Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 16
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n
16 TMM 2006 · 3
an, fyrrverandi alþingismann. Sitthvað bendir til að kvæðagenin séu
öflug fyrir austan.
En hvernig skyldi þaulvönum kvæðafálkum verða við ef og þegar þeir
rekast á Gleðileikinn djöfullega eftir Sölva Björn Sigurðsson, sem er
samansúrraður í forminu með endarími og ljóðstöfum og þeytist á um
200 blaðsíðum með ungu skáldi í ástarsorg og fylliríi næturlangt í mið-
borg Reykjavíkur? Skáldið, Mussju, er í „hlutverki“ Dantes en sá er
hinsvegar mættur hér sem fylgdarmaður, líkt og Virgill í Gleðileiknum
guðdómlega eftir Dante. Ég hef ekki rými hér til að segja neitt af viti um
þennan bálk, sem er glannalegur, oft bráðskemmtilegur og ortur af
umtalsverðri orðkynngi, en líka á köflum langdreginn og stundum
hjöktandi þar sem rímorðin trufla línuhlaupin í frásögninni. Þetta er
verk djarfs og hugmyndaríks skálds og aldrei að vita úr hvaða átt hann
kemur næst.
Frumort og þýtt
Tækifærisskáldskapar í hefðbundnum íslenskum bragformum sér víðar
stað, m.a. í erlendum háttum sem hafa verið fluttir inn, og finna má
ýmis góð dæmi um slíkt í Limrum Kristjáns Karlssonar og í hækusafni
Hallbergs Hallmundssonar, Baggar skoplitlir. Hitt vill oft gleymast að
tækifærisljóð eru einnig ort í „nútímaformi“ og líklega í umtalsverðum
mæli hér á landi, þótt slík ljóð séu sjaldnar lesin upphátt á ættarmótum
eða látin flakka í öðrum gleðskap. Safn slíkra ljóða, með ýmsum og
ólíkum athugunum um allt og ekkert, má finna í bók Haraldar S. Magn-
ússonar, Einyrkjanum. Þar er m.a. ort um hús sem lengi höfðu staðið
„hlið við hlið“: „Fólkið í húsunum / þekktist ekki, / en fylgdist með /
hurðaskellunum. // Þegjandi samkomulag!“
Og þótt megnið af íslenskum lofsöngvum til heimahaga sé fest í
bragbönd, er slíkt ekki algilt. Eftir að hafa farið á ágætt flakk í ferða-
ljóðum Birgis Svans Símonarsonar í bók hans Áningarstað augnabliks
ins, fannst þeim sem þetta ritar merkilegt að koma í sinn heimabæ og
hitta eiginlega sjálfan sig fyrir í ljóðabók Finns Torfa Hjörleifssonar,
Myndir úr víkinni, en Finnur hefur hreiðrað um sig í Englendingavík í
Borgarnesi. Þetta eru æskuslóðir ljóðrýnanda sem þar af leiðandi varð
að einu þeirra barna í fjörunni sem Finnur Torfi lýsir. „Koma í land
krímótt í framan / með kalda og svarta fætur / og skríkja út í sólskinið“
eins og það er orðað í ljóðinu „Líf vaknar“.
Hið lausbeislaða ljóðform hefur „sest að“, það hefur öðlast búseturétt.
Eins og ég ýjaði að í öndverðri greininni er það væntanlega orðið að hefð