sem byrja á Stöð 2 í janúar. Í haust varð hann svo faðir í fyrsta sinn. „Þetta er búið að vera gott ár,“ segir hann. „Þetta er allt búið að vera svo gaman, en ég held að ég skuldi sálinni eina sumarbú- staðarferð eða svo. Einhvern tímann í góðu tómi. Föðurhlutverkið er yndislegt í alla staði,“ segir Gauti. „Ég held að ég eigi eftir að fá almenni- legan skell samt. Börn eru svo háð mömmu sinni í byrjun að ég held að ég eigi eftir að fá smá sjokk þegar tíminn líður,“ segir hann. „Þetta er samt alveg yndis- legt. Nýja árið lítur vel út. Ég er spenntur fyrir þáttunum og um leið smá kvíðinn. Það er alltaf smá kvíði að sjá sig í nýju hlutverki, sem maður er ekki vanur. Þarna er ég meira ég sjálfur. Öðru- vísi en þegar maður er að „per- forma“ í tónlistinni. Svo er planið að koma með nýja plötu á árinu,“ segir hann. „Það er mikið um að vera í rappinu. Gísli Pálmi gaf út frábæra plötu, og Úlfur úlfur voru með frábæra plötu líka. Svo það er pressa á mér að koma með geð- veika plötu,“ segir hann. „Rappið er keppni. Þó við séum allir góðir vinir þá langar mig samt að rústa þeim, segir Emmsjé Gauti, tón- listarmaður, sjónvarpsmaður, faðir og nú stúdent. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég hugsaði oft þegar ég sat í dönsku og stærðfræðitímum, Hvað í andskotanum er ég að gera hérna? Sérstaklega í verkefnavinnu með 16 ára krökkum. ... Það var miklu meir kvíði í mér að vera með þeim í bekk en þeim. Ef maður stígur ekki út fyrir þægindarammann þá kemst maður ekki neitt. Plötusala á Íslandi hefur oft verið með betra móti en í ár. Á plötulistum undanfarinna vikna hafa sölutölur verið mun lægri en áður og er það merki um þá þróun sem á sér stað í tón- listarlífinu um allan heim. Söluhæsta platan þetta árið er Jólaland Bagglútsmanna sem eru ókrýndir konungar jólanna. Um síðustu helgi kláruðu þeir einnig 16 tónleika törn í Háskólabíói sem seldust upp á mettíma á haustdögum. Baggalútur á þrjár plötur á topp 30 listanum yfir söluhæstu plötur síðustu viku því plöturnar þeirra Næstu jól og Jól og blíða seljast vel um hver jól. Einnig á Bragi Valdi- mar plötuna sem er í 5 .sæti, Karnivalía, sem einnig er bók, sem og tónlistina á jólaplötu Sigurðar Guðmundssonar sem vermir listann eins og fyrri jól. Það má því segja að Bragi sé konungur jólanna. „Ég þarf að fara að hætta þessu og semja um einhverja aðra árstíma,“ segir Bragi Valdimar. „Þetta virkaði greinilega hjá okkur í ár og í ljósi dræmrar plötusölu mætti kalla þetta varnarsigur,“ segir hann. „Ég stefni á hressa vorplötu eða hugljúfa haustplötu næst. Ég er að vísu að semja tónlistina við leikritið Djöfleyjuna. Þar eru ein jól, svo maður er ekki alveg sloppinn,“ segir Bragi Valdimar Skúla- son baggalútur. -hf Erpur minnist Hemma Tónlistarmaðurinn Blaz Roca, eða Erpur Eyvindarson, ætlar að eyða jólum og áramótum á Taílandi og ekki er von á honum til Íslands fyrr en í lok janúar. Á Facebook síðu hans í gær birtist mynd af honum ásamt fríðu föruneyti, hvar hann var staddur á barnum hans Hemma Gunn þar í landi. Sú sem póstar myndinni er greinilega starfsmaður staðarins þar sem hún kallar staðinn hreiður konungsins Hemma. Demantshringar 54 dægurmál Helgin 22.-27. desember 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.