Tímarit Máls og menningar - 01.09.2006, Page 56
H a u k u r M á r H e l g a s o n
56 TMM 2006 · 3
Ég er alveg kúl
en ég er enginn sjómaður.
Það var á landi svarthvítra mynda,
þetta er ljóð frá Apple.
Ég er kúl,
en þú ert vandfundin mið,
og akkeri horfinna báta
þröngir stígar
og hundar í bandi,
glataðir dagar í bandi.
Rökkurbláir löngu liðnir dagar ertu,
með demantskreytta leðuról um hálsinn
(og tjatjatja,
stíga smá tjatjatja
meðan húsbóndinn hugsar um annað
og sýna á sér tennurnar).
Þér á ég ekkert að þakka (ma grazie)
nema sálin sé til (grazie, grazie, grazie)
nema sálin sé áþreifanleg,
í það minnsta barmar um brunninn (grazie per tutto:
takk fyrir brjóstin.
Ég sakna þinna,
þau eru eins og á kattardýri,
stendur heima,
sakna þeirra en það er allt og sumt.)
Sænskt Å,
með íslenskum hreim
undan Miðjarðarhafi,
á skóm úr Hjálpræðishernum,
troðandi marvaða.