Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Qupperneq 14
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
14 TMM 2006 · 3
þörf og ástarbið í bókinni Þegar skuggarnir skerpast, en konum hennar
er ekki alls varnað; í ljóðinu „Leiftursýn“ kemur ein þeirra út úr þok-
unni með hatt: „Hatturinn er fjall / með skínandi jökli, / sem ber við
himininn.“ Í bókinni 22 yrkir Anna Karin Júlíussen um lífsævintýrin,
blíð og hörð, og um minningar sem geta hremmt mann við ýmsar
aðstæður: „Í miðri athöfn / hvunndagsins: / að setja / rauða sultu / á
volgt rúnstykki, / setur að mér hroll“ eins og segir í „Óþægilegri end-
urminningu“. Ferðastemmningar, hin flókna ást, tengingar og uppgjör
setja svip á bók Önnu S. Björnsdóttur, Á blágrænum fleti. Glettna kald-
hæðni má sjá í örkvæðinu „Skil“: „Það eru sumar konur / sem maður
kynnir ekki fyrir manninum sínum // Jafnvel þótt maður eigi ekki
mann í augnablikinu“.
Eftir lestur síðustu efnisgreinar halda kannski einhverjir að ég sé að
setja í einn poka eitthvað sem kalla mætti tilfinningaskáldskap kvenna.
Þá verð ég bara að bæta gráu ofan á svart með að nefna þá bók sem mér
finnst mest krassandi á því sviði – en sem teygir sig reyndar yfir á ýmis
svið ljóðatjáningar. Það er Gangandi vegfarandi eftir Halldóru Kristínu
Thoroddsen. Hér má finna beitta gagnrýni, t.d. í ljóðinu „Fjöruganga“,
um konuna sem dvelur ævilangt undir sama manni og ummyndar reiði
hans í ótta líkt og sandkorn raða sér í mynstur eftir öldulagi. En hér er
líka ljóð um tíðahvörf, í senn fallegt og kímið, og annað þar sem grand-
skoðaður er líkami konu sem situr í stól að lesa bók. Hér eru samræður
við guð (eða tómið) og ljóðið „Hið reikula sjálf“ þar sem „sjúklingur“
ummyndast í „gangandi vegfaranda“, því á heimleið „hagnýtti ég mér
rétt minn / til að stöðva umferð / á háannatíma / og kveikti á göngu-
ljósum“. En hvar skyldi hið reikula sjálf vera í myndinni sem brugðið er
upp í „Kyrralífi“?:
á hvítum dúki
vínflaska epli
hnífur á kafi
í blóðugu brauði
birta frá vinstri
Kveðið við brag
Halldóra er augljóslega fjölhæft ljóðskáld og sviptir sér m.a.s. laglega
yfir í bragbundið form í ljóðinu „Í minningu fjallaskálds“. Þetta gera
fleiri skáld. Njörður P. Njarðvík, sem yrkir um goðin fornu og vindinn
og steinana í „frjálsu“ formi, bregður fyrir sig hefðbundnum ljóðstöfum