Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 10
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
10 TMM 2006 · 3
Fjarskiptamastrið, hæsta mannvirki Íslands, og ljóðabækur sem ekki eru
til. Hin myndræna og hugmyndalega úrvinnsla er í senn einföld og marg-
brotin, og eitt augnablik þurrkast með öllu út mörkin milli örvæntingar og
kímni. Hin nýja ljóðabók Gyrðis einkennist raunar sem heild af kunn-
uglegu en síendurnýjuðu samspili melankólíu og lífsgleði. Hið draum-
þunga skáld á líka til dillandi kátínu eins og í ljóðinu „Vorlöngun“, þar sem
tré breytast úr loftnetum fyrir „neðanjarðarútvarp / og verða aftur lauf- /
blaðaútgefendur“ og manni „skilst loks / til fulls orðið Maí- / orka“.
Gyrðir er meðal þeirra skálda sem stundum eru í hálfkæringi kennd
við Sauðárkróksskólann í ljóðlist. Annað þeirra skálda, Geirlaugur
Magnússon, sem var um árabil kennari á Króknum, lést á síðasta ári. Að
honum látnum birtust tvær bækur, Andljóð og önnur og Tilmæli, en þær
munu hafa að geyma síðustu ljóð hans, sú síðarnefnda meira að segja hið
allra síðasta sem heitir beinlínis „Dauðastríð“ geymir m.a. orðin „það
umflýr enginn / sitt dauðastríð“. Það er þó ekki beygt skáld sem yrkir
sín síðustu testamenti. Þrettánda „Andljóðið“ hefst á kunnuglegum
orðum: „ég ákæri“. Hvern? Meðal annars „skýin / fyrir að byrgja / mér
sólina / ala á svartsýninni“ og í næsta ljóði talar hann um „fjarlægð“
sína „frá samtíðinni“. Það er þó ekki að öllu leyti rétt, því í „Bréfum til
dauðans“ sem lesa má í Tilmælum hugsar hann til þess hve önnum kaf-
inn bréfþeginn sé „í Afríku Írak og Afganistan“.
Það er remma og andóf í mörgum ljóða Geirlaugs, viss kaos, uppnám.
Í fimmta „Andljóði“ er talað um að finna saknaðarbros undir „öskulagi
/ ekki óskalagi“. Hér er ekki sátt við tilveruna; í ljóðinu „horfinn heim-
ur“ segir „ég var sandkorn á strönd / strá sem blakti í golu / ég var
ummál geimsins / ég var ákefð tómsins“, en ætli maður að orna sér við
tón sem minnir kannski á Stein Steinar, þá ber þess að geta að fyrr í bók-
inni (í „kjarrþrennum“ í Andljóðum og öðrum) er tekið fram að „tím-
inn“ sé „hvorki / vatn né fugl“ heldur „ólgandi leirpyttur / óumbreytan-
legur“. Geirlaugur er öflugt ljóðskáld sem hefur vökulan hemil á fegurð
í ljóðlist; vill ekki fá hana gegn vægu gjaldi. En stundum slakar hann á
strengnum, eins og í þessu erindi í ljóðinu „að líta upp“ í Tilmælum: „nei
hún nótt er sest hér að / hvílir sig innan við augun / andar þar ofurrótt
en sussar / á þig þegar kominn ert á / glapstigu illsku og reiði“.
Geirlaugur var afkastamikið ljóðskáld á ríflega þrjátíu ára ferli en það
er erfitt að segja til um „stöðu“ hans í því „úrvali“ ljóðskálda sem ég
nefndi hér framar. Ef til vill er óhjákvæmilegt að hann sé umdeilt skáld,
hann er í senn hrár og pælinn, dulur og tilmælinn. Að mínu viti þarf
úrvalsskáld til að yrkja ljóðið „engu gleymt“ (í Andljóðum og öðrum),
en síðari hluti þess er svo: