Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 46
Þ ó r h i l d u r Ó l a f s d ó t t i r
46 TMM 2006 · 3
Ofurveldi stóru leikhúsanna skemmdi fyrir leiklistarnáminu sjálfu
að mati Björns Hlyns sem útskrifaðist úr leiklistarskólanum 2001.
„Fólki var alltof umhugað um einhvers konar frama og að fá fastráðn-
ingu strax eftir útskrift,“ segir Björn Hlynur. „Ferillinn fór að skipta
máli strax á fyrsta ári, í stað þess að fólk gæfi sér tíma til að læra að leika
og uppgötva hvernig leikhús er gert annars staðar. Leikarar tóku ekki
mikla áhættu en hugsuðu frekar um það að vera sýnilegir, vera stjörnur.
Það liggur náttúrulega í augum uppi að ef slíkt rekur fólk áfram er eitt-
hvað að.“
„Of mikil endurtekning átti sér stað á fjölunum og miðjumoðið var of
áberandi. Meðalaldur leikhúsgesta var of hár og allt of lítil endurnýjun
í áhorfendahópnum,“ segir Magnús Geir. „Ég held að ástæða þess að
margir ákváðu að losa sig frá föstum samningum hafi verið sú að þeir
áttuðu sig á því að þeir gerðu of lítið af því sem þá raunverulega langaði
að gera, of lítið af því sem þeir virkilega höfðu ástríðu fyrir. Svo fór að
margir losuðu sig frá stofnunum sem svo skapaði frábært tækifæri fyrir
sjálfstæða hópa.“
Undanfarin misseri hefur Vesturport vakið hvað mesta athygli af
sjálfstæðum leikhópum en Björn Hlynur var einn af stofnendum þess.
„Ég held að á um það bil tíu ára fresti verði sprenging í leikhúsi á
Íslandi,“ segir hann. „Alþýðuleikhúsið varð til fyrir 30 árum og Frú
Emilía fyrir 20 árum. Svo kom frekar slappur tími þar sem fólki leiddist.
Allar byltingar verða til vegna leiða. Við stofnuðum Vesturport árið
2001 vegna þess að okkur þótti leikhúsheimurinn hér ekki vera spenn-
andi.“ Björn Hlynur og félagar hans í Vesturporti ákváðu því að skapa
sinn eigin vettvang þar sem þau gerðu hluti á sínum forsendum.
Svo gerðist það
Sjálfstæðir leikhópar og uppsetningar utan stóru leikhúsanna virðast
hafa þrýst á breytingar innan þeirra. Jón Páll og Magnús Geir eru sam-
mála um að Vesturport hafi ýtt úr vör ákveðinni þróun innan leikhúss-
ins. Jón Páll bendir á að sjálfstæðu leikhóparnir séu oft djarfari en stofn-
analeikhúsin enda hafi þeir frekar frelsi til að bjóða upp á ný verk og
taka áhættu. Þannig kynnast áhorfendur nýjum hliðum á leikhúsinu.
„Áhorfendur sitja ekki heima hjá sér og gera sér hugmyndir um hvað
þeir vilja sjá á næsta leikári. Það er hlutverk leikhússins að fylgjast með
því sem er að gerast og sýna það áhorfendum.“
Magnús Geir segir stofnanaleikhúsin hafa ákveðnum skyldum að
gegna við fólkið í landinu. „Þau hafa ákveðið hlutverk enda rekin fyrir