Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 55
U n g u r K ó p v o g n i n g u r …
TMM 2006 · 3 55
Til botns í öðrum.
Til botns í mér.
Heidegger og ólífur,
í næstu ommelettu,
parmeggiano og sjávarsalt,
meira sjávarsalt og meydóm!
Kaldpressaðan extrameydóm úr veðruðum tunnum,
þær er gott að lepja
en reður manns er rýtingur í manndóm hans.
Fleiri kokkabækur, minni heimspeki
og ekki tala svona mikið,
fallast á dóm sinn,
næst sjá frumurnar um sig sjálfar
ég skal sitja og segja hefði:
bundið þig betur,
bundið þig og beislað,
systir mín týnda og tjóðrað,
reyrt þig niður að sálinni,
nagað svo bandið,
hoggið hnútinn
og hleypt þér inn
á sænsku:
Å.
Vandræðast kringum þig á þýsku,
því víst er ég Þjóðverji.
Og víst ert þú sagan.
Svona hlaut það að fara.
Svona sigra menn ekki heimsálfur.
Þú ert liðin óðar en þú hefst
eins fyrir bandstriksbúana,
möbíusræmur með munnræpu
– það eru mennirnir;
mennirnir, það er ég.