Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 9
O r ð i n s e n d á v e t t va n g
TMM 2006 · 3 9
Svo margt í lund og á landi
er mér sem tómarúm,
tímalaust,
myrkvað
unz ég hef sent
orðin, lífsreynd, á vettvang …
Ég skil ekki allt sem þau skynja;
en fyrr en varir
verða mér auðnirnar kærar:
þar birtast garðskikar,
hýbýli, hús
þar sem mér þykir
að ég hafi jafnvel um sinn
vistráðinn verið!
Eða muni verða.
Síðar, eitt sinn.
Þetta er jafnframt það sem mér finnst oft um orðin sem ég les hjá Þor-
steini. Í ljóðinu „Hver – “ er spurt hver líði sem stjarna um gættir og glugga
„fjarstæðufögur“ – og ég skynja að með þessu orði hefur skáldið gefið mér
eitthvað mikilvægt sem ég veit enn ekki til fulls hvað er. Í ljóðinu tengist
það draumi þegar „allt er um stund sem eitt!“ Dyr að draumi.
Fjarskipti
En nú skynja ég einhverja ókyrrð á skrifborðinu. Fleiri draumar búa þar
í bókum, ekki síst í tólftu ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Upplitað myrkur.
Í ljóðinu „Anonymus“ dreymir mælanda að hann sé að þýða ljóð sem
Jóhannes úr Kötlum orti á latínu og þýðandi strandar á orðinu mutabil
is. Hvort sem orðið merkir hér beinlínis „breytilegur“ eða ekki, er freist-
andi að tengja þetta þýðingastarf við ferðir Gyrðis fram og aftur yfir
merkingarmörk draums og vöku, en einnig við leitina að jafnvægi eða
jafngildi hugarflugs og rósemi. „Rósemi get ég ekki miðlað, / af henni á
ég ekkert, flugþol / órólegra hugmynda virðist án / takmarka […]“.
Þannig hljóða upphafsorð bókarinnar Blindfugl/svartflug sem Gyrðir
birti 1986 en alla tíð síðan hefur hann leitað þessarar rósemi. Sjálfsveran
sækist eftir hugarhægð og friði til að grúska, eins og fram kemur í ljóð-
inu „Fjarskipti við Breiðafjörð“ þar sem mælandi er í draumi staddur í
lítilli fornbókabúð á Hellissandi innan um dýrleg ljóðakver „sem aldrei
hafa / verið ort af nokkrum manni“ – og svo segir:
Mér dvaldist lengi við hillurnar
í hálfrökkri, en varð svo litið út
um lítinn glugga og sá þá Lórans-
mastrið, þennan mjóslegna
Eiffelturn norðursins
Mastrið var farið að halla og
svo slitnuðu stögin og það féll
um leið og ég missti ljóðabók
í gólfið