Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Qupperneq 47
L e i k h ú s i ð s e m d r a u m av e r k s m i ð j a
TMM 2006 · 3 47
opinbert fé. Þeim er ætlað að höfða til breiðs hóps og þau þurfa því að
bjóða upp á allt litrófið, mega ekki hafa of þrönga nálgun í verkefnavali.
En það þýðir alls ekki að þau eigi að vera eitthvert miðjumoð. Ég vil að
hvert verkefni fyrir sig sé afgerandi, þau mega bara ekki öll vera afger-
andi í sömu átt. Þannig geta orðið til dínamískar sýningar, sumar ögr-
andi og umdeildar, aðrar léttar og aðgengilegar, en saman spannar verk-
efnavalið vonandi allt litrófið og höfðar þannig til breiðs hóps. Þannig
að stofnanaleikhúsin eiga líka að taka áhættu og þora.“
Magnús Geir segist hafa reynt að bjóða upp á ólíkar en afgerandi sýn-
ingar hjá Leikfélagi Akureyrar. Þannig sýndi það á síðasta ári farsa,
söngleik og pólitískt nútímaverk. „Öll verkin eru aðgengileg fyrir áhorf-
endur en þó mjög ólík innbyrðis. Við veljum verk sem okkur finnst eiga
erindi við fólk í dag. Við settum okkur þær skorður að bjóða einungis
upp á nútímaverk en láta önnur leikhús um klassíkina. Að öðru leyti er
ekkert okkur óviðkomandi, svo lengi sem okkur finnst það eiga erindi
og vera líklegt til að snerta við fólki.“
Magnús Geir bætir því við að honum hafi stundum þótt stóru leik-
húsin vera föst í klösum, og það hafi stundum leitt til þess að svipuð verk
voru sýnd á sama leikárinu. Fjölbreytni hafi því ekki verið nógu mikil.
Hann segir mikilvægt að átta sig á hlutverki hvers leikhúss og svo skapa
sitt eigið starfsumhverfi. „Leikfélag Akureyrar er áhorfendaleikhús og
markmiðið er að bjóða upp á gott leikhús fyrir sem flesta. Við viljum
vera með alla litatónana og fara í allar áttir. En við bjóðum ekki upp á
neitt sem við höfum ekki smekk fyrir sjálf.“
Leikhússtjóraskipti við stærsta og áhrifamesta leikhús landsins, Þjóð-
leikhúsið, hafa að mati viðmælenda minna skipt miklu í breyttu lands-
lagi leikhússheimsins. Breytingarnar þar innanborðs telur Björn Hlynur
hafa verið til góðs. Magnúsi Geir virðist augljóst af verkefnavali Þjóð-
leikhússins síðasta ár að það vilji svara nútímanum betur og vera pólit-
ískara. Einnig er verið að endurskoða innra skipulag leikhússins. „Þjóð-
leikhúsið hefur oft borið höfuð og herðar yfir önnur leikhús í landinu,“
segir hann en bendir á að fastráðningar þar þyki ekki eins eftirsóttar og
áður, hvorki hjá leikurunum sjálfum né yfirstjórninni. Breytt ásýnd
leikhússheimsins er ekki síst vegna aukins hreyfanleika innan leikara-
stéttarinnar að hans mati. Í dag færir fólk sig meira á milli leikhópa og
leikhúsa, vinnur við auglýsingar og kvikmyndir og setur upp ný og
gömul verk í mismunandi umhverfi.
„Valkostunum hefur fjölgað og jafnræðið er meira,“ segir Magnús
Geir. „Þannig hefur það ekki alltaf verið. Það virtist vera upphaf og
endir alls að vera fastráðinn á einum stað. Með Vesturporti og öðrum