Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 28
S t e i n a r B r a g i
28 TMM 2006 · 3
Ég læddist yfir að glugganum, starði í beljandi stálrimla rigning-
arinnar. Mér leist ekki á þetta. Ég íhugaði að koma mér heim, eða fara
út og skemmta mér einhvers staðar ásamt vinum og kunningjum frekar
en sitja þarna yfir fársjúkum manni, hlusta á römblur hans og sýki.
Steinn rauf þögnina: „Við samningu ritgerðar minnar „Golfstraum-
urinn og áhrif yfirvofandi slokknunar hans á demógrafíu glæpa í N-
Evrópu“ – ritgerð sem ég skrifaði vegna máls er ég hafði áhuga á og
varðaði stuld úr málverkasafni tiltekins auðkýfings, varð ég nákominn
flestum tegundum leirs og pastels. Þetta kemur, eins og þér getið ef til
vill ímyndað yður, máli yðar ekki við, en ég nefni þetta til að beita yður
hinni sömu kringum-tölun, uppásnúningi, eða hliðrun, og þér hafið
augljóslega tileinkað yður í samskiptum við annað fólk – eða miðlun,
öllu heldur. En saga þessi, eða vísbending sú er í henni býr, virðist mér í
hæsta máta dularfull, og ég hef gert upp hug minn: ég er reiðubúinn að
verða yður að liðsinni við úrlausn þessa … furðulega máls. Sem vofir
yfir okkur, ekki satt, líkt og þér gáfuð til kynna í upphafi?“
„Yfir-vofandi, það er rétt, og ég leyfi mér að krefjast viðveru yðar!“
sagði maðurinn, hvellum rómi. – „Feigð vomir yfir Heiminum! Hörm-
ungar og meihem! Ég æski liðsinnis yðar tafarlaust!“
Maðurinn fór inná sig og í ljós kom hvítur papparenningur sem hann
fleygði á gólfið, og hversu undarlegt þetta var – að fleygja renningnum
á þennan hátt, varð líkt og hið milda, leiðbeinandi takmark venjuleikans
í samanburði við það sem gerðist næst, og var afstaðið á augnabliki:
gestur okkar velti sér upp úr sófanum og settist, hífði sig svo á lappir og
vældi líkt og það væri honum ofraun, slæmdi um leið annarri hækjunni
í lampann sem brotnaði á gólfinu, og í myrkrinu sem af þessu hlaust
greindi ég óljóst hvernig maðurinn skjögraði líkt og fjórfættur púki yfir
stofuna, að dyrunum sem lágu fram á gang, svipti þeim upp, skellti á
eftir sér og var horfinn. Skömmu síðar heyrði ég að útidyrnar opnuðust,
var skellt aftur, og ég og Steinn sátum eftir í myrkrinu.
Eftir nokkrar mínútur af þögn, japli og pípuhreinsunum, teygði
Steinn sig eftir renningnum og virti hann fyrir sér við ljósið frá eldspýt-
um sem hann notaði til að kveikja upp í pípunni.
„Líkt og mig grunaði,“ sagði Steinn. „Farmiði um borð í Heiminn.
Brottför á miðnætti í kvöld.“
„Og hvað?“ sagði ég og undraðist þá stefnu sem atburðarásin hafði
tekið.
„Við förum í ferðalag. Þetta mál hefur ýmsar sérstakar hliðar. Ég held
ég hafi aldrei séð neitt nákvæmlega í líkingu við þetta … “
Ég stóð upp, rétti við lampann, skipti um ljósaperu og kveikti. Af svip