Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Qupperneq 21
H i ð s t ó r f e n g l e g a l e y n d a r m á l h e i m s i n s
TMM 2006 · 3 21
framan í mig og smellti fingrunum við nef mér þegar ég hallaði mér yfir
hann til að athuga púlsinn. Ég tók eftir því að hækjurnar voru festar við
úlnliði mannsins með gúmmí-ólum.
„Þetta er herra Maístjarna, vinur minn,“ sagði Steinn og hvessti sig.
„Það sem þér viljið segja er við okkur báða, eða ekkert. Og ég mæli með
því, áður en lengra er haldið, að þér kynnið yður, líkt og mun vera til siðs
þegar gesti – “
„Engin nöfn! Afsakið, en það er ekki hægt! Hræðilegir hlutir munu
gerast,“ sagði maðurinn en komst ekki lengra, ranghvolfdi augunum,
blístraði, rak út tunguna og veifaði höndunum.
„Verið þér rólegir. Við skulum byrja á byrjuninni,“ sagði Steinn, felldi
saman lófana, starði upp í loft og ávarpaði manninn: „Líf yðar hefur
nýlega farið úr skorðum. Þér eruð gestur um borð í einu af glæsilegustu
skipum er nú sigla höfin – tvöþúsund sálna skemmtiferðaskipi sem ber
nafnið Heimurinn. Fyrir tæpri klukkustund yfirgáfuð þér skipið, létuð
sigla yður í land á báti, voruð einir í bátnum, en genguð svo beint af
augum inn í borgina – þrátt fyrir að vera bundinn hækjum – á torgið
sem kennt er við Læk, hvar þér náðuð í leigubíl. Þér glímið við alvarlegt,
líklega ómeðhöndlanlegt stoðkerfis-vandamál, sem þér hafið brugðist
við með … sérstökum hætti. Að auki eruð þér óhemju varkár maður,
jafnvel svo jaðrar við ofsóknarbrjálæði, verðið ekki auðveldlega sjóveik-
ur, sem ég óska yður til hamingju með, og glímið við heiftarleg köst af
flogaveiki, hið minnsta – “
„Hvernig vitið þér allt þetta!?“ hrópaði maðurinn, rak svo upp tryll-
ingslegan hlátur og horfði brosandi á Stein, næstum eins og hann vildi
ögra honum. „Hvern varstu að tala við!?“ Undrun, heift og aðdáun,
hugsaði ég, og ekki í fyrsta sinn sá ég þessar tilfinningar togast á innra
með þeim er hafði fyrstu kynni sín af nístandi skarpskyggni Steins.
Á þessum tímapunkti byrjaði að hrygla í gesti okkar, augun hurfu í
kúpuna og hann tók að ganga saman og sundur í krömpum sem mig
renndi í grun að væru sprottnir af flogaveiki.
„Það er hasar,“ muldraði Steinn. Ég dró veskið mitt upp úr innanávas-
anum og stakk því milli tanna mannsins, sem froðufelldi niður með
kinnunum og á sófann.
„Afkáraleg viðbrögð, minn kæri, að stinga veski í spasmíska. Þeir eru
gjarnir á að kafna, eftir að hafa brutt ofan í sig munnstykkin. Sjálfur
aðhyllist ég læsta hliðarlegu.“
„Sumir vita allt,“ sagði ég og var pirraður, en vissi að hann hafði rétt
fyrir sér. Ég tók í veskið, hugðist fjarlægja það en flog mannsins höfðu
nú ágerst og hann krumpaðist sundur og saman og hélt veskinu kyrfi-