Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Blaðsíða 39
Á s t r í ð u f u l l u r Í s l a n d s v i n u r
TMM 2006 · 3 39
skref sem nýlega var stigið, ég á við nýfengið verslunarfrelsi.13 Ég geri mér
miklar vonir um að margt gott muni af því leiða. En ég treysti því að ég þurfi
ekki að vara yður við að láta ímyndað þakklæti í garð Dana fyrir þetta síð-
búna réttlæti verða til þess að þér samþykkið nánara samband við þá ein-
kennilegu [Gothic] þjóð. Ef Alþingi yrði lagt niður, forn lög afnumin og
pólitískt sjálfstæði upprætt, jafnvel þó að það væri í skiptum fyrir verslunar-
frelsi, yrði það ógæfa sem hefði óendanlega slæmar afleiðingar í för með sér.
Þegar ég verð fær um að skrifa á skiljanlegri íslensku verður mitt fyrsta verk
að skammast út í yður, Íslendingana sem dveljið í Kaupmannahöfn, því að ég
tel að það sé smánarblettur á dómgreind yðar. Danmörk á Íslandi að þakka
allar heimildir um miðaldasögu sína, sem dönsk skáld hafa notfært sér, og að
minnsta kosti helming þeirrar viðurkenningar sem bókmenntir þeirra njóta
(því er pólitísk framkoma þeirra gagnvart landi yðar sláandi dæmi um van-
þakklæti þjóðar). Fáir danskir höfundar eru betur þekktir meðal erlendra
þjóða en Árni Magnússon,14 Þormóður Torfason,15 Arngrímur Jónsson16 og
Finnur Magnússon.17 Og margir yðar eru enn að auðga bókmenntir Dana á
kostnað yðar eigin. Þér getið haldið því fram að þér hafið engin bókasöfn, enga
háskóla, engin ráð til að leggja stund á fræðistörf heima, en dvöl eins eða
tveggja tuga manna eins og yðar, Jóns Sigurðssonar,18 dr. [Jóns] Hjaltalíns19 og
Konráðs Gíslasonar20 á Íslandi yki verulega líkur á að slíkum stofnunum yrði
komið á fót í landinu. Í hreinskilni sagt finnst mér dvöl yðar í Kaupmannahöfn
óskiljanleg í ljósi ættjarðarástar yðar og skyldna gagnvart Ísafold. Peningunum
sem þér eyðið í menntun þar, prentun bóka o.s.frv. væri betur varið heima. Ég
tel að ósviknar íslenskar bókmenntir muni ekki þróast fyrr en Íslendingar
hætta að sækja menntun sína til Kaupmannahafnarháskóla og Hið íslenska
bókmenntafélag verður flutt til Reykjavíkur ásamt rithöfundum og iðju þeirra.
Ég er útlendingur en ég ann Íslandi svo heitt að ef ég gæti farið þangað og svar-
ið landinu hollustueið án þess að verða með því þegn Danmerkur, færi ég strax
á morgun. Það er ófyrirgefanlegt af yður, innfæddum Íslendingum, að yfirgefa
landið þegar svo mikið bíður ógert þar. Ef það mun einhvern tíma falla mér í
skaut að vera viðstaddur þjóðfund á bökkum Öxarár mun ég leggja það til að
Ísland ráði tylft stúdenta til að skrifa upp handrit Árnasafns og öll skjöl sem
tengjast sögu Íslands og kunna að vera geymd í höfuðstað Danmerkur, og að
því loknu skyldi enginn Íslendingur fara nær Kaupmannahöfn en 500 mílur að
viðlagðri refsingu upp á ævarandi útlegð frá eyjunni!
Þér hafið ef til vill séð bók herra Pliny Miles um ferðir hans á Íslandi, en
hann apar eftir yður og kallar hana Norðurfara21 [Northern Journalist]!22 Þó
að bókin sé skrifuð af manni sem eyddi aðeins 20 dögum í landinu og skilur
ekki 10 línur af bókmenntum þess, í stíl sem lesendur virðulegra tímarita
hæðast almennt að, þá sýnir góð sala á henni að Bandaríkjamenn hafa áhuga
á að vita meira um hið óvenjulega land yðar. Það gleður mig að sjá að bókin,
eins léleg og hún nú er, hefur þó ekkert nema gott eitt að segja um Ísland.
Hvað kemur í veg fyrir að Bókmenntafélagið og Konráð Gíslason komi
sér saman um samræmda stafsetningu? Verra kerfið af þeim tveimur sem