Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Síða 49
L e i k h ú s i ð s e m d r a u m av e r k s m i ð j a
TMM 2006 · 3 49
skoðuðum verkefnaval, val á listamönnum og markaðsmál með það að
markmiði að yngja upp í áhorfendahópnum. Fyrir tveimur árum byrj-
uðum við að bjóða ungu fólki upp á áskriftarkort á niðursettu verði og
það hefur skilað sér með margfölduðum fjölda yngri leikhúsgesta. Með-
alaldur leikhúsgesta okkar nú er undir 35 árum og auðvitað velur maður
öðru vísi verk fyrir þannig áhorfendahóp en þann sem nálgast sextugt.
Það eiga allir erindi í leikhús, leikhúsið þarf að greiða veginn.“
Það má heyra á þeim öllum að þeir séu ánægðir með að möguleikar
til margskonar verka innan leikhúsheimsins séu að opnast. „Það er
stórkostlegt að eiga þess kost að búa á Íslandi og vinna við listsköpun,“
segir Björn Hlynur. „Við höfum svo mikla möguleika á að gera það sem
við viljum. Í Bretlandi útskrifast leikari og vonast eftir umboðsmanni
sem getur reddað honum einhverju, bara hverju sem er. Hér er sem
betur fer meira val.“
Smæð Íslands vinnur þó bæði með og gegn listsköpun að mati Björns
Hlyns. „Þú átt alltaf möguleika hér á Íslandi, þú getur sett upp leiksýn-
ingu í eldhúsinu heima hjá þér og þú færð gagnrýni í öllum blöðunum
daginn eftir. En þú ert að sama skapi fljótur að klára senuna hér, Ísland
er fámennt land og ekki hægt að halda endalaust áfram með það sama.
En það má ekki hætta þar. Íslendingar eru að losna við minnimátt-
arkenndina. Við erum fá, vissulega, en við getum verið góð á heimsvísu,
hvort sem er í viðskiptum eða listum. Mér finnst magnað að hitta fólk
sem hefur endalausa trú á sjálfu sér og vilja til að koma sínu á framfæri
hér heima og erlendis.“
Ekki hefur minnimáttarkenndin hrjáð Vesturport. Flaggskip hópsins,
uppsetning hans á Rómeó og Júlíu, hefur verið sýnd rúmlega 300 sinn-
um út um allan heim. Í fyrstu átti aðeins að sýna verkið tíu sinnum á
litla sviði Borgarleikhússins en Vesturport fór með verkið lengra. Enda
þótt margir hafi talið þreifingar þeirra erlendis vera glapræði kom
annað á daginn. „Kannski fer þetta egótripp með okkur til andskotans,“
segir Björn Hlynur kíminn. „En það er líka allt í lagi. Íslendingar eru
drullugóðir og geta gert gott leikhús og við eigum að halda því þannig.“
Hann segir þó að til þess að starf Vestuports geti gengið upp þurfi
ýmislegt að koma til. „Ef við eigum að halda áfram verðum við náttúr-
lega að komast á annað stig, bæði listrænt og fjárhagslega. Fólk hefur
kannski ekki endalaust úthald í krefjandi hópastarf og eiga engan pen-
ing. En við höfum komið okkur upp samböndum og getum gert fleiri
sýningar erlendis.“
Jón Páll segir nú vera komna fram kynslóð sem skynjar verðmæti
hugverka. „Í dag eru störf við sköpun ekki bara áhugamál. Kannski varð