Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Side 41
Á s t r í ð u f u l l u r Í s l a n d s v i n u r
TMM 2006 · 3 41
og einnig sögusafnið litla sem safnað var með aðferðum Grimmsbræðra og
prentað í Reykjavík fyrir þremur eða fjórum árum.36 Orðabók með erlendum
orðum á dönsku var prentuð í íslenskri þýðingu fyrir um það bil 20 árum.37
Ef hægt væri að nálgast hana þægi ég það. Og ef Jón Sigurðsson getur séð af
fyrsta hefti Þjóðfundartíðinda og síðustu tveimur íslensku almanökunum. Ég
á eftirfarandi útgáfur Bókmenntafélagsins: Frumpartar; Messías; kvæði
Bjarna Thorarensens; ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar; lækningakver; Sunn
anpóstinn. Hvað annað prentað efni er fáanlegt auk þess sem ég hef talið upp
hér að framan?
Látið mig endilega vita ef ég get gert eitthvað fyrir yður. Eru einhverjar
þær bækur til hér sem yður eða einhvern landa yðar kynni að langa í eða
þarfnast frá Bandaríkjunum? Mynduð þér eða Bókmenntafélagið eða eitt-
hvert íslenskt tímarit vilja fá dagblað sent héðan reglulega? Látið mig endi-
lega vita og bækur og dagblöð munu send um hæl. Þangað til leyfi ég mér að
senda yður New York Weekly Tribune frá og með deginum í dag.
Skrifið mér allar fréttir frá Íslandi sem þér mögulega getið. Eru nokkrar
líkur á að Alþingi verði haldið í bráð? Hvaða nýjar bækur hafa komið út í
Reykjavík og á Akureyri síðastliðin tvö ár? Hvers konar blað er Norðri?
Hvernig get ég gerst áskrifandi að Þjóðólfi og Norðra. Hafið í huga hve fjarri
Íslandi ég er og gleðjið mig með fréttum.
Berið Jóni Sigurðssyni og dr. [Jóni] Hjaltalín kveðju mína. Ég hef lesið
greinar þeirra í Nýjum félagsritum aftur og aftur og hefur það sannfært mig
um að þeir séu báðir sannir Íslendingar. Berðu prófessor Rafn38 kveðju mína
(en ég mun senda yður þetta bréf gegnum hann vegna þess að ég hef ekki
heimilisfang yðar), einnig Dirckinck-Holmfeld baróni39 (ég sendi honum og
sonum hans allmörg bréf fyrir mörgum mánuðum en hef ekkert svar fengið)
og að síðustu herra Repp.40 Minnist mín í hjarta yðar en ég mun ávallt minn-
ast ljúfmennsku yðar. Mætti ég lifa þann dag að hitta yður þar sem „landið
er fagurt og frítt“ og „himinninn heiður og blár“.41 Þangað til mun ég ávalt
hugsa hlýlega til yðar og Íslands.
Daniel W. Fiske
Tilvísanir
1 Bréfið er varðveitt á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn undir safn-
markinu NKS 3263 4to, kassa 1. Það er birt í heild sinni ásamt íslenskri þýðingu,
Þórunn Sigurðardóttir bjó það til prentunar og sá um þýðinguna. Nokkur bréf
til og frá Fiske hafa áður verið gefin út. Til dæmis gaf Nanna Ólafsdóttir út
nokkur bréfa Fiske til Íslendinga í Árbók Landsbókasafns Íslands 1982, s. 28–68.
Finnbogi Guðmundsson gaf út nokkur bréf Íslendinga til Fiske í Árbók Lands
bókasafns Íslands 1988, s. 26–34. Mörg bréfa Fiske til bandarískra samtíma-
manna, fjölskyldu og vina eru prentuð í Horatio S. White, Willard Fiske. Life and
Correspondence. A Biographical Study. New York, London 1925.
2 Halldór Hermannsson, Catalogue of the Icelandic Collection bequeathed by
Willard Fiske, Ithaca 1914. Sami, Catalogue of the Icelandic Collection. Additions