Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 5
Ö r s k o t s s t u n d í m a r s m á n u ð i 19 6 8
TMM 2006 · 3 5
við mættumst á gangstéttinni á Avenue de l’Observatoire, notaði
þær til þess að ákveða að láta ekki á neinu bera, hvarfla ekki
augum í áttina til hans, horfa semsé alls ekki á hann, stara rólega
á fyrirframgefinn punkt í fjarskanum, vera heimsborgaralegur,
ekki líta á hann, ekki einu sinni eitt sekúndubrot.
Og þetta gerði ég. Reyndi jafnframt að láta funann innra með
mér ekki smitast út í andrúmsloftið.
Þetta tókst.
Ég var í innan við hálfs meters fjarlægð frá höfundi Endatafls
og ég leit ekki við honum.
Ég var nítján ára, grannvaxinn eins og Skaftfellingarnir í föð-
urættinni, afkomendur hins írska landnámsmanns, Ketils fíflska,
ég var með alpahúfu sem hafði skrúfast föst ofan á hausinn á mér
þegar ég byrjaði að yrkja tveimur árum áður, það voru drög að vori
í lofti.
En þegar ég var kominn nokkra metra áfram frá þeim punkti
þar sem við mættumst, þá þoldi ég ekki álagið sem forvitnin og
spenningurinn lögðu á taugakerfið og sneri mér við.
Ég veit ekki hvað hefur gerst en á nákvæmlega sama augnabliki,
á sama sekúndubroti og ég stansaði og leit við, á sömu stundu
hafði Samuel Beckett numið staðar og litið um öxl.
Eitt augnablik, eitt eilífðartitrandi andartak horfðumst við í
augu.
Svo héldum við hvor sína leið á Avenue de l’Observatoire í París
í marsmánuði árið 1968.