Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 29
H i ð s t ó r f e n g l e g a l e y n d a r m á l h e i m s i n s
TMM 2006 · 3 29
Steins réði ég að málið væri flókið, ekki einungis heillandi úrlausnarefni
heldur áskorun, beinlínis, jafnvel fyrir hann, og þrátt fyrir að hann væri
viss með að leysa það á fullnægjandi hátt gæti lausnin tekið hátt í viku,
mögulega, eða tvær – ólíkt t.d. þeim málum sem ég hafði séð hann leysa
á sama tíma og einhver gekk inn, eða áður en einhver gekk inn og jafn-
vel áður en hann vissi að yfirhöfuð var mál – af fótataki eða blístri, til
dæmis, persónu P úti á götu leiddi hann Q, eða Q1 og Q2 – af vatns-
dropa leiddi hann Atlantshaf án þess nokkurn tímann að hafa séð slíkt
fyrirbæri eða buslað og leikið sér í því eða nálgast á nokkurn hátt af
reynslu sinni, og stundum gekk einhver framhjá og kom aldrei inn, en
Steinn fullvissaði mig samt um að víst hefði verið mál, og væri ennþá,
hvort sem einhver áttaði sig á því eða ekki, og ég trúði honum, að sjálf-
sögðu, og vissi af fenginni reynslu að líklegast var þetta rétt hjá honum,
og ég vissi líka hvernig mér leið, á stundum, eins og illa gerðri og gefinni
manneskju nálægt þessu viti Steins, þessu kokhrausta, sjálfshælna, allt-
umlykjandi, og ekkert-óviðkomandi viti, þreifandi heiminn breiddar-,
lengdar-, hæðar- og tímamælandi, rýnandi, vegandi og metandi og fari
það í sjóðandi, andskotans helvíti!
„Já, minn kæri, furðulegt er það … furðulegt.“ Steinn lagði frá sér
pípuna, studdi olnbogunum ofan á stólarmana, þrýsti saman lófunum
og drúpti höfði þar til fingurbroddarnir námu við ennið, miðja vegu
milli augnanna. Þegar þessari stöðu var náð bærði hann ekki á sér og
mig grunaði að hann væri horfinn á vit hinna hreinu forma – ég fengi
hann ekki til að segja meir, en skyndilega glennti hann upp augun og
spratt á fætur:
„Frú Lína! Ferðatöskuna!“ öskraði hann, glerið yfir Aamundsen-
áttavitanum sprakk og ég heyrði af braki líkt og graðgað væri í sig poppi
eða einangrunarpappa að frú Lína ruddi sér leið upp stigann, og sjálfur
hljóp Steinn um herbergið, blimaði augunum og gnísti tönnum: „Og þú!
Taktu með þér byssuna – það verður hasar!“ hrópaði hann og ég smit-
aðist af uppnáminu, þreif til mín byssuna, stakk henni í buxnastreng-
inn, og seinna, þegar við klufum grimmúðlegar öldur stormsins á leið
okkar mót hinu risavaxna, nær óbærilega upplýstu gímaldi Heimsins,
varð mér litið upp í himininn – á tunglið sveipað bleikum fölva dauðans,
og ég vissi að ekkert gæti framar orðið samt.
Ferðalagið var hafið.
Þetta er fyrsti kafli skáldsögu með sama nafni sem væntanleg er síðar í haust hjá
bókaútgáfunni Bjarti.