Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 7
O r ð i n s e n d á v e t t va n g
TMM 2006 · 3 7
svo á að formið á ljóði Kötlu sé núorðið með tryggu hefðarmóti; mis-
langar línur setninga sem virðast ættaðar úr talmáli og þótt unnið sé
með myndhverfingu fellur hún rökrétt að þessari tjáningu. Þetta form
kann einhverntíma að hafa virst módernískt og róttækt en það var
rækilega beislað af nýraunsæisskáldum á áttunda áratug síðustu aldar
og getur talist venjubundinn tjáningarháttur í nútímaljóðlist.
Hvað segja þessi ljóð okkur um yrkingar í samtímanum? Er hefðin
orðin að margbreytilegri flóru, opnum sjónbaug, sem veldur því að erf-
itt getur verið að telja eitt „gamaldags“ og annað nýstárlegt af því sem
fram kemur af nýjum ljóðum? Yrkja kannski flestir eða jafnvel allir með
hefðbundnu móti í byrjun nýrrar aldar?
Eldhnettir
Verkefnið sem ég lét glepjast til að taka að mér: að skrifa stutta grein um
ljóðabækur síðastliðins árs. Sumar þeirra hafði ég þegar lesið og þegar
ég leit í Bókatíðindi 2005 taldi ég á þriðja tug bóka, þ.e. ef ég sleppti
endur- og safnútgáfum sem ekki stóð til að fjalla um í greininni (af þeim
má nefna Landið í brjóstinu eftir Þóru Jónsdóttur og Kvæðasafn og sögur
eftir Kristján Karlsson). Þetta virtist gerlegt, með mátulegum klókind-
um. En ég reyndist hafa stigið út í fen og hefði að sjálfsögðu átt að vita
betur. Fljótlega komu í ljós ljóðabækur sem ekki eru í Bókatíðindum,
einkum bækur sem höfundar gáfu út sjálfir, eins og hefur tíðkast síð-
ustu áratugi. Nú sitja 40 íslenskar ljóðabækur frá árinu 2005 á skrif-
borðinu og líta til mín hornauga – og mér hefur ekki einu sinni tekist að
draga saman allar þær bækur sem ég hef séð á bókasafnsvefnum Gegni.
Hvað er eiginlega að gerast; er þetta ekki bókmenntagreinin sem marg-
ir virðast ekki vita að sé til og aðrir telja að sé í andarslitrunum?
Hvernig á að taka á slíku bókasafni frá einu ári? Sá sem ekki kærir sig
um að segja örfá einkunnarorð um hverja einustu bók – búa sem sé til
einskonar skrá með athugasemdum – verður að sigta, í tvöfaldri merk-
ingu þess orðs. Hann sigtar safnið og fjallar um það sem eftir situr – en
það væri blekking að halda að slíkt sé hægt að gera á algerlega handa-
hófskenndan hátt, því líklega hefur hann sigtað á einhver verk frá byrj-
un, eitthvað sem „verður“ að taka fyrir í slíkri umfjöllun. Hverskonar
gildismat býr að baki slíku „úrvali“?
Í fyrsta lagi er um „forval“ að ræða, sem margir hafa átt þátt í og hugs-
anlega rýnandinn líka, til dæmis ef hann lítur svo á að það séu tíðindi að
nýjar ljóðabækur komi út eftir Þorstein frá Hamri (Dyr að draumi) og
Matthías Johannessen (Kvöldganga með fuglum). Fyrstu bækur þessara