Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 11
O r ð i n s e n d á v e t t va n g
TMM 2006 · 3 11
[…]
ég hef engu gleymt
eilíft vor og tré í blóma
slap og ógnarkuldi
frosnir fingur píanóleikur
í garðinum hálfhuldir
bekkir og skuggsælir
stígar mórauð áin
og rústirnar við höfðann
ég hef engu gleymt
nema rödd þinni og
andliti
ég hef engu gleymt
engu gleymt
engu gleymt
Hugur og haf
Hvar endar maður ef umfjöllun er haldið áfram í þessum dúr; verður
þetta grein um úrvalsbækur ársins 2005 – og engu gleymt? Hvar endar
maður? er raunar heiti á ljóðabók sem út kom í fyrra og er eftir höfund
sem taka hefði mátt betur eftir; gott ef hann er ekki meðal best varð-
veittu leyndarmála íslenskra samtímabókmennta, Jónas Þorbjarnarson.
Í fyrsta hefti TMM í ár skrifaði Bjarni Bjarnason þó allítarlega umsögn
í tilefni af nýjustu bók Jónasar þannig að kannski hefur hún fengið meiri
athygli en þær sex ljóðabækur sem frá honum höfðu komið áður.
Jónas er að norðan og hefur áður ort mörg ljóð með sterkri staðarvit-
und er tengist Akureyri, Hjalteyri og teygir sig raunar allt norður í
Grímsey. Í nýju bókinni gengst hann við því að líklega sé hann orðinn
Reykjavíkurskáld, „rekst ævinlega í þennan sjóndeildarhring / fjöll sem
segja: þú ert hér // og hvað viltu hér?“ eins og segir í upphafsljóðinu. Þó
má sjá að hann hefur einnig nýverið fundið sér staði á Ítalíu, þannig að
ekki er nema von að spurt sé hvar maður endi (alveg án þess að hér sé
farið út í mögulegan handanheim …). En hér er einnig spurt um „sjálf
og annað“; hvar einstaklingurinn endar (líkami og vitund) og umheim-
urinn tekur við. Þessi spurning hefur sett svip sinn á mörg ljóða Jónasar
gegnum tíðina, ljóða sem vekja með lesanda spurningar á borð við: hve-
nær verður maður fjall, hvenær fúin bryggja, hvenær myrkur? Í ljóðinu
„Maður og annað“ í nýju bókinni segir af því hugarástandi sem mynd-
ast þegar ljóðmælandi kemur að hafi en þá vaknar „seyðingur í öxl – /
frá því ég datt jólin 2000 á Íslandi / í rommhálku“: