Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 15
O r ð i n s e n d á v e t t va n g
TMM 2006 · 3 15
og rími er hann víkur að „hugarfarinu“ í „Fjórum braghendum“ í bók
sinni Aftur til steinsins: „Hugarfar er fleyta innst í fórum mínum / og
undir ljóðaseglum sínum / siglir beint að huga þínum.“
Það sem kemur mér einna mest á óvart við lestur fjörutíu ljóðabóka
frá síðasta ári er hve mikið er ort af ljóðum sem fylgja gömlum brag-
hefðum. Ég segi þetta án þess að gleyma því hvernig módernísk skáld
eins og Matthías Johannessen og Þorsteinn frá Hamri, sem fjallað var
um hér að framan, hafa brugðið fyrir sig rími og misreglubundum ljóð-
stöfum, þegar þeim hefur sýnst svo. Og ég gleymi ekki heldur því skáldi
sem þótti í eina tíð fara nokkuð einsamall fram með bragbundin erindi
og hefur síðan ort ýmist „frjálst“ eða bundið; ég á við Þórarin Eldjárn.
Þetta háttalag má og sjá í nýjustu bók hans, sem nefnist Hættir og mörk
og þar má einnig lesa prósaljóð. Það fer sérkennilega vel á því að ljóðið
„Nútíma“ skuli vera bundið, lokaerindið svona: „Nútímamaðurinn man
að / mest er um vert að gleyma / þannig að áfram skal anað / eiga hvergi
heima“, en ljóðið „Kyrralíf“ hins vegar í „hreyfanlegra“ formi: „Aðeins
þá grunlausu dreymir / aðrir fá martraðir / […]“.
Benda má á fleiri ljóðabækur frá fyrra ári þar sem farið er milli brags
og bragleysis eins og ekkert sé sjálfsagðara; ég nefni Maríutungur eftir
Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur, Einnar báru vatn eftir Sigríði Jónsdóttur
og Af svölunum mínum eftir Sigurlaugu Ólöfu Guðmundsdóttur.
Hin bragbundna ljóðlist hvílir auðvitað öðrum þræði á hagmælsk-
unni svokölluðu og hún virðist ekki mikið láta undan síga; hún er
beinlínis stunduð sem þjóðleg íþrótt á mannamótum og jafnvel í fjöl-
miðlum. Meðan svo háttar til má reikna með að stakan eða lausavísan
þrífist áfram og ýmiskonar tækifæriskveðskapur – og er það vel. Vera
kann að mikið af nýrri bragbundinni ljóðlist staðfesti fremur en end-
urnýi gamalkunna ljóðasmíð, en alltaf eru til þeir sem leggja alúð og
hugkvæmni í yrkingar sínar. Þær eru kannski ekki stundaðar reglulega
með útgáfu í huga, en ljóst er að ýmist höfundunum eða öðrum sem
þeim eru nákomnir finnst stundum ástæða til að safna því helsta saman.
Vatnsdals Hilmir er og verður til heitir safn kvæða eftir Hilmi Högnason
og birtir sem heild fjölbreytilega mynd af æviferli og fjölskyldulífi þessa
hagmælta Vestmannaeyings.
Helga Björg Jónsdóttir birtir kvæðasafnið För. Hún greinir í formála
frá því að hún hafi á miðilsfundi fengið skilaboð „frá vinum og vanda-
mönnum að handan“ um að birta ljóðaúrval sitt á bók. „„Byrjaðu á
þessu strax“ var sagt og ég svaraði: já ég veit að ég hefi ekki ótakmark-
aðan tíma.“ Bókin kom semsé í fyrra og er vegleg. Af Austurlandi barst
raunar annað ekki ósvipað safn í fyrra, Í hélu haustsins eftir Helga Selj-