Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 13
O r ð i n s e n d á v e t t va n g
TMM 2006 · 3 13
Eitt af ljóðunum í bók Eysteins Björnssonar, Logandi kveik, nefnist
„Val“ og fjallar á sinn hátt um augnablikið þegar ljóðmælandi sekkur
inn í sjálfan sig: „Sé ljósblikið klofna // allt fer á kaf og ég þyrlast niður
í djúpið“. Hann veit að hann hefur átta sekúndur til að fara yfir líf sitt og
þá er gripið „í myndina / af þér í dyrunum þegar þú / brostir við mér í
fyrsta sinn“. Eysteinn er býsna myndvisst skáld eins og sjá má í ljóðinu
„Stál“ þar sem merking orðanna „armur“ og „eldhaf“ er þó skemmtilega
óræð (og kann að velta á því hvort maður telji ljóðmælanda vera konu):
Armurinn hremmir mig
á svölunum í sólskininu
skýtið að hann skuli
hafa áhuga á mér
hugsa ég á leiðinni
inn í eldhafið
Tilfinningar og tal
Annað skáld lýsir einnig í ljóði hvernig armar virðast ætla að hremma
mælandann: „Ókind með arma langa / hefur hreiðrað um sig / í hraust-
um líkama mínum“. Svo yrkir Gylfi Gröndal í bókinni Eitt vor enn þar
sem hann lýsir viðbrögðunum við lífsógnandi meini sem hefur búið um
sig í honum. En þótt ljóðmælandi snúist að hluta sjálfur inn á við: „ég
ligg og lyfin / flæða um æðar mínar“, sýnir þetta dæmi að sjálf orðræð-
an verður ekki beint „innhverf“; hann horfir út í heiminn og vill greina
frá reynslu sinni, ótta og von, trú og lífsþrá.
Þótt nútímaskáld hafi mörg leitast við að myndhverfa slíkar hug-
arhræringar og tilfinningar – og sum fylgt þar ráðum T.S. Eliot sem
varaði við of beinni persónulegri tjáningu í skáldskap – hafa fjölmörg
önnur ekki hikað við að nota ljóðformið til að ganga opinskátt á hólm
við tilfinningalíf sitt í ljóðum sem nálgast hið talaða mál og byggja á
„tempruðu“ myndmáli. Í upphafi greinar tilfærði ég ljóð úr bók eftir
Kötlu Hólm, og fleiri ljóðabækur síðasta árs geyma ýmis dæmi um slíka
ljóðtjáningu. „Þunglyndi verður ekki flúið“ heitir ljóð í bókinni Með
mér er Regn eftir Hörð Gunnarsson og þar er einnig ljóðið „Sjaldgæft“
þar sem ljóðmælandi segist sjaldan ramba inn í götu sem hann þekki
ekki, „en þegar það gerist / verð ég var við þann / hluta af mér / sem
aldrei verður til.“
Ingibjörg M. Alfreðsdóttir yrkir m.a. um yfirgefningu, einsemd, ástar-